Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1972, Side 28

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1972, Side 28
anfarin ár verið þrautskafið af togurum, einkum Bretum. Eftir styrjaldarhvíldina glæddist afli mikið grunnt á flakinu, en minnkaði óðum er frá leið. Mynni Loðmundarfjarðar, sem jafnan var gott fiskimið fyrir smábáta, var gersamlega upp urið með dragnótum. Að sunnanverðu fjarðarins voru ágæt fiskimið frá Skálanestanga og út fyrir Dalatanga, en hafa mjög brugðizt hin síðari ár. Lúða hefur fengizt á nefndum miðum, en er nú til þurrðar gengin“. Norðausturland. Frá fiskifélagsdeildum og útgerðarmönnum á svæðinu frá Vopnafirði til Öxarfjarðar hef ég engar skriflegar skýrslur fengið, en sjálfur er ég býsna kunnugur á þessum slóðum, einkum þegar kemur að strandlengju Þingeyjarsýslu. Byggi ég á því er ég hef sjálfur heyrt, séð og reynt sem sýslumaður Þingeyinga í 32 ár. Þegar ég tók við embætti mínu sumardaginn fyrsta 1921, voru Skálar á Langanesi taldir mesta og bezta verstöðin á Norðausturlandi og réru þaðan bæði landar mínir á áraskipum, svo og fjöldi Fær- eyinga, en færeyskar skútur sóttu þangað á sumrin, keyptu þar ís og vistir og seldu fisk, sem dreginn var á djúpmiðum fyrir Norður- og Austurlandi. Hafði svona verið tug ára áður en ég kom til Húsavíkur og tekjur ríkissjóðs drjúgar vegna skipagjalda og útflutningsgjalda frá Skálum og stóð sú dýrð enn í tíu ár eftir komu mína, en svo tók skyndilega fyrir veiði þarna, þegar innlendir og útlendir dragnótabátar og útlendir togarar, flestallir eða allir brezkir, voru búnir að yrja upp kola- og ýsumiðin bæði á Eiðisvík og Finnafirði og að fæla fiskinn eða göngur hans frá öllum nær- tækari miðum, sem áraskip sóttu á. Svipaða sögu má segja um útgerðina á Skoru- vík, í Heiðarhöfn og sjálfri Þórshöfninni, en allt voru þetta kjömir staðir til útgerðar vestanvert á Langanesi, unz togararnir ensku, dragnótaskip- in dönsku og síðar hin innlendu, höfðu skafið allan kola, ýsu og lúðu af Sauðanesgrunni, Svínalækjar- tangamiði, Lónafirðinum, sem er inn úr Þistilfirð- inum að austan og tæmt Krossavík og Viðarvík fyrir veiði, en nefndar víkur eru vestanmegin Þistilfjarðar. Saga sú, sem hér fer á eftir, er gott sýnishorn af því, hvernig danskir sjómenn í Esbjerg og enskir útgerðarmenn í Hull komu sér saman um að nota jafnréttisákvæðið í sambandslögum íslands og Danmerkur til þess að veiða í íslenzkri land- helgi. Viku af ágúst 1925 kom varðskipið „Þór“, skip- herra Jóhann P. Jónsson, að þremur dragnótaskip- um útlendum, með ensku nöfnunum „Ribes“, „Ole- aria“ og „Berberis“, en dönsku einkennisstöfunum E 443, 444 og 445 (E — Esbjerg) er voru í land- helgi á Þistilfirði að flytja nýveiddan kola yfir í togarann „Lord Knoresborough“ frá Hull (H 646). Varðskipsforinginn fór með dragnótaskipin til Húsavíkur og þar var málið rannsakað 8. ágúst 1925 og kom þetta í ljós: Skipstjórar voru þrír bræður Espersen frá Esbjerg, en fjórði bróðirinn, sem og tók þátt í leiðangrinum, var talinn eigandi skipanna, þótt ekkert hefði hann afsal, en sýndi danskt bráðabirgða þjóðernisskírteini, útgefið af dönskum ræðismanni í Hull 18. febr. 1925, gild- andi 10 mánuði, og danskt fiskiveiðaskírteini, dags. í Esbjerg 28. júní 1925. Játaði hann, að hann væri danskur ríkisborgari, heimilisfastur í Esbjerg, en hefði búúið 1 Hull þrjú síðustu sumrin og starfað hjá útgerðarfélagi þar, „Pickering & Haldane“, sem hefði selt sér skipin. Við nánari rannsókn við- urkenndi bæði hann og skipstjórarnir þrír, að nefnt útgerðarfélag tæki við allri veiðinni af skip- um þeirra, seldi hana, sæi skipunum fyrir nauð- synjum öllum og greiddi skipshöfnunum kaup. Einnig játuðu þeir að togarinn H 646, sem tekið hafði við aflanum úr dragnótaskipunum, væri eign enska útgerðarfélagsins. Skemmst frá að segja var hér um mjög grunsama og reyndar aug- ljósa leppmennsku að ræða, og þar sem upplýst var með prófunum, að skipstjórarnir hefðu gerzt brotlegir gegn síðari málsgr. 3. gr. laga nr. 33, frá 19. júní 1922, um rétt til fiskiveiða í landhelgi og 6. gr. sömu laga, voru þeir sektaðir. Skip þessi þrjú höfðu allt sumarið verið á drag- nótaveiðum í landhelgi á Norðfirði, Borgarfirði eystra, Bakkafirði og Þistilfirði. Þetta er bara ein saga af ótal mörgum sömu teg- undar, sem gerzt hafa á íslenzkum fjörðum og fló- um, þar til þeim loks var lokað 15. maí s. 1. fyrir ágangi og ránskap erlendra veiðiþjófa. Þá hefur það komið nokkrum sinnum fyrir, að enskir togarar hafa verið staðnir að ólöglegum veiðum hjá Svínalækjartanga, en miðin þar eru mjög fiskisæl. Með hinni nýju varnarlínu eru lokaðir bæði Bakkaflói og Þistdfjörður og öll beztu miðin innan hennar, enda hefur brugðið svo við, eftir að reglu- gerðin um verndun fiskimiðanna fyrir Norður- landi öðlaðist gildi 1. júní 1950, að kolaveiði varð strax ábatasöm með net á Lónafirði 1951 og enn tekjumeiri á síðastliðnu sumri. Bátar, sem réru frá Raufarhöfn fyrri part vetr- ar eða í nóvember s. 1., fengu í sumum róðrum margar lúður og vænar, en fyrir friðunina virtist heilagfiski horfið af Þistilfjarðar- og Bakkanes- miðum. Norðurland. Naumast má ég óklökkur á það minnast, að við höfum fyrir löngu týnt niður hinum mikla Norður- flóa, en svo var djúpið eitt sinn nefnt milli Horns og Rauðunúpa. Allar sögulegar heimildir um rétt VlKINGUE 292

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.