Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1972, Qupperneq 23

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1972, Qupperneq 23
komulagið yfirleitt gott hjá okk- ur. En svo var það á miðju sumri, þriðja sumarið sem ég var þar, sem reiðarslagið skall yfir mig. Já, ég kalla það reiðarslag, því annað eins hef ég aldrei upp- lifað. Bæirnir sem við áttum heima á, voru ekki langt frá sjó, og fjar- an var þannig, að ekki langt frá skarst dálítil vík inn í ströndina, og var í henni gulur fínn sandur, svo þetta var hinn ákjósanleg- asti baðstaður, en hinumegin við víkina var stórt hamrabel'ti. Einn sunnudag í blíðskapar- veðri og hita, tókum við okkur til, og fórum öll niður í fjöru. Vorum við að tína skeljar, ásamt fleiru sem okkur fannst fémætt, og áður en við vissum af, vorum við komin út í víkina. Þegar við vorum nýkomin þangað, tók ég eftir því að stelpurnar voru farn- ar að pískra saman, svo ég fór að gerast forvitinn, hvern fjár- ann þær væru nú að brugga. Magga, sem oftast hafði orð fyrir þeim, gerir sig geysilega sakleysislega, og segir við mig: „Gutti minn, af því veðrið er svo gott og við erum komin hing- að, þá langar okkur til að synda pínulítið í sjónum, en við höfum enga sundboli, svo við erum feimnar að hafa strák með okk- ur. Þú ættir að fara þarna út á klettana, þar getur þú baðað þig.“ Mér fannst ég þurfa að sýna dálitla riddaramennsku, og særa ekki þeirra kvenlegu tilfinning- ar, og lagði því strax af stað, en ekki get ég neitað því að ég hafi ekki verið með dálitla ólund. Mér fannst satt að segja alls engin þörf á því að slíta félagsskapnum þó ég væri strákur en þær stelp- ur, en áfram lallaði ég. Þó gat ég ekki að mér gert, að ég var oft að líta til baka til að fylgjast með þeim. Þegar ég kom út í klettana, settist ég þar á stein, og upp- götvaði þá að ég var kominn í forsælu. Ég fann kalda hafgol- una smjúga á milli klettanna, og það setti að mér hálfgerðan VlKINGUE hroll. Leit ég í áttina til þeirra í víkinni, og sá, að þær voru all- ar allsnaktar að baða sig í sól og sjó. Hvort það var nú af öfund eða einhverju öðru sem ég gat ekki skilgreint, datt mér dálítið í hug. Ég brosti með sjálfum mér að hugmynd minni, og at- hugaði fjarlægð og all'ar aðstæð- ur. Sá ég að þetta var vel fram- kvæmanlegt. Eg stóð upp, og skreiddist meðfram klettunum, þar til ég var kominn yfir sjávar- kambinn. Þá tók ég á rás í átt- ina til þeirra, en gætti þess að hafa sjávarkambinn á milli okk- ar svo þær sæju mig ekki. Loks var ég kominn á móts við þær, og skreið ég á fjórum fótum fram á kambinn þar til ég sá þær vel. Þegar ég hafði horft á þær dálitla stund, heyrði ég að Jóa segir: „Hvar í ósköpunum getur hann Gutti verið, ég sé hann hvergi." Stóðu þær nú þarna all- ar og skimuðu í allar áttir. Allt í einu kallar Magga til þeirra, og stóðu þær nú og töluðu saman, en ekki heyrði ég hvað þær sögðu. Síðan tókust þær í hendur, og leiddust nokkur skref áfram út í sjóinn. Síðan stoppuðu þær, og gengu þvínæst aftur á bak í átt- ina til mín. Var ég svo niður- sokkinn í að fylgjast með tiltekt- um þeirra, að ég var alveg óvið- búinn, þegar Magga snýr sér eldsnöggt við, og kemur á harða- spretti til mín. Loks ranka ég við mér, stend upp, og ætla að taka sprettinn, en það var einum of seint, því nú var þrifið í háls- málið á mér, og mér þeytt niður á sandinn. „Jæja karl'inn, svo þú ert þá svona, liggur á gægjum. Svona eruð þið karlmennirnir, þykist vera voða fínir herrar, en ef þið vitið af nöktum stúlkum ein- hverstaðar, þá skríðið þið á mag- anum langar leiðir til þess að kíkja á þær. En nú þarft þú ekki að kíkja, Gutti Ormur, nú sérðu hérna beran kvenmann," og hún stillti sér upp bíspert fyrir fram- an mig. Ég lokaði augunum, mér datt ekki í hug að gera henni til þægðar að horfa á hana, en þá byrjar hún aftur í stríðnisróm. „0, hetjan, hefur ekki kjark í sér til þess að horfa á beran kvenmann,“ og hún þrífur í hár- ið á mér og snýr höfði mínu upp, en ég klemmdi saman augu og munn. Þegar hún sá að hún gat ekki fengið mig til að horfa á sig, sleppti hún mér, en skokkaði í kringum mig, eins hún vildi vera viss um að ég slyppi ekki burtu. Ég get ekki lýst líðan minni og hugsun, að láta bera stelpu halda mér hérna og hæða mig og spotta, en mér fannst ég ekkert geta sagt, ég skammaðist mín svo fyrir framferði mitt að mér fannst ráðlegast að þegja, því það var aldrei að vita upp á hverju Magga gæti tekið. Þar sem ég sit nú og hugsa um mína vondu afstöðu, veit ég ekki fyrr til en hún var kom- in upp á herðar mér og sit- ur þar háhest. Hún lagði nakin lærin að kinnum mínum. Nú var mér öllum lokið, ég beit saman tönnum af illsku. Ein- hver innri rödd hvíslaði að mér: „Bíttu hana í lærin.“ En óðar var eins og önnur rödd hvíslaði:“ Gerðu það ekki, því hvað myndi ful'lorðna fólkið segja þegar það frétti það að þú hafir bitið heima- sætuna í lærin innanfóta." Nú komu þær Jóa og Alla að- vífandi, en þær höfðu farið í eitthvað utan um sig, að minnsta kosti voru þær ekki allsnaktar eins og þessi ófreskja sem ég var með á herðunum. „Hæ, stelpur,“ kallaði hún, og dillaði sér á herðum mínum. „sjá- ið þið, Gutti er með nakin kven- mannslæri um hálsinn". En þótt systurnar væru undrandi að sjá okkur í þessum stellingum, gátu þær ekki annað en hlegið að öllu saman. Nú lagði Magga báða lófa sínar á kinnar mínar, og sagði. „Elsku strákurinn, er þetta ekki bara notalegt?" Síðan setti hún lófa sína á kollinn á mér og þrýsti mér niður, og þeyttist fram af mér. Ekki veit ég hvort það var af 287
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.