Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1972, Page 25

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1972, Page 25
Rýmkun landhelginnar er lífsskilgrði fgrir íslenzku þjóðtna Júlíus Havsteen sýslumaöur birti þessa stórmerku ritgerö í Víkingnum fyrir tœpum 20 árum Einkunnarorð: „Varðar mest til allra orða, að undirstaðan sé réttleg fundin". Forspjall. í nokkrum vafa var ég, hvort heldur ætti að gefa ritgerð þessari heiti það, sem henni nú er valið, ellegar nefna hana: „Vemdun fiskimiöanna er lífsskilyröi fyrir íslenzku þjóöina“, en hér er nef svo náið augum, að einu gildir hvort heitið er haft og verður þó að játa það, að svo mikil og góð sem rýmkun landhelginnar varð 15. maí 1952 nær hún ekki til allra þeirra miða, sem íslenzkir sjómenn hafa sótt á um aldaraðir, en það kemur til af því, að hin nýja varnar, eða landhelg- islína Islands er sett að beztu manna firsýn og fær- ustu um slík mál að dæma, eins langt í sjó fram og fært þótti og sem kveðið var á um í dómi milli- ríkjadómstólsins í Haag í fiskiveiðamáli Bretlands og Noregs 18. des. 1951. Áður en lengra er farið, ber að hafa í máli þessu hugfast, aö hinn almenni þjóöarréttur hefur aldrei se\tt ákveönar reglur um stærö landhelgi, ng aö hvert ríki má sjálft ákveöa víöáttu fisk- veiöilögsögu sinnar meö hliösjón af lagalegum, sögulegum og siöferöilegum rétþi til þess. Lagalegi og sögulegi rétturinn ótvíræöur. Eins og ég hef oft áður tekið fram í skrifum mínum og útvarpserindum um landhelgismálið, tel ég bæöi hinn lagalega og sögulega rétt til þeirrar rýmkunar á landhelgi Islands, sem gerð var með friðunarlínunni, er gildi öðlaðist 15. maí 1952, óvéfengjanlegan og vísa um rökstuðning minn fyr- ir því til bæklings míns „Landhelgin", sem út kom 1950. Síðan hefur gengið hinn framangreindi merki Haagdómur í fiskiveiðaþrætunni milli Stóra- Bretlands og Noregs og hefur dómur sá, bæði með því að kollvarpa gildi hinnar svonefndu „tíu mílna reglu", þ. e. fullyrðingunni um að lengd hinnar beina línu megi ekki fara fram úr tíu mílum, þegar dregin er landhelgislína í fjörðum og flóum, og með því að viðurkenna ekki „skurðbogaaðferðina“, þ. e. að landhelgislínan skuli fylgja öllum bugðum strandarinnar, heldur skuli draga beinar línur milli hentugra staða á fjörumálslínunni, jafnvel milli eymyndana í skerjagarði, „inter fances t.errarum“ (milli landkjálka) stórum styrkt mál- VlKINGUR stað okkar Islendinga, en þó einkum og sér í lagi dómsniðurstaðan sjálf, sem öll er okkur í vil og hefur verið tekin til fyrirmyndar um ákvörðun friðarlínunnar umhverfis ísland, eins og áður er fram tekið. Siöferöilegi rétturinn. í margnefndum Haagdómi er ekki eingöngu tek- ið tillit til hinna sögulegu réttmda og landfræði- legu aðstæðna Noregs, heldur engu síður til „traustra þjóðlegra réttinda“ og til „gæzlu megin- hagsmuna íbúanna í nyrztu héruöum landsins“, eins og segir í inngangsorðum norska konungsúr- skurðarins frá 12. júlí 1935 um afmörkun norska fiskiveiðasvæðisins, en það er einmitt þessi úr- skurður, sem þrætan milli Breta og Norðmanna reis um og dómurinn staðfesti að færi ekki í bág við alþjóðalög. Þannig hefur hinn siðferðilegi réttur Norð- manna til landhelgi sinnar, sem og mætti kalla efnahagslegan rétt, öðlast alþjóða viðurkenningu. í bækling mínum, „Landhelgin“, setti ég fram á bls. 83 þessa spurningu: „Eiga íslendingar nokk- urn siöféröilegan rétt til þess, öörum þjóöum frem- ur, aö sitja einir aö veiöunum í hafinu kringum ísland?“ og komst að þeirri niðurstöðu, er ég hafði athugað hvernig Árni Friðriksson, fiskifræðingur, svarar spurningunni almennt, hvernig annálar okk- ar svöruðu henni, þegar sjórinn brást, og hvernig viðreisn og nýsköpun atvinnuveganna svarar 289

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.