Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1972, Blaðsíða 45

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1972, Blaðsíða 45
það rök fyrír því, að þeir fái óáreittir að þurrausa þau. Er greinin öll krydduð óvirðingar- orðum og móðgunum um Islend- inga. Það er rétt í grein Fieldwoods þessa, að í skrifum um viðskipti íslendinga og Breta á styrjaldar- árunum, hafa ekki komið nóg- samlega fram hlutfallstölur um mannfall Islendinga og Breta á þessum árum. En úr því ætti að mega bæta. Við vitum og höfum skráð í annálum stríðsáranna, að aðeins í fiskflutningum til Bret- lands misstum við U fiskiskip (tvo togara og tvo línuveiðara) og með þeim 46 hrausta sjómenn auk þeirra 5, sem drepnir voru á l.v. Fróða af sömu orsökum. En 51 mannslíf hjá Islendingum jafngildir meira en 20 þúsund mannslífum hjá 50 milljóna þjóö, en missir 4 fiskiskipa sama og missir 1600—1700 skipa, og ætti þá þessi brezki skriffinnur að geta sjálfur sett dæmið upp og reiknað, hve „l'ítilfjörlegt" af- hroð Islendingar guldu á hafinu árin 1940—1941 miðað við stór- þjóðina Breta. Ef svo væri meðtalið mann- fallið, er Hekla og Fossarnir voru skotnir niður og það skarð, sem þá var höggvið í siglingaflotann íslenzka verða þessar samanburð- artölur gífurlega háar. Þá er það annað atriði, sem ekki verður gengið framhjá, er óvildarmenn Islands í Bretlandi gera lítið úr vei’kum íslenzkra sjómanna á styrjaldarárunum, en það var sá fjöldi erlendra sjó- manna, er íslenzk skip björg- uðu, eftir að þýzkir kafbátar eða flugvéiar hö.fðu skotið farkost þeirra í kaf. En meirihluti þess fjölmenna hóps voru brezkir þegnar. Skal hér til glöggvunar stiklað á stærstu tölunum, sem við höfum áreiðanlegar skýrslur yf Ír: 16. júní 1940: Togarinn Skalla- grímur bjargar 353 brezkum sjóliðum af beitiskipinu Andina, sem þýzkur kafbátur hafði skotið í kaf. 11. júlí: Lítill vélbátur bjarg- ar 12 skipverjum af brezkum togara fyrir Austurlandi, er þýzk flugvél hafði sökkt. I. sept.: Egill Skallagrímsson og Hilmir bjarga 40 sjómönnum skammt frá Englandi af Wille de Hasselt. 16. sept.: Snorri goði og Arin- björn Hersir bjarga sameiginlega 300—400 mönnum í írlandshafi. 22. . sept.: Togarinn Þórólfur bjargar 30 sjómönnum af skip- broti 175 sjómílur frá ströndum Englands. 21. okt.: Línuveiðarinn Þor- móður frá Akranesi bjargar 13 enskum skipbrotsmönnum. I des.: Togarinn Hafsteinn bjargar 6 þús. smál. ensku skipi og hjálpar því til brezkrar hafn- ar. 12. des.: Súlan frá Akureyri bjargar 37 skipbrotsmönnum skammt frá Englandsströnd. Á árinu 1940 björguðu íslenzk skip 1093 erlendum sjómönnum. Marz 1941: Togarinn Baldur bjargar 49 skipbrotsmönnum undan Englandsströndum (þar af 10 Bretum). 1 sama mánuði bjargar togar- inn Hilmir 10 skipbrotsmönnum. 6. apríl: Togarinn Gulltoppur bjargar 33 skipbrotsmönnum út af Garðskaga af brezka skipinu Biaverdae. 7. apríl: Fiskibátar frá Sandi á Snæfellsnesi bjarga 32 erlend- um skipbrotsmönnum, er voru í björgunarbát frá sokknu skipi. 5. maí: V.b. Sigurfari Akra- nesi bjargar 17 mönnum af er- lendu skipi, er þýzkur kafbátur sökkti undan Islandsströndum. 15. júní: Vb. Pilot bjargar 14 mönnum í björgunarbát und- an Reykjanesi. 16. okt.: Togarinn Surprise kemur til Patreksfjarðar með 29 erlenda skipbrotsmenn. Febr. 1942: Vélbátar af Suður- nesjum björguðu hóp skipverja af bandarísku strandgæzluskipi, sem sökk út af Garðskaga. II. maí Togarinn Gyllir bjarg- ar 10 erledum skipbrotsmönnum, er hann fann 250 sjómílur und- an Vestmannaeyjum. Þýzk flug- vél hafði grandað skipi þeirra. Upptalning þessi skal nú ekki lengd frekar og öllum björgunar- dæmum sleppt, þar sem um minna en 10 manna hópa var að ræða. Hér verður heldur engin upptalning á öl'lum þeim fjölda brezkra sjómanna, sem íslenzkar björgunarsveitir og einstakling- ar hafa hrifið úr greipum dauð- ans í veðurham hins íslenzka vetrar við strendur landsins und- anfarin ár við hin erfiðustu skil- yrði. En þegar litið er á það, að íslenzkir sjómenn báru gæfu til að bjarga hundruðum brezkra sjómanna, eftir að þýzkir kaf- bátar og flugvélar bjuggu þeirn banaráð, þá er eins og manni renni kalt vatn milli skinns og hörunds við að renna huganum að þeirri staðeynd, aS brezkir útgerðarmenn beittu sér fyrir því að þýzkir togarar gengju fyr- ir íslenzkum um löndun í brezk- um höfnum, — staðreynd sem hin brezka klíka, er nú gengst fyrir hefndarráðstöfunum gegn ís- lenzkum sjómönnum, fær ekki umflúið. Það kann að vera, að íslenzk stjórnarvöld eigi erfitt með að koma upplýsingum sem þessum á framfæri á enskri tungu, en það er mál sem vert er að athuga í sambandi við þær pukrunar- lausu ofbeldisaðgerðir í verki og óviðurkvæmilegu blaðaskrif, er brezkir útgerðarmenn, togara- skipstjórar og handbendi þeirra hafa um þessar mundir í frammi gegn Islendingum. Engum getum skal af því leitt, hve lengi brezku togaraeigenda- klíkunni tekst að halda í löndun- arbannið þvert ofan í vilja al- mennings í Bretlandi. En ýmis sólarmerki benda til, að farið sé að halla undan fæti hjá þeim. Fiskikaupmenn eru mjög skiptir í málinu og var aðeins naumur meirihluti með því fyrir skemmstu að halda áfram að neita kaupum á íslenzkum fiski. Og það er opinbert leyndarmál, að ógnir brezka útgerðarmanna /oru orsök þess, að meirihluti fékkst. J. Ó. P. VlKINGUR 309
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.