Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1972, Blaðsíða 63
Stýrimenn
lítskrifaðir frá
S týrimannaskólanum
í Reykjavík 1904
með hið meira
stýrimannapróf
Tveir þekktir Vestman neying-ar út-
skrifuðust frá Stýrimannaskólanum í
Reykjavík þetta ár. Þeir Lúðvlk N.
Lúðvíksson, þriðji maður frá hægri
í annarri röð og Jón Bjarnason, annar
frá vinstri í efstu röð. Jón var þekktur
borgari hér í Vestm. undir nafninu Jón
seglasaumari, en hann vann hér við
seglasaum og tóvinnu margs konar
fram á síðustu æviár, einnig kenndi
hann verklega sjóvinnu hér á stýri-
mannanámskeiðum. Jón var tvíkvænt-
ur; er sonur hans af fyrra hjónabandi
hinn kunni læknir Bjarni Jónsson;
síðari kona Jóns var Laufey Guðjóns-
dóttir frá Fagurhól hér í Vestm., þau
eignuðust tvö börn og er þeirra sonur
Högni fyrrverandi stýrimaður. — Tek-
izt hefur að grafa upp nöfn nokkurra
til viðbótar. 1 fremstu röð frá vinstri:
Salómon Jónsson, skútuskipstjóri á
Vestfjörðum. Hann var fæddur í
Barðastrandarhreppi 27. ágúst 1879.
Sá er situr í miðið er óþekktur. Yzt
til hægri: Kristján S. Magnússon
skútuskipstjóri frá Bíldudal. Hann
var sonur Magnúsar Kristjánssonar
frá Lokinhömrum í Arnarfirði, sem
lengi stjórnaði skútunni Rúnu og var
mikill sjómaður og þótti snillingur
að haga seglum. Bræður Kristjáns
voru hinn landsþekkti aflamaður
Ólafur Magnússon, skipstjóri á Eld-
borgu, og Jón Magnússon, sem fórst
hér austan Vestmannaeyja i aftaka
suðvestan veðri með Fossanesi, þrí-
mastra færeyskri skútu, sem hann var
fiskilóðs á. Það gerðist ö. marz 1938.
Önnur röð: Yzt til hægri er Sigurður
Eggertsson, fæddur í Rauðasands-
hreppi, Barðastrandarsýslu, 21. sept.
1876. Synir hans eru Halldór E. Sig-
urðsson núv. f jármálaráðherra og Pét-
ur Sigurðsson frkv.stj. í Víðinesi.
Þriðja röð: Yzt til hægri er Sigurður
Jóhannesson frá Höfða í Eyrarsveit,
fæddur 2. febr. 1880. Hann var faðir
Björgúlfs skrifstofustjóra hjá Sam-
tökum Frjálslyndra og Vinstri manna.
Sigurður var skipstjóri með kútter
Grímsey, sem var gerður út frá Flatey
í Breiðafirði, en sú útgerð hleypti
miklu lífi í athafnalíf í Flatey um
skeið upp úr 1910. — Fjórða og efsta
röð: Ystur til vinstri: Ingimar Bjama-
son, Önundarfirði, fæddur 8. maí 1877.
Plann var með skip frá ísafirði, og
gerðist síðar bóndi og formaður í
Hnífsdal. Hans synir eru Bjarni Ingi-
marsson, sá frægi togaraskipstjóri og
aflamaður, sem lengst var með b/v
Júpíter, og Halldór skipstjóri á tog-
aranum Gylli, síðar Karlsefni. Afla-
maður ágætur og traustur sjómaður,
nýlátinn. — Aðrir, sem luku prófi frá
Stýrimannaskólanum þetta ár og eru
óþekktir á myndinni, voru (getið er
fæðingarstaðar og árs): Eyjólfur Kr.
Eyjólfsson, Garðaprestakalli, Gullbr.-
sýslu, 8. júlí 1880, Finnbogi Finnboga-
son, f. sama stað 5. janúar 1881, Frið-
geir Guðmundsson, Súgandafirði 9.
júlí 1878, Benedikt Árnason, Rvík, 17.
des. 1883, Egill Egilsson, Gaulverja-
bæjarsókn, Árnessýslu, 5. des. 1876,
Einar Einarsson, Mýrdal, V-Skafta-
fellssýslu, 1. des. 1881, Einar V. Jóns-
son, Rvík, 20. Janúar 1885, Gísli Ad-
ólfsson, Stokkseyri, 17. marz 1878,
Guðmundur Magnússon, Biskupstung-
um, Árnessýslu, 26. okt. 1879,, Guð-
mundur H. Ólafsson, Njarðvíkurhr.,
Gullbr.sýslu, 24. nóv. 1875, Jón Jóns-
son, Borgarfirði vestra, 2. apr. 1874,
Jón Guðmundsson Waage, Stóru Vog-
um, 24. nóv. 1884, Kristján Ámason,
Rvík, 4. apr. 1881, Kristján Karl
Magnússon, Stöðvarfirði, S-Múl., 16.
júní 1876, Sigmundur K. Guðmunds-
son, Suðurfjarðarhreppi, Barðastrand-
arsýslu, 27. sept. 1872, Sigurður Á.
Guðmundsson, Krísuvík, Gullbr.sýslu,
2. ág. 1883, Sigurður Oddson, Péturs-
ey, V-Skaftafellssýslu, 24. apr. 1874,
Þórarinn Bjarnason, Garðaprestakalli,
Gullbr.sýslu, 12. apr. 1879, Þórður
Magnússon, Stöðvarfirði, S-Múlasýslu,
13. janúar 1875, Þórður S. Vigfússon,
Torfalækjarhi'., Húnavatnssýslu, 14.
júní 1881. — Geta svo menn spreytt
sig á að finna fleiri á myndinni, sem
eru ef til vill forfeður þeirra sjálfra;
eða ráðherra og annarra þekktra
manna meðal þjóðarinnar.
Þessi mynd birtist í Sjómannablaði
Vestmannaeyja á s. 1. sumri, væri okk-
ur kærkomið, ef einhverjir gætu upp-
lýst nöfn þeirra manna, sem ekki
hefur tekist að upplýsa á myndinni.
VÍKINGUB
327