Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1972, Síða 37

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1972, Síða 37
Faxaflói. Þá er komið að risa hinna íslenzku flóa og fjarða, ekki aðeins hvað stærð snertir, heldur engu síður, eða reyndar miklu fremur, fyrir þá ómetan- legu þýðingu, er hann hefur sem sannkallað móður- land eða fósturflói allra nytjafiska í hafinu kring- um Island eða í öllu Norður-Atlantshafinu. Um hann verður háð harðasta rimman. Annars vegar stendur öll íslenzka þjóðin, og með henni allir helztu fiskifræðingar, sem kynnt hafa sér málið og líta hlutlaust á nauðsyn þess, að friða Faxaflóa fyrir ágangi togara, togbáta og drag- nótabáta. Hinumegin eru svo hinir ásælnu Bretar, sem um aldaraðir, eða frá því þeir urðu öðrum þjóðum yfirsterkari á sjónum, hafa sent fiskveiði- skip sín inn að ströndum og inn í firði og flóa annarra þjóða, til þess að reka þar skefjalausa rán- yrkju og eyðileggja fiskimið náungans, eins og þeir sjálfir eru búnir að þurrka upp Norðursjóinn með togaraútgerð sinni. Bretar vilja Faxaflóa feig- an, vilj a halda áfram rányrkj unni þar, gætandi ekki að því, að með þessu móti eru þeir hvorttveggja í senn, að gera ísland óbyggilegt og eyða bæði fyrir sér og öðrum þjóðum fiskveiðimöguleikum í Norð- ur-Atlantshafi, með því að drepa ungviðið á helztu uppeldisstöðvum þess. Og hið merkilega skeður, að Frakkar virðast ætla að gerast taglhnýtingar Breta í þessari skemmdarstarfsemi. Vonandi áttar þessi gáfaða þjóð, eða stjórnend- ur hennar, sig á því, hvaða hermdarverk hún er að vinna íslenzku þjóðinni með því að gerast berg- mál Bretans í landhelgismáli okkar íslendinga. Um hina aðkallandi nauðsyn á friðun Faxaflóa er ýtarleg greinargerð á þingskjali 599 á 69. lög- gjafarþingi okkar, með tillögu til þingsályktunar um friðun Faxaflóa frá alþingismanninum Pétri Ottesen, sem samþykkt var á Alþingi 16. maí 1950, og segir þar m. a. svo: „Það orkar ekki tvímælis, að aflatregðan í Faxaflóa á rót sína að rekja til skefjalausra botnvörpu- og dragnótaveiða á þess- um slóðum. í Faxaflóa eru víðáttumiklar klak- stöðvar, og þar eru ennfremur þýðingarmestu upp- eldisstöðvar nytjafiska. Fiskgegnd er því ávallt mikil í flóanum, enda viðurkennt að fornu og nýju, að þar séu einhver fiskisælustu mið við strendur þessa lands. Friðun Faxaflóa fyrir botnvörpu og dragnóta- veiðum er því óneitanlega mjög þýðingarmikill þáttur í þeirri sjálfsbjargarviðleitni íslendinga að koma í veg fyrir hóflausa rányrkju á fiskimiðun- um með aukinni friðun til verndar fiskistofninum og því til öryggis og tryggingar, að fiskveiðar hér geti í framtíðinni orðið íslendingum lífvænlegur atvinnuvegur". Ur verstöðvum við Faxaflóa hafa mér aðeins borizt tvær skýrslur, en í bókinni „Sjósókn“, sem eru hinar fróðlegu endurminningar Erlends Björnssonar á Breiðabólsstöðum, skráðar af séra -Tóni Thorarensen, er mjög ýtarleg lýsing af fiski- miðum í flóanum með glöggum uppdrætti af svæð- inu frá Skipaskaga að Miðnesi, og vísast til nefndr- ar bókar, bls. 129—135. Þeir, sem skýrslur hafa sent mér, eru Ólafur Þórðarson, skipstjóri og útgerðarmaður í Hafnar- firði, og Gísli Sighvatsson, Sólbakka, Garði, eftir beiðni Guðjóns S. Magnússonar, Valbraut. Þegar Ólafur hefur greint frá tölu togara og stærri línubáta, sem gerðir eru út frá Hafnarfirði, svo og frá djúpmiðum, sem þessir stærri bátar sækja á og að afli þeirra hafi farið batnandi, segir hann um minni báta: „Síðla sumars fóru margir árabátar og trillur héðan út í fjarðarmynnið og fiskuðu þar smáýsu. Þurftu þeir ekki að fara lengra en út að Helgaskersbungu. Að smáýsa gangi hér inn á fjörð, hefur ekki skeð í tugi ára. Annað, sem sjáanlega hefur breytzt vegna friðunarinnar er það, að línubátar hafa í vetur fengið á línuna töluvert meira af ýsu í hverri lögn en undan- gengin ár. Þetta tvennt tel ég að sé ávöxtur friðunarinnar. Við hér vonum að á næstu tímum örfist veiðin á grunnmiðum hér við flóann". Skýrsla Gísla er einhver fullkomnasta og ýtar- legasta upptalning og staðsetning miða, sem mér hefur borist og hefði henni fylgt uppdráttur, eins og frá Filippusi Þorvaldssyni, hefði hún verið enn meiri gersemi. Vel skil ég, að Gísli leggi ekki á sig það erfiði, en ef hann les þessar línur og hefur til þess tóm- stundir, þá bið ég hann að semja kortið, bæði fyrir mig og Garðbúa, því honum er til þess treystandi, það hermir skýrslan. Fyrst gerir Gísli grein fyrir grynnstu miðum vestur með landinu. Eru þau átta. Svo telur hann miðin „á sandinum“, frá grynnstu hraunmiðum fram að svonefndri miðabrún, og eru þau þrjú. Dýpsta miðið er „Súluáll“, sem vanalegt er að sækja á. En svo kemur talning fengsælustu miðanna, sem ekki eru færri en átján, og voru á tímum opnu skipanna einu nafni kölluð „miðin" eða „fram á miðin“. Svo er kennileitum lýst, sem miðað er við, og þessar skýringar gefnar: „Framanskráð mið eru lúðu- og þorskamið. Fyrr á árum fékkst lúða um allan Garðsjó, bæði smá og stór. Um allt syðra hraun hef ég lagt lúðulóð og víðast hvar orðið lúðu var á öllu því svæði. Á Gerðaröst, nokkur hundruð metra frá Gerða- hólma, fékk Magnús Tobíasson einn á bát ellefu flakandi lúður, fyrir um 20 árum síðan, og er það mesti lúðuafli, sem ég hef séð eftir einn mann, fiskað á handfæri. Áður en byrjað var að nota dragnót, var al- gengt, ef beitt var síld, að fá á 500 öngla línu 150 kg. af smálúðu. Dæmi er til að aflast hafi allt að VlKINGUR 301

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.