Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1972, Side 62

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1972, Side 62
Skipherrar íslendinga í síöasta þorskastríÖi Við minnumst þeirra með þakklœti Islendingar eru við öllu búnir 1. sept. n. k. Ekki sízt eftir hinar vanhugsuðu og skilningslitlu sam- þykktir fjórtánmenninga Haagdómstólsins. Fyrstir í eldlínunni verða að sjálfsögðu varð- skipamennirnir. Ríður á miklu að skipherrar skip- anna séu starfi sínu vaxnir og láti skynsemi og ró ráða gerðum sínum. Framkoma og framkvæmdir skipherra okkar í síðasta þorskastríði var mjög til fyrirmyndar og allar athafnir í fyllsta skilningi við raunveruleg- an styrkleika. Sumir af þeim góðu mönnum eru nú horfnir til feðra sinna eða lifa í hárri elli. Nýir menn eru komnir í stað þeirra. Á þá mun nú reyna. Eru óskir okkar þeim til handa, að þeir rasi ekki um ráð fram heldur meti stöðustyrkleika sinn í samræmi við staðreyndir sem fyrirrennarar þeirra gerðu. Að því er engin skömm, þótt kannske verði sárt að þurfa eitthvað að hopa fyrir ofurefli veiði- þjófa, sem gerðir eru út af þekktum ofbeldisþjóð- um og eru vanastar því að láta vopnin tala. Eiríkur Kristófersson. Þórarinn Björnsson Jón Jónsson. Guðni Thorlacius. Pétur Jónsson. Áhöfnin á varðskipinu Þór í siðasta þorskastríði við Breta. 326 VlKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.