Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1975, Síða 2

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1975, Síða 2
Guðmundur Jensson: 30 ár liðm frá lokum síðan heimsstyrjaldar Maí er mánuður mikilla við- burða, þá lauk hatrömmum hild- arleik er hafinn var þriðja sept- ember 1939. Mörgum er eflaust kunnugt um, að sjóhernaðurinn hófst á sama dægri og herskarar Hitlers ruddust inn í Pólland, en að kvöldi sama dags sökkti þýslcur kafbátur breska stórskipinu At- heniu og má með sanni segja að styrjöldin hafi hafist með sama ofsa á Atlandshafi. Athenia var farþegaskip, 14000 smálestir, með á annað þúsund manns inn- anborðs, en 128 manns fórust. Árásin var gerð án viðvörunar og segja seinni tíma heimildir að hér hafi verið um mistök að ræða hjá þýska sjóhernum enda hafi Hitler orðið óhress við fregnirn- ar og vildi skella skuldinni á breta sjálfa. Skilyrðislaus uppgjöf þjóð- verja fyrir vesturveldunum skeði 8. maí 1945, en við rússa form- lega hinn 11. Hins vegar getum við Islendingar sagt að okkar stríði hafi lokið hinn 4. maí, því þann dag sendi Dönitz kafbátum sínum skeyti um að hætta öllum hemaðaraðgerðum og halda til hafnar. Ekki er að efa að óhug sló á alla sjófarendur, sem áttu leið um Atlantshaf eftir Atheniuslysið og sennilega ekki hvað síst á ís- lensku þjóðina, sem ekki átti aðra samgönguleið við umheim- inn. Sjómannablaðið Víkingur hóf göngu sína sumarið 1939 og í ár- göngum þeim, sem út komu með- í styrjöldinni á hafi úti og í erlendum höfnum var það stolt íslenskra sjómanna að sigla undir íslenska fánanum an á stríðinu stóð, eru géymdar mikils verðar heimildir um gang styrjaldarinnar og mun þar hafa verið getið allflestra skipa og manna er urðu fórnardýr hinna hrikalegu átaka, sem áttu sér stað á N-Atlantshafi þessi árin. Á víð og dreif í Sjómannablað- inu Víkingi, er getið um sjóslys íslendinga á styrjaldarárunum, bæði þeirra er urðu af hernaðar- orsökum, svo og margra annarra. En í mörgum tilfellum varð ekki úr því skorið, hvort skip hefðu farist af völdum náttúruhamfara eða styrjaldaraflanna. Hitt var ljóst, að manntjón íslendinga á sjó fór sívaxandi framan af styrj- öldinni og fórn þeirra var mikil og átakanleg. Árið 1939, þegar stríðið braust út, höfðu færri ís- lendingar drukknað en nokkurt annað ár, svo vitað væri. Þá fór- ust 11 lögskráðir menn. — Árið 1940 fórust 58 Islendingar, þar af 17 erlendir af styrjaldarorsökum. Mesta áfallið var Bragaslysið, en í því fórust 10 menn. Mátti þó furðu sæta, hversu vel gengu siglingar það ár, þegar þess er gætt, að á árinu sigldu íslensk skip yfir 800 ferðir um auglýst ófriðarsvæði. Á árinu fórust 6 vélbátar yfir 12 smálestir að stærð, 3 vélbátar undir 12 smá- lestum, 4 opnir vélbátar og 1 tog- ari. — Á þessu ári auðnaðist Is- lendingum að bjarga 1112 mönn- um úr háska sjávar og styrjald- ar, þar af 1093 frá 20 þjóðflokk- um öðrum en íslendingum. Næsta ár, 1941, var hið mikla slysa og skiptapaár. Þá fórust VÍKINGUR 122

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.