Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1975, Page 7
móti má segja að á sumum svið-
um hafi málum þokað ótrúlega
fram. Má fullyrða að nú hilli
loks undir lokaáfanga og ótvírætt
samkomulag er um ýmis mikil-
væg atriði. Bg nefni hér aðeins
þau mál, sem okkur skipta lang-
mestu, þ.e. réttindi ríkja til auð-
æfa undan ströndum sínum. Það
sýnist nú ótvírætt að almennt sé
viðurkenndur réttur strandríkja
til að helga sér svæði allt út í 200
sjómílur frá grunnlínum til hvers
konar nýtingar allra auðæfa, sem
þar finnast, og til allra ráðstaf-
anna er þau telja nauðsynlegar
þeirra vegna. Slík lögsaga er
nefnd efnahagslögsaga. Hins
vegar verði hin eiginlega land-
helgi minni eða líklega 12 sjómíl-
ur. Það sýnist almennur skilning-
ur að strandríkið eigi að hafa al-
geran forgangsrétt til nýtingar
allra auðæfa, lifandi sem dauðra,
innan efnahagslögsögunnar. Rætt
er um að geti strandríkið ekki
veitt allt það fiskmagn, sem vís-
indalega er sannað að veiða megi
á svæðinu, eigi það að veita öðr-
um þjóðum aðgang að því sem
umfram er. Sem stendur er
óvissa um það hver eigi að úr-
skurða og ákvarða um getu
strandríkis til að ná hinu eðlilega
hámarksmagni, en ísland og
önnur strandríki halda því fast
fram að strandríkið eigi sjálft að
ákveða um þessi atriði en aðrir
vilja fela það í hendur alþjóðleg-
um stofnunum.
En þrátt fyrir ýmis slík vafa-
atriði, sem enn er deilt um, er
hitt þó mikilvægast, að grundvall-
arreglan, 200 mílna efnahagslög-
saga, er almennt viðurkennd og
verður vart haggað úr þessu.
Hlýtur það að vera okkur Islend-
ingum fagnaðarefni því það tákn-
ar væntanlega endanlegan sigur í
harðri baráttu okkar fyrir óskor-
uðum yfirráðum yfir fiskimiðun-
um umhvefis land okkar. Það er
í rauninni mikil furða hve hröð
þróun þessara mála hefur orðið.
Hver hefði trúað þessu, jafnvel
1972, þegar fiskveiðilögsagan vai
færð út í 50 sjómílur og mætti
harðri andstöðu? Nú eru meira^
VÍKINGUE
að segja sumir hörðustu and-
stæðingar okkar þá orðnir fylgj-
endur 200 mílna efnahagslög-
sögu. Nú er ákveðið að færa út
efnahagslögsögu okkar í 200 míl-
ur á þessu ári og verður vart ann-
að sagt en að staðan til þess sé
hagstæð nú í ljósi þess sem að
ofan er sagt, þótt formlega hafi
þetta ekki hlotið staðfestingu á
alþjóðavettvangi enn.
Margvíslega önnur verkefni
Hafréttarráðstefnan fjallar að
sjálfsögðu um margt annað en
landhelgi, efnahagslögsögu og
fiskveiðar. Fjöldi misjafnlega
viðkvæmra vandamála eru þar til
meðferðar og eru sum víst vanda-
minni en þau sem við höfum mest-
an áhuga á. Áður en horfið er frá
ofangreindum vandamálum er
samt rétt að geta ágreiningsat-
riða þeim tengdum, sem geta
skipt okkur töluverðu. Þetta
varðar óbyggðar eða lítt byggð-
ar eyjar langt frá ströndum
heimaríkisins. Hvort þær eiga að
hafa eigin efnahagslögsögu. Eiga
Norðmenn t.d. að geta helgað sér
efnahagslögsögu í kringum Jan
Mayen og Bretar í kringum Rock-
all? Báðar þessar þjóðir hafa
áhuga á slíku. Þetta myndi að
sjálfsögðu skerða efnahagslög-
sögu okkar þar sem styttra er en
400 mílur til þessara eyja.
Eitt mikilvægasta verkefni
hafréttarráðstefnunnar varðar
stjórn á hafsvæðinu utan lögsögu
einstakra ríkja, en það svæði er
í hátíðlegum yfirlýsingum nefnt
„sameiginleg arfleifð mannkyns".
Hafsbotninn hefur að geyma ým-
iss konar málma og efni, sem
nýta má til margra hluta og er
þegar fyrir hendi mikill áhugi á
að auka rannsóknir á þessu sviði
og hef ja vinnslu. Ráðstefnan á að
setja reglur um þá alþjóðastofn-
un, sem hafa á með höndum
stjórn þessa svæðis og ákveða
nýtingu þess. Hér togast á margs
^jjíonar hagsmunir, m.a. tækniþró-
aðra ríkja, sem bíða með óþreyju
-»eftir að því takast á við þessi
verkefni og hefja vinnslu, og svo
,, hins vegar hagsmunir hinna van-
llþróuðu ríkja, sem ekki vilja
missa af arðinum af þessari nýt-
ingu.
Mengunarmál hafsins
Á síðustu árum hefur mönnum
æ betur orðið ljós nauðsyn þess
að verja hafið gegn alls kyns
mengun, hvort sem hún kemur
frá landi eða frá skipum. Um-
gengni við hafið hefur mótast
mjög af því að „lengi taki sjór-
inn við“ en nú sjá menn að þessu
sem öðru eru takmörk sett. Það
er eitt af verkefnum ráðstefn-
unnar að setja heildarreglur um
þessi efni. Þótt allir séu hins veg-
ar sammála um nauðsyn slíkra
reglna þá eru menn langt frá því
að vera sammála um leiðir að
markinu en sá skoðanaágreining-
ur endurspeglar venjulega mis-
munandi hagsmuni ríkja. Mikil
deila er t.d. um það hvernig regl-
ur eigi að gilda varðandi mengun
frá skipum, hver eigi að geta sett
slíkar reglur og framfylgt þeim,
ef á þarf að halda. Mörg strand-
ríki, þ. á m. ísland, hafa lagt til
að strandríki eigi að geta sett
reglur um þessi efni í efnahags-
lögsögu sinni og framfylgt þeim
gagnvart skipum annarra þjóða,
sem þar sigla um. Önnur ríki,
sem eiga mikla skipaflota, og
vilja tryggja sem greiðastar sigl-
ingar, telja að alþjóðlegar reglur
eigi að gilda um mengunarvarnir
í sem ríkustum mæli og síðan
eigi heimaríki skipsins aðallega
að annast refsiframkvæmdina en
strandríki eigi yfirleitt ekki að
geta truflað siglingu skipsins.
Ég hef sett hér á blað nokkrar
hugleiðingar um starf og við-
fangsefni hafréttarráðstefnunn-
ar. Ég bið menn að minnast þess
að þetta er skrifað þegar fund-
irnir í Genf eru hálfnaðir og því
ekki unnt að gera sér í stórum
dráttum grein fyrir því hver
verður endanlegur árangur af
þeim. Það er hins vegar von mín
að þessar hugleiðingar hafi getað
orðið til að gefa lesendum ein-
hvern fróðleik um verkefni og
störf ráðstefnunnar.
Að lokum óska ég öllum sjó-
mönnum gleðilegs sjómannadags.
Haraldur Henrysson.
127