Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1972, Page 53

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1972, Page 53
sem kaðlarnir ná ekki að botni, fær kræklingurinn frið fyrir vargi eins og t. d. krossfiski. Flotgrindurnar er unnt að færa til að vild. Vandamál kræklings- ræktunar eru aðallega tæknilegs eðlis, þ. e. varðandi útbúnaðinn, sem í sjálfu sér er mjög einfald- ur, en hann verður að vera ódýr og þola þó íslenzkan sjógang. Hitastig við Island er nokkru lægra en við Holland, en þar fyrir er sjórinn við fsland mjög ríkur af svifþörungum, svo vaxtarhraði þyrfti ekki að vera mjög frábrugðinn. Hef ég trú á því, að tilraunir með kræklings- ræktun verði mjög gagnlegar. Þar sem einsýnt er, að aðeins lítil uppskera fæst af ákveðnu ræktunarsvæði, ef framleiðslan á að byggja á frumframleiðslu svæðisins sjálfs, er mjög vafa- samt, að uppskeran sé nægilega mikil til þess að réttlæta mikinn mannvirkjakostnað og vinnulaun. Hugsanlegt er þá sú leið, að flytja fóður eða næringu inn á rækt- unarsvæðið og fá þannig meiri uppskeru á hverja flatarmálsein- ingu. Er þá um hliðstæðu hænsnar og svínaræktar að ræða. Hér er ekki um að ræða eiginlega rækt- un heldur breytingu á ódýru dýrafóðri yfir í dýr matvæli, en það er kallað fiskeldi. Segja má, að fiskrækt í hreinum sjó í stór- um stíl sé eingöngu stundað í Japan, og er þar um að ræða eldi eða fóðrun á fisknum „yello- tail“. Á sama hátt er einnig rækja alin í stórum stíl í Japan og í Bandaríkjunum í sjóblönd- uðu vatni. Eins og ég minntist á í síðustu grein, eru fiskar mjög hagkvæmir til eldis, því þeir þurfa allt að þrisvar sinnum minna fóður en landdýr með heitu blóði til sama vaxtar. Eins og venjulegu dýraeldi, skiptir hlutfall milli fóðurkostnaðar og söluverðmætis uppskeru megin- máli. Hagkvæmast hlýtur því að vera að ala dýrustu fisktegund- irnar. Það er því engin tilviljun, að hafið er laxeldi í sjó í Noregi, Bandaríkjunum og í Kanada á verzlunargrundvelli. Aðeins fá- VÍKINGUR ein ár eru síðan það heppnaðist að ala lax upp í kynþroska stærð í sjó, en þróunin í þeim efnum hefur verið mjög ör. Norsk fyrir- tæki t. d., sem hefur aðsetur sitt í nágrenni við Bergen, hefur þeg- ar alið upp nokkur hundruð tonn af vænum laxi. Sá lax er að vísu aðeins öðruvísi á bragðið en venjulegur lax, en hann hefur selst vel. Að sjálfsögðu hafa kom- ið upp ýmis vandamál, en ekkert þeirra er alvarlegt, og mikil bjartsýni ríkir um þessa hluti í Noregi. Útbúnaður allur til lax- eldis í sjó er mjög einfaldur og tiltölulega ódýr. Er þar um að ræða flotkvíar, sem eru fljótandi hringnætur, en stærð þeirra get- ur verið að vild. Heppileg stærð hefur verið álitin um 100 fer- metrar og 4 metrar að dýpt. Eg býst við, að, aðal vandamálið hér á íslandi, ef til laxræktar í sjó kemur, sé að finna nægilega rólegan stað til að forðast sjó- gang. Hitastig sjávar við suður- og suðvesturströndina er tiltölu- lega sveiflulítið og ætti tæpast að vera óhagkvæmt fyrir laxinn. Hvort hitastig á öðrum stöðum við landið sé heppilegt til lax- ræktar í sjó, er ekki unnt að segja um að óreyndu. Nauðsyn- legt fóður fyrir laxinn er mjög einfalt megnið af eldistímanum. Norðmenn notast mest við loðnu og rækjuúrgang, en vafalaust má notast einnig við aðrar tegundir. Hvað fóðuröflun snertir, þurfa Islendingar tæpast að vera eftir- bátar annarra. Aðrar fiskteg- undir, eins og t. d. sjóbleikju og sjóbirting, mætti vafalaust fram- leiða á sama hátt til að auka fjölbreytni. Ennþá ein leið er til, sem er mjög athyglisverð til' fiskræktar. Nýlega voru haldnar tvær ráð- stefnur í Bandaríkjunum um fiskrækt í sjávarlónum. Á þess- um ráðstefnum voru gefnar skýr- ingar á því fyrirbæri, að sum sjávarlón með sjóblönduðu vatni geta haft um 10 sinnum meiri frumframleiðslu og þar af leið- andi 10 sinnum meiri fiskfram- leiðslu en samsvarandi vatn eða hafsvæði af sömu stærð. T. d. á Formósu er uppskeran sums staðar um 10 tonn af fiski á hektara á ári án fóðrunar þ. e. án aðflutnings á fóðri. Þessi mikla gróska á sér nokkuð flókna skýringu. Meginatriðið er þó það, að sjór rennur inn í lónið á hverju flóði. Dautt lífefni eða svokallað „detritus" fellur til botns í lóninu meðan sjórinn er inni, en dýpt lónsins og lögun eru valin þannig, að sjór nái yfir sem mest svæði lónsins, og tími gefist til fyrir hinar örsmáu agnir af dauðu lífefni að falla út. Þessi lón eru því mjög grunn. Þegar sjórinn síðan rennur út, er hann fátækari en hann var, þegar hann streymir inn. Það, sem hér gerist, er, að frumfram- leiðsla sjávar fyrir utan sjávar- lónið er notuð sem næring fyrir botngróður inni í lóninu. Á botn- gróðrinum lifir síðan uppskeru- fiskurinn. 1 Lárósi á Snæfells- nesi mun sennil'ega svipað vera upp á teningnum að nokkru leyti, en sjór nær þar að streyma lítil- lega- inn í lónið. Víða eru hér- lendis náttúrulegar aðstæður, sem heppilegar kunna að reynast til fiskræktar á þennan hátt. Nauðsynlegt er þó að skilja þau lögmál til hlítar, sem hér eru á ferðinni, svo unnt reynist að gjörnýta aðstöðu hvers staðar. 317

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.