Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1972, Blaðsíða 39

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1972, Blaðsíða 39
sem nú stunda útgerð, að meginástæðan fyrír hrak- förum, útvegsins hér á íslandi sé fiskþurrðin á hinum íslenzku fiskimiðum. 6. Um íslenzku fiskistofnana er það nú vitað, að þeir þola yfirleitt ekki meiri veiði en þá, sem á þá var sótt fyrir síðustu styrjöld og að við ís- lendingar erum nú orðnir einfærir um að taka úr þeim þetta magn. 7. Annar aðalatvinnuvegur okkar íslendinga eru fiskiveiðar, og leggist sá atvinnuvegur í rústir, er ekki búandi á íslandi, um það bera íslenzkir annálar vott. Fleiri ástæður má telja, en mér finnst þessar framantöldu sjö nægilegar til þess að sanna, auk þess sem áður er sérstaklega um Faxaflóa sagt, að spurningunni um hinn siðferöislega rétt okkar Islendinga til þess einir að si\tja að veiðunum í haf- inu kringum ísland, verði að svara hiklaust játandi og annað svar komi ekki til greina. Aukin vernd fiskimiða okkar er stærsta hags- munamál okkar Isléndinga sem stendur. Þetta verðum við bæði að skilja sjálfir og koma öðrum þjóðum í skilning um. Um íandhelgina verður ekki samÁð. Næsta á- takið er 'landgrunwið og djúpmiðin. Eftirmáli. í ritum mínum um landhelgismálið hef ég haldið því fram og fært að því rök, að höfuðóvinur okkar að fornu og nýju sé Bretinn. Fyrstir útlendinga sóttu þeir á hin íslenzku mið, eftir að þeir voru búnir að ganga svo frá Norðursjónum, að hann var orðinn hálfgerð eyðimörk, og áleitnastir hafa þeir verið allra veiðiþjófa við strendur íslands. Skal ég nú enn betur finna orðum mínum stað með því stuttlega að vitna í „De Lamar“, fyrir- lestra forstjóra fiskirannsóknanna í Bretlandi, E. S. Russels, sem magister Árni Friðriksson hefur þýtt, en fáir hér heima kynnt sér. Annað erindið nefnir hann „Eyðing eldri miða“, og segir þar m. a,: ,,í erindi þessu ætla ég fyrst og fremst að gera grein fyrir, hvaða áhrif hinar áköfu botnfiskveiðar, sem staðið hafa síðan um aldamót, hafa haft á fiskstofnana í Norðursjónum. Ýmsar spurningar hljóta að koma upp í hugum okkar um þessi mál. Hvaða áhrif hafa veiðarnar á fiskstofninn? Hefur heldaraflinn minnkað? Eins og drepið var á í fyrsta erindi mínu, fæst nú aðeins lítill hluti af afla Breta úr Norðursjónum, og fer sá hluti stöðugt minnkandi. Á árunum 1903—05 nam Norðursjávaraflinn um það bil 50%, en hlut- deild þessa svæðis minnkaði stöðugt og ört niður í 16% árið 1935 og 12% 1936—37. Aðalorsök þessara miklu breytinga er sú, að fjarlægari miðin eru miklu arðbærari, stofninn er meiri og aflinn þá tiltölulega meiri líka, miðað við fyrirhöfn. Það er mjög eftirtektarvert, hversu meðaldagaflinn frá fjarlægu miðunum er miklu meiri miðað við hvern dag, sem skipið var úr höfn, en frá heimamiðum eða jafnvel miðmiðum, þrátt fyrir miklu lengri veiðisókn“. Hann gerir svo töflu yfir meðaldagveiði enskra togara af botnfiski úr Norðursjónum 1906—1937, þ. e. meðalveiði hvern dag, sem skipið hefur verið úr höfn. Taflan sýnir að dagveiðin 1906 var 17,6 vættir, en 1937 aðeins 13,3. Dagafli af ýsu í Norðursjónum yfir nefnt tíma- bil var 7,8 vættir 1906, en aðeins 2,6 vættir 1937. Um skarkolann, sem hann telur mikilvægasta flatfiskinn í Norðursjónum, segir hann m. a.: „Meðalstærð fisksins á miðunum hefur því minnk- að mjög og getur helzta orsök þess aðeins verið aukin fiskisókn". Þegar hann er búinn nægilega að rökstyðja arð- íánið í Norðursjónum segist hann ætla að snúa sér að öðru mikilvægu fiskisvæði, sem um langt áraskeið hefur verið nýtt, sem sé íslandsmiðum. Um þau segir hann: „Þau liggja flest frekar ná- lægt ströndum íslands, því að sjórinn dýpkar ört út frá landgrunninu, strax og nokkuð dregur frá landi. Þau hafa alltaf verið mjög fiskisæl, einkum af þorski, skarkola, lúðu og ýsu. Fiskstofnarnir við ísland eru að miklu leyti sjálfstæðir og ein- angraðir, enda þótt á síðari árum hafi verið sam- göngur milli stofnanna við ísland og Grænland. Við suður- og suðausturhluta landsins, þar sem Golfstraumurinn kemur upp að ströndinni, eru hrygningarstöðvar fyrir þorsk, ýsu og skarkola. Síðan eftir stríðið 1914—18 hefur gildi íslands- miðanna aukizt og nú veiða Bretar þar meira en á nokkru öðru svæði, sem tilgreint er í hagskýrsl- um. Togaraveiðar Englendinga hafa aukizt þar stór- um síðan um 1925, og var fjöldi veiðistunda árið 1937 nærri orðinn tvöfalt meiri en 1925. Með því að ensku togararnir veiða bróðurpart- inn af afla sínum við ísland, þá má fullyrða, að sóknin þangað hefur aukizt hin síðari ár. Við vilj- um nú virða fyrir okkur ýsuna. Ýsuaflinn er sýnd- ur á 5. mynd og ná línuritin einnig til áranna fyrir stríð. Aðalniðurstaðan, sem fæst af línuritinu, ef borin eru saman tímabilin 1920—25 og 1932—35, er sú, að fisksókn eykst um 100%, en heildaraflinn 1932 —35 var miklu minni en á fyrra tímabilinu. Og úr því að meðaldagaflinn hafði minnkað, hlaut stofninn að hafa dregizt saman. Skýrslurnar staðfesta fyllilega þá niðurstöðu, sem við komumst að með því að athuga dagsaflann, að ýsustofninn hafði minnkað til muna. Allar líkur benda til þess, að ýsustofninn sé að mvnnka á íslandsmiðum. Hlutfallsfjöldi stóra skar- kolans hefur einnig minnkað til muna. Hann var 19% 1921 og 1922 17% 1923 og 1924, en hefur lækkað síðan niður í 9%. Heildaraflinn hefur farið VlKINGUR 303
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.