Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1972, Blaðsíða 63

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1972, Blaðsíða 63
Stýrimenn lítskrifaðir frá S týrimannaskólanum í Reykjavík 1904 með hið meira stýrimannapróf Tveir þekktir Vestman neying-ar út- skrifuðust frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík þetta ár. Þeir Lúðvlk N. Lúðvíksson, þriðji maður frá hægri í annarri röð og Jón Bjarnason, annar frá vinstri í efstu röð. Jón var þekktur borgari hér í Vestm. undir nafninu Jón seglasaumari, en hann vann hér við seglasaum og tóvinnu margs konar fram á síðustu æviár, einnig kenndi hann verklega sjóvinnu hér á stýri- mannanámskeiðum. Jón var tvíkvænt- ur; er sonur hans af fyrra hjónabandi hinn kunni læknir Bjarni Jónsson; síðari kona Jóns var Laufey Guðjóns- dóttir frá Fagurhól hér í Vestm., þau eignuðust tvö börn og er þeirra sonur Högni fyrrverandi stýrimaður. — Tek- izt hefur að grafa upp nöfn nokkurra til viðbótar. 1 fremstu röð frá vinstri: Salómon Jónsson, skútuskipstjóri á Vestfjörðum. Hann var fæddur í Barðastrandarhreppi 27. ágúst 1879. Sá er situr í miðið er óþekktur. Yzt til hægri: Kristján S. Magnússon skútuskipstjóri frá Bíldudal. Hann var sonur Magnúsar Kristjánssonar frá Lokinhömrum í Arnarfirði, sem lengi stjórnaði skútunni Rúnu og var mikill sjómaður og þótti snillingur að haga seglum. Bræður Kristjáns voru hinn landsþekkti aflamaður Ólafur Magnússon, skipstjóri á Eld- borgu, og Jón Magnússon, sem fórst hér austan Vestmannaeyja i aftaka suðvestan veðri með Fossanesi, þrí- mastra færeyskri skútu, sem hann var fiskilóðs á. Það gerðist ö. marz 1938. Önnur röð: Yzt til hægri er Sigurður Eggertsson, fæddur í Rauðasands- hreppi, Barðastrandarsýslu, 21. sept. 1876. Synir hans eru Halldór E. Sig- urðsson núv. f jármálaráðherra og Pét- ur Sigurðsson frkv.stj. í Víðinesi. Þriðja röð: Yzt til hægri er Sigurður Jóhannesson frá Höfða í Eyrarsveit, fæddur 2. febr. 1880. Hann var faðir Björgúlfs skrifstofustjóra hjá Sam- tökum Frjálslyndra og Vinstri manna. Sigurður var skipstjóri með kútter Grímsey, sem var gerður út frá Flatey í Breiðafirði, en sú útgerð hleypti miklu lífi í athafnalíf í Flatey um skeið upp úr 1910. — Fjórða og efsta röð: Ystur til vinstri: Ingimar Bjama- son, Önundarfirði, fæddur 8. maí 1877. Plann var með skip frá ísafirði, og gerðist síðar bóndi og formaður í Hnífsdal. Hans synir eru Bjarni Ingi- marsson, sá frægi togaraskipstjóri og aflamaður, sem lengst var með b/v Júpíter, og Halldór skipstjóri á tog- aranum Gylli, síðar Karlsefni. Afla- maður ágætur og traustur sjómaður, nýlátinn. — Aðrir, sem luku prófi frá Stýrimannaskólanum þetta ár og eru óþekktir á myndinni, voru (getið er fæðingarstaðar og árs): Eyjólfur Kr. Eyjólfsson, Garðaprestakalli, Gullbr.- sýslu, 8. júlí 1880, Finnbogi Finnboga- son, f. sama stað 5. janúar 1881, Frið- geir Guðmundsson, Súgandafirði 9. júlí 1878, Benedikt Árnason, Rvík, 17. des. 1883, Egill Egilsson, Gaulverja- bæjarsókn, Árnessýslu, 5. des. 1876, Einar Einarsson, Mýrdal, V-Skafta- fellssýslu, 1. des. 1881, Einar V. Jóns- son, Rvík, 20. Janúar 1885, Gísli Ad- ólfsson, Stokkseyri, 17. marz 1878, Guðmundur Magnússon, Biskupstung- um, Árnessýslu, 26. okt. 1879,, Guð- mundur H. Ólafsson, Njarðvíkurhr., Gullbr.sýslu, 24. nóv. 1875, Jón Jóns- son, Borgarfirði vestra, 2. apr. 1874, Jón Guðmundsson Waage, Stóru Vog- um, 24. nóv. 1884, Kristján Ámason, Rvík, 4. apr. 1881, Kristján Karl Magnússon, Stöðvarfirði, S-Múl., 16. júní 1876, Sigmundur K. Guðmunds- son, Suðurfjarðarhreppi, Barðastrand- arsýslu, 27. sept. 1872, Sigurður Á. Guðmundsson, Krísuvík, Gullbr.sýslu, 2. ág. 1883, Sigurður Oddson, Péturs- ey, V-Skaftafellssýslu, 24. apr. 1874, Þórarinn Bjarnason, Garðaprestakalli, Gullbr.sýslu, 12. apr. 1879, Þórður Magnússon, Stöðvarfirði, S-Múlasýslu, 13. janúar 1875, Þórður S. Vigfússon, Torfalækjarhi'., Húnavatnssýslu, 14. júní 1881. — Geta svo menn spreytt sig á að finna fleiri á myndinni, sem eru ef til vill forfeður þeirra sjálfra; eða ráðherra og annarra þekktra manna meðal þjóðarinnar. Þessi mynd birtist í Sjómannablaði Vestmannaeyja á s. 1. sumri, væri okk- ur kærkomið, ef einhverjir gætu upp- lýst nöfn þeirra manna, sem ekki hefur tekist að upplýsa á myndinni. VÍKINGUB 327
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.