Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1972, Qupperneq 17
Þetta eru íslenzku varðskipin, sem gæta eiga 50 mílna fiskveiðilögsögunnar. Á næstunni kemur í ljós livort þau þurfa að
berjast við bryndreka Breta og þrákelkni fallandi heimsveldis.
sem þeim sýndist. Þeim fjölgaði
mjög fljótt á miðunum og sýndu
margir þeirra hinn mesta of-
stopa og yfirgang gagnvart minni
skipum. Varðskip þau, sem áttu
að gæta landhelginnar reyndust
algerlega ónóg, bæði sökum þess
hve þau voru ganglítil samanbor-
ið við hina nýju togara, og hve
vera þeirra var stutt hér á ári
hverju.
Leitaði stjórnin þá aftur ásjár
Dana, og sendu þeir hingað beiti-
skipið „Heimdal" til þess að
halda togurunum í skefjun. Var
það þá eitt af nýjustu og beztu
herskipum þeirra, aðeins eins árs
gamalt, 1342 tonn að stærð og
gekk 17 sjómílur á klst. sem
þætti jafnvel gott nú. Kom það
hingað fyrst 1895 og reyndist
dúglegt við að handsama Land-
helgisbrjóta. En sektimar, sem
þeir fengu, reyndust oftast svo
lágar, að þeir létu sér ekkert segj-
ast við það. Enskir útgerðarmenn
fundu þó strax ástæðu til þess að
kvarta undan þeirri meðferð, sem
skip þeirra fengu hér, en þeim
kvörtunum var lítt eða ekki sinnt.
Á hinum nýju landhelgislög-
um komu fljótt í ljós ýmsir ann-
markar. Var þeim þá breytt af
Alþingi 1894, og voru þau lög
miklu fyllri og víðtækari en hin,
en þóttu hinsvegar að sumu leyti
fullströng og ekki allstaðar sam-
rýmast alþj óðarétti. Orsakaði
það að landshöfðingi sá sig til-
neyddan árið 1896 að gera á þeim
ýmsar breytingar með samningi
við yfirmann brezkrar skóla-
flotadeildar, sem var hér við
land. Voru frá upphafi mjög
skiftar skoðanir um þennan
samning, en hann skifti litlu
máli, þar eð brezku togararnir
héldu hann ekki frekar en ann-
að. Árið 1897 breytti Alþingi svo
lögunum aftur, og þá að sumu
leyti í samræmi við samninginn.
Síðan hefir lögunum verið breytt
að nokkru árið 1902, 1909, 1926
og síðast 1951.
En þótt landhelgisgæzlan hefði
verið aukin og lögin lagfærð
fiskiskipunum í vil, þá var samt
ágangurinn á landhelgina mjög
mikill eftir sem áður. Árin 1904
—1912 voru t. d. netatöp báta
í landhelgi frá Gerðahreppi ein-
um samtals 1077 net. Af hálfu
dönsku varðskipanna var gæzl'an
og misjafnlega rækt, en einstaka
yfirmenn þeirra gátu sér þó mik-
inn og góðan orðstý fyrir dugn-
að sinn, eins og t. d. Capt. Schack,
er var hér með „Heklu“ árið
1905. Tók hann um fjögurra
mánaða tíma samtals 22 togara í
landhelgi, og hafa engir gert bet-
ur hvorki fyrr né síðar.
Þegar fram í sótti þótti Dön-
um úthald herskipa eins og
„Hejmdals" og „Heklu“ of dýrt
við strandgæzlu hér, enda eyddu
skipin óhemju af kolum. Létu
þeir þá byggja til þess „íslands
Falk“, sem var 730 tonn að stærð
og gekk 13 sjómílur. Kom hann
hingað 1906 og var hér að meira
eða minna leyti til 1921, er
„Fylla“ tók við gæzlunni af hon-
um.
„Fylla“ var upprunalega enskt
herskip, byggt 1915, 1245 tonn
að stærð. Gekk 17 sjómílur og hét
„Asphodel“, en Danir keyptu
hana 1920.
Auk þessara skipa voru hér
281
VlKINGUR