Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1972, Side 36

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1972, Side 36
botnsblettir. Á þessum sand- og leirblettum heldur fiskurinn sig, aðallega þorskur, smálúða og koli. Hann lifir þar á sandsíli og leggst þar, fái hann að vera í friði fyrir togurum og dragnótabátum. Lúðumið eru allsstaðar á þessum blettum, sérstak- leg» á leirblettunum. Steinbítsmiðin eru bezt, þar sem smágert hraun er í botni. Þar er mikið um hrúðurkarl og skeljar, sem hann lifir á. Lóðafrek eru þau mið“. Breiðif j örður. Hann er mestur íslenzkra fjarða og lengstur þeirra, þegar með honum eru taldir firðirnir litlu, Hvammsfjörður og Gilsfjörður, sem inn úr honum skerast. Stendur nokkuð líkt á um Breiðafjörð eins og með Sverholtflóann í Norður-Noregi, en fram í nefndan flóa skagar tangi og myndast sitt hvorum megin við hann tveir firðir, Laksef jord og Porsang- erfjord. Nú vildu hinir feimulausu Bretar halda því fram undir rekstri fiskiveiðamálsins fyrir milliríkjadómstólnum í Haag, að ekki mætti telja Sverholtflóann ganga lengra inn í landið en að oddanum á Sverholtsnesinu, en svo heitir nesið milli fjarðanna framangreindu, og væri hann því í eðli sínu hvorki fjörður né flói. Þessari staðhæfingu hratt dómstóllinn og komst að þeirri niðurstöðu, að Sverholthavet hefði ein- kenni fjarðar. Þarf því ekki að óttast, ef til málshöfðunar kem- ur, að Bretar neiti því, að Breiðifjörður hafi ein- kenni fjarðar, enda er fjarðarlögun hans miklu gleggri og meiri en Sverholtflóans. Eins og Breiðifjörður gengur næst Faxaflóa um stærð, eins er hann sá f jörðurinn, sem Bretar, næst Faxaflóa, sjá mest eftir að geta ekki áfram urið upp og sent inn í togara sína, einkum gömlu, ryðg- uðu járnkláfana frá Hull og Grimsby, sem naum- ast geta togað nema innfjarðar, að því er sagt er og útlit þeirra og frágangur ber með sér. Um miðin á Breiðafirði hafa frætt mig Friðrik Salómonsson úr Flatey, Þórólfur Ágústsson úr Stykkishólmi og Kristján Jónsson frá Sandi, og segist þeim þannig frá, en þetta tek ég úr bréfi Friðriks: „Ur Kolluál skerst Bjarneyjaráll inn að Bjarnareyjum. Þar fyrir norðan er grunnsævi inn með Skor, og eru þarna eða voru góð mið af þorski og lúðu á hinum ýmsu stöðum, einnig við Bjarn- eyjar og Oddbjarnarsker. Þar var áður fyrr ver- stöð vor og haust, en lögð niður fyrir löngu. Á þessum slóðum, þ. e. frá Oddbjamarskerjum og vestur undir Skor, toguðu útlend veiðiskip undan- farin ár þar til enginn fiskur var þar fáanlegur. Kenna má ágangi erlendra togara um þá breyt- ingu, að fyrst hvarf fiskurinn af svokölluðum heimamiðum og svo af hinum fjarlægari miðum, bæði innan og utan við landhelgislínuna, þar til ördeyða var orðin. Nú er allur fjörðurinn friðaður fyrir togveið- um, enda sést nú ekki, eins og undanfarin ár, út af Oddbjarnarskeri reykur togaranna á daginn og ljós þeirra á kvöldin héðan úr Flatey. Um útlit og horfur viðkomandi friðarlínunni frá í vor spáir góðu eftir ekki lengri tíma“. Ur bréfi Þórólfs er þetta: „Beztu lúðumiðin eru við Bjarneyjarál, frá Brekadjúpi út á Fell. Aðal- lega er sótt á „Brögð“ í Bjameyjarál, semi einnig er ágætt fiskimið. Sömuleiðis er austasti hluti Grundarfjarðaráls sóttur, og eru þar góð lúðu- og þorskamið, en Grundarfjarðaráll heitir dýpið austan Skútugrunns að Sigmundarbrún norður af Selskeri. Svo er Höskuldseyjaráll, sem er mjó renna skammt frá Höskuldsey. Þessi áll er og hef- ur verið aðalfiskimiðið frá Höskuldsey og héðan frá Stykkishólmi, bæði vegna aflasældar, og svo er skammt að sækja. Svo er fjöldi miða kringum Höskuldsey. — Þessi mið voru öll innan landhelgis- línurnar nema Bjarneyjarmið; þau voru flest utan hennar, nema Brekadjúp og Stagleyjaráll. Þá eru það djúpmiðin, og þá fyrst að geta Kollu- áls, sem liggur inn eftir Breiðafirði sunnanverðum við miðja bugt. Hann er til að byrja með skammt frá öndverðamesi, en greinist síðar í tvær kvíslar, er kemur inn fyrir Ólafsvík, þar sem Skútugrunn skiptir honum í tvennt, en svo sameinast hann aftur í eitt dýpi, er kemur NA af Grundarfirði, og er hann kemur norður af Selskeri, heitir hann Bjarneyjaráll, sem endar í Brekadjúpi. Þetta dýpi er aðalæð fyrir fiskigöngur inn Breiðafjörð, og sé því lokað af togurum, hefur það mikil áhrif á fisk- veiðarnar í innbugtinni, og því þarf sterka vörn við Jökulinn, er líður fram í febrúar—marz, svo göngur komist óhindraðar inn um bugtina. Það hefur greinilega komið í ljós nú síðari árin, því svo má heita, að hér hafi verið þurr sjór síðan um 1948, eða frá því hinna erlendu togara tók að gæta hér aftur eftir styrjaldarlokin en það voru mikil viðbrigði frá því sem áður var“. Þá rekur Kristján lestina breiðfirzku og segir: „Flest fiskimið, sem smábátar sækja héðan, eru innan þriggja mílna landhelgi, því mest eru þau notuð hér vegna vondra hafnarskilyrða. Það er svæðið frá Dritvík og inn á móts við Ólafsvík, syðri brún Kolluáls. Þeir fáu, stóru bát- ar, sem hér hafa róið, sækja oftast lengra út af Beruvík og öndverðarnesi og á norðurbrún Kollu- áls, sem nú er innan hinnar nýju landhelgi. Mesta athygli mun vekja hjá okkur hvaða breyt- ingum hin miklu fiskimið munu taka, sem eru 3—4 sjómílur vestur af öndverðarnesi og hafa verið þurrausin af togurum hin síðari ár. Svo er dragnótasvæðið austan við öndverðames. Við væntum góðs af friðun þess í framtíðinni og sama er að segja um hin stóru dragnótasvæði á Ólafsvík. Að endingu þetta: Allir hér vænta mikils góðs af friðun Breiðafjarðar“. 300 VlKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.