Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1972, Qupperneq 60

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1972, Qupperneq 60
Þorvarður Björnsson fyrrverandi yfirhafnsögumaður Fæddur14. nóvember 1889 Dáinn 4. júní 1972 Þorvarður fæddist 14. nóv. 1889 á Kirkjubóli í Bæjarnesi, A,- Barðastrandasýslu. Foreldrar hans voru Bjöm Jónsson, bóndi þar og síðar á Hrauni í Keldu- dal í Dýrafirði og lengi formaður við Isafjarðardjúp og konu hans Pétrínu Pétursdóttur. Sjómennskan varð honum hug- stæð og byrjaði hann ungur til sjós. Sigldi á flestum gerðum skipa, bæði innlendum og útlend- um. Hann tók próf frá Flensborg- arskóla í Hafnarfirði 1908 og far- mannaprófi frá Stýrimannaskól- anum í Reykjavík lauk hann 1912. Hinn 1. nóvember 1913 kvæntist Þorvarður eftirlifandi eiginkonu sinni Jónínu Ágústu Bjarnadóttur frá Skálará í Keldudal í Dýrafirði. Börn þeirra voru þessi: Petrína hjúkr- unarkona, Bjarni fórst með e/s „Heklu“ 1941. Elín lézt 1966 og Gunnar skipstjóri hjá Eimskipa- félagi íslands. Árið 1936 veitti Kristján X Danakonungur Þor- varði ,,Den Kongelige lönning medalie" og hann var sæmdur Gull-heiðursmerki Sjómanna- dagsins árið 1946, fyrir alveg sérstaklega mikið og gott starf, í þágu dagsins og að uppbyggingu Dvalarheimilis aldraðra sjó- manna. Þorvarður gekk í Skiostióra- félag Islands 30. mai’z 1938 og var í stiórn þess félags 24 ár sem ritari. Einnig sat hann á þingum Farmanna og fiskimannasam- bands Islands og í stjórn Sjó- mannadagsráðs um árabil. Þá var Þorvarður þingfulltrúi á þingum Fisk’félagsins í 30 ár. Þorvarður gerðist hafnsögumaður hjá Reykjavíkurhöfn í júlí 1923. Hann varð yfirhafnsögumaður árið 1928 og gegndi því starfi, þar til hann hætti vegna aldurs. Kynni mín af Þorvarði byrj- uðu 15. maí 1941, þegar ég réð- ist starfsmaður til Hafnarinnar. Hart nær 20 ár lá leið okkar sam- an, í starfi og einnig á sama tíma- bili störfuðum við mikið saman að félagsmálum, hann fyrir Skip- stjórafélag íslands, en ég fyrir Stýrimannafélag íslands. Það liggur því í hlutarins eðli, að margs er að minnast frá þessum árum. Þó mun Þorvarður verða mér minnisstæðastur frá starfi hans við Reykjavíkurhöfn. Eins og al- þjóð veit hertóku Bretar Island 1940. Þá urðu stór og mikil um- skipti í lífi smáþjóðar. En mér er nær að halda að hvergi hafi bylt- ingin orðið meiri en á Hafnar- svæðinu. Stríðið með öllum sínum buslagangi, krafðist aukins hraða og mikils athafnasvæðis, fyrir sín mörgu og stóru skip. Lítil höfn fámennrar þjóðar varð á svipstundu orðin miðdep- ill allra siglinga á Norður-At- lantshafi. Skip Breta, Banda- ríkjamanna, ásamt skipum frá öllum löndum bandamanna höfðu hér viðkomu, umhlóðu vörur, tóku vistir og margt fleira. Þessir breyttu tímar hlutu að koma hart niður á starfsmönnum Hafnarinnar og þá ekki sízt Þor- varði Björnssyni. Mitt álit er það, að Þorvarður hafi leyst starf sitt af hendi með mestu prýði og dugnaði. Það veit enginn, sem ekki hefur reynt það sjálfur, hvað erfitt það oft var, að leysa úr þörf íslenzku skipanna með lest- unar- og losunarpláss, þegar tvö stórveldi kröfðust samtímis svo og svo mikils athafnasvæðis fyrir sig og sín skip. En þetta tókst að framkvæma að mestu árekstrar- laust og átti Þorvarður þar stærsta þáttinn. Þorvarður Björnsson. Okkur undirmönnum hans, var full ljóst að oft var ónæðissamt hjá honum á vinnustað og ekki fór heimili hans varhluta af ónæð- inu, sökum sífelldrar símhring- inga, jafnt á nóttu sem degi. Nú er þessa heims ferðalagi yinar og góðs yfirmanns lokið. ÍVið starfsmenn Reykjavíkur- ffiafnar þökkum Þorvarði ágæta fforystu og gott og traust viðmót 5 áraraðir. Eftirlifandi eiginkonu, börn- hm, barnabörnum og öðrum ást- yinum, sendum við okkar innileg- fustu samúð. Þorvarður! Þar sem leiðir skilja nú um stund, eftir þitt anga og athafnamikla starf, ætla £g að kveðja þig með þessum orð- am skáldsins: Og nú fór sól að nálgast æginn, og nú var gott að hvíla sig. Og vakna upp úngur einhvern daginn með eilífð glaða kringum sig. Sigldu heill. Guð gefi þér góða landtöku. Theodór Gíslason. VlKINGUR 324
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.