Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1972, Síða 27

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1972, Síða 27
Þessar tölur sýna, að rói bátur með sama veiðar- íæramagni og 1916—17, mundi afli hans verða yfir vertíð tæpar 60 smál. og sannar það, að fiskmagn á heimamiðum Vestmannaeyja hefur rýrnað um 85%“. Þetta eru tölur sem tala sínu athyglisverða en óhugnanlega máli fyrir framtíð Vestmannaeyja, og svipað mun ástandið vera í flestum verstöðvum landsins. Suðausturland. Ur Vestmannaeyjum tel ég rétt að halda austur, því svo segja mér þeir sem kunnugir eru, að fiskgöngurnar komi úr djúpinu upp að hrygning- arstöðvum við ísland bæði að suðvestan og suð- austan. Upplýsingarnar um svæðið alltfrá Ingólfs- höföa og noröaustur fyrir Papey gefa þeir mér Jón Bruman í Hornafirði og Sigfinnur Vilhjálms- son á Djúpavogi og ber þeim um öll helztu miðin saman, en upplýsingar þeirra þannig, að mér þykir rétt að gefa þeim orðið hvorum fyrir sig og segir Jón á þessa leið: „Helztu fiskimið verstöðvanna eru á svæðinu milli Tvískerja og Papeyjarskerja. Fyrri hluta vetrarvertíðar er aðal veiðisvæðið út og suðvestur af Hvanney allt austur að Hvítingum. Dýpst mun sótt um 30 mílur út. Aflasælustu þorskamiðin eru suður af Hvítingum, suður að Stokknesi. Auðugustu kolamiðin eru í Lónabugt og í Mýra- bugt suður undir Tvísker. Lúðumið aðallega við Hrollaugseyjar". Þannig eru miðin staðsett, en að því loknu bætir hann við: „Á stríðsárunum, meðan engir togarar voru við veiðar, gekk fiskur alveg upp að söndum, eftir að afli kom á miðin. Var veiði þá oft bezt svo grunnt sem þorandi var að leggja lóðir, en nú síðan tog- arar hófu hér aftur veiði, hefur brugðið svo við, að alger aflabrestur má heita hér síðustu vertíð- irnar, svo og að togarar hafa í engu hlíft veiðar- færum bátanna. Sérstaklega hefur svæðið milli Hvítinga og Stokksness verið svo herjað af tog- urum, að bátar hafa ekki þorað að leggja þar lóðir sínar. Að athuguðu máli um friðunarlínuna, mun það vera einróma álit allra fiskimanna hér, að heppi- legast hefði verið að draga grunnlínuna frá Ingólfs- höfða í Stokksnes, svo mun meira af miðum hefði lent innan línu". Sigfinnur segir þetta almennt um hina nýju friðunarlínu: „I byrjun vil ég geta þess, að sökum þess hversu hér er háttað við landið, þá breytir hin nýja land- helgislína litlu hér um slóðir gagnvart okkar helztu fiskisiðum, fyrir okkar stærri báta, því miður. En til að forðast allan misskilning, vil ég taka það fram, að ég persónulega, sem flestir íslendingar, fagna hinum nýju ráðstöfunum, sem gerðar hafa VlKINGUR verið og vonar maður að þær muni marka tíma- mót í fiskiveiðasögu landsins þegar fram í sækir, og enginn vafi leikur á því, að þær muni verða til blessunar fyrir land og lýð“. Svo lýsir hann miðunum suður og suðvestur af Djúpavogi líkt og Bruman, en tekur um hin nærtækari mið fram, að þau séu innan hinnar nýju línu, og um miðið „Bót“, sem er suður úr Papey, farast honum þann- ig orð: „Þar er oft fiskað á vorin og á sumrin sér í lagi með dragnót. Það góða við þetta mið er, að það lokast algerlega með hinni nýju línu. Þarna hafa oft erlendir dragnótabátar verið að veiðum á und- anförnum árum. Þarna aflast mest skarkoli og steinbítur“. Austurland. Um miðin fyrir Austfjörðum hafa þeir ritað mér Hjalti Gunnarsson á Reyðarfirði, Karl Jónas- son á Eskifirði og Óskar Hólm á Seyðisfirði. Tek ég sumt úr skýrslum þeirra í þeirri röð, sem ég hef talið mennina. Hjalti segir: „Frá Reyöarfiröi er lítið stundaður sjór á djúpmiðum, en opnir bátar róa almikið í fjörðinn með kolanet og línu og væntum við góðs af hínni nýju friðun í því sam- bandi. Bátar hér af Austfjörðum stunda allmikið veið- ar á svæðinu milli Hvalbaks og lands. Urðu okkur það mikil vonbrigði, að hin nýja lína skyldi ekki ná út yfir Hvalbak". Karl segir: „Bezt hyggja menn til friðunar grunnmiða fyrir dragnótaveiði. Vaölavík sunnan Gerpis var áður fiskisælt pláss og var nokkuð stunduð útgerð úr víkinni og þangað sóttu smábátar frá Eskifirði og bæjum við Reyðar- fjörð. Meðan veitt var í dragnót á Vaðlavík, mátti heita að fiskur stanzaði þar aldrei, enda lagðist niður útgerð úr Vaðlavík og bátar héðan hættu að veiða þar á færi og línu. Víða um Eskifjörð og Reyðai’fjörð voru ágæt skarkolamið allt frá Vattarnesi og inn í fjarðar- botn. Nokkrir menn hafa að undanförnu haft tekj- ur af því að veiða skarkola í net á fjörðunum. Vona menn að sú veiði aukist bráðlega, þegar kola- miðin ná sér eftir eyðingu dragnótarinnar. Undanfarin ár hefur verið fágætara að þorskur og ýsa gengju í Reyðarfjörð. Fisktregðu síðari ára kenna menn dragnótinni. Fyrrum voru mjög góð lúðumið á Akurhryggjum. Annað lúðumið var inn og norður úr Seley „á fossum“, sem kallað var. Þriðja lúðumiðið var innan Seleyjar og hið fjórða í svonefndri Bakskoru út af Vattarnesi. Öll þessi mið eru innan landhelgislínunnar. Utan landhelgislínunnar eru fiskimið út af Reyðarfirði svo langt sem landgrunnið nær“. Óskar segir: „Frá Seyöisf jaröardjúpi og norður um Gletting liggur Glettinganesflak út frá landinu, víðátttumikið og fiskisælt, og hefur um mörg und- 291

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.