Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1972, Blaðsíða 12

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1972, Blaðsíða 12
Eyðing fiskimiðanna Grein þessa skrifaði Sigurjón Einarsson, skipstjóri, fyrir rúmum 20 árum. Þeirri spurningu hefur oft ver- ið vikið að mér, hvort það sé á- lit mitt að f iskur hafi farið þverr- andi hér við land á síðari árum, og hef ég þá af fullri sannfær- ingu svarað játandi eins og allir þeir sjómenn munu gera er langa reynslu hafa í þeim efnum. Hvernig má þetta rétt vera, þvert ofan í aflaskýrslur er sýna hið gagnstæða, ef miðað er við þær, þ. e. aukið aflamagn á sama tíma miðað við skipafjölda. Þessu mun ég nú hér leitast við að svara og byggja upp á reynslu minni og annarra samtíðar- manna minna, sem fiskveiðar hafa stundað hér við land s. 1. 50 ár. Það var sumarið 1906 að ég hóf sj ómennskuferil minn á skútu, þá barn að aldri. Égmundi ekki vilja halda því fram, að skúturnar hafi höggið tilfinnan- legt skarð í fiskistofninn, enda er skakfærið saklausasta og smávirkasta veiðarfærið sem við höfum notað við fiskveiðar. Árið 1913 réðist ég fyrst á togara og komst þá í þann harða skóla að reyna hvað það er að vinna stanzlaust sólarhringum saman, t. d. einu sinni í þrjá sólarhringa með 20 mín. hvíld í hverjum, eða aðeins meðan að vörpunni var dýft í, eftir að búið var að hreinsa dekk, en þó kom varpan alltaf upp full að fiski. Þetta var mokfiskirí eins og það er kallað, þegar að ekki hefst undan, en það kom oft fyrir í þá daga. Þeir togarar sem að Þjóðverjar og Englendingar not- uðu til 1929 við veiðarnar hér við land eru fallnir úr sögunni. Þjóð- verjar eiga ekki einn einasta eftir, en Englendingar nokkra, sem þeir nota á heimamiðum á skrapi í Norðursjó og þar í kring. íslenzk fiskimið hafa rýrnað svo mjög síðan 1920 að ekkert þýðir fyrir þessar þjóðir að senda slík skip lengur til fiski- fanga, og væri þó ólíku saman að jafna, því að nú væri hægt að búa þau hjálpartækjum, sem hafa mikla þýðingu við veiðar svo sem fisksjá, bergmálsdýptar- mæli og ratsjá. Árið 1917 seldu Islendingar flesta sína fyrstu togara, en þá var stærsta skipið í þeim flota 305 tonn. Þessi skip höfðu gefið góðan árangur. 1920 komu svo nýir togarar hingað til landsins mun stærri og betri skip og var að bætast í þann flota þar til 1930, en þá var stærsta skip flotans af þeim skipum sem Is- lendingar létu byggja 462 tonn. Sama þróun heldur svo áfram með tilkomu nýsköpunartogar- anna, sem nú eru komnir á ní- unda hundrað tonn og búnir flestum eða öllum hugsanlegum tækjum til þess að vera sem mikilvirkastir í herferðinni á íbúa Ægis. Við höfum ekki verið einir um þessa þróun, því að sama gildir um aðrar þjóðir og engu síður. Við allt þetta bætist svo aukinn skipafjöldi. Það er því enginn furða þó að högg sjái á vatni, enda lýtur fiskurinn í sjónum eins og annað því lögmáli að eyðast það sem af er tekið. Eftir fyrri heimsstyrjöldina kom mönnum saman um að fiskur hefði aukizt til muna við þá hvíld sem miðin fengu þau 5 ár, sem styrjöldin stóð. En þá miðuðu menn við hin grynnri mið. Gömlu skipin, eða þangað til höfðu ekki þurft að sækja á djúpmiðin. Það var nógur fiskur grynnra. Tog- ararnir voru því ekki farnir.að leita út í landgrunnshallið, en brátt kom að því, að þeir urðu að leita dýpra, því að grunnmiðin þoldu ekki ánauðina og þá var það, að Halinn fannst og þar var þá svo mikill fiskur, að aldrei brást ef veður leyfði, en nú er svo komið að það má hending heita ef hittist þar í fisk og helzt aldrei hægt að ná þar í fisk og helzt aldrei hægt að ná þar heil- um túr. Selvogsbankinn hefur frá önd- verðu verið okkar árvissustu fiskimið mánuðina marz og apríl og þangað hafa þá sótt skip frá mörgum þjóðum. Fleiri hundruð skip röðuðu sér þar ár eftir ár og fengu mikinn afla. Togarar flestra þeirra fiskiveiðaþjóða er hingað sækja sveimuðu þarna til og frá á góðum botni. Þeir hættu netum sínum lítt í hraun. Þess gerðist ekki þörf. Fiskur var þá svo mikill á Selvogsbanka um all- an sjó. En Selvogsbanki þolir ekki ótakmarkaða ánauð frekar en önnur mið og nú er svo komið að enginn, sem stundað hefur þar veiðar s. 1. 30—40 ár þekkir hann fyrir sömu mið. Það eru orðin mörg ár síðan Frakkar, Spánverjar, Portúgalar, Hollend- ingar og fl. gáfust upp við að ná þar þeim árangri, sem þeir töldu sig þurfa og hafa þeir því ekki þar sézt síðari ár, en ennþá sækja þangað of margir eða nógu margir til þess að halda áfram- haldandi rýrnun við. Það var siður togaranna allt fram undir 1930 þegar vertíð lauk á Selvogsbanka, að fara þá austur fyrir land á Hvalbak, sem kallað var. Skeikaði þá lengi vel ekki að þar var þá mikið af fiski, en því miður svo smáum, að oft var miklu af smæðsta fiskinum hent í sjóinn aftur. Var ekki hirðandi. Þarna var um hræði- lega rányrkju að ræða eins og víðar og þetta hlaut að hefna sín, VlKINGUE 276
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.