Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1975, Blaðsíða 9

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1975, Blaðsíða 9
Aðalfundur Öldunnar Aðalfundur Skipstjóra- og stýrimannafélagsins „öldunnar“, Reykjavík, var haldinn að Báru- götu 11 þann 15. febrúar sl. Á fundinum var kosin ný stjórn fyrir félagið til næstu tveggja ára. Eftirtaldir aðiljar hlutu kosningu sem aðalmenn: Formaður var kjörinn Guðmund- ur Ibsen og aðrir í stjóm, þeir Björn Ó. Þorfinnsson, Haraldur Ágústsson, Þorvaldur Árnason, Ingólfur Þórðarson, Benedikt Ágústsson og Filip Höskuldsson. Aðalfundur Skipstjórafélags Norðlendinga var haldinn á Ak- ureyri 9. jan. 1975. f upphafi fundar minntist for- maður Böðvars heitins Steinþórs- sonar bryta, er þá var nýlátinn, og vottuðu fundarmenn hinum látna virðingu sína með því að rísa úr sætum. Þá var einnig kosið í Trúnaðar- ráð félagsins og í stjórn Styrkt- ar- og sjúkrasjóðs þess. Á sl. hausti andaðist Loftur J úlíusson, þáverandi formaður félagsins. Loftur var einnig starfsmaður þess mörg undanfar- in ár, auk þess sem hann gegndi fjölmörgum öðrum trúnaðar- störfum fyrir félagið. Stjórn félagsins hefur nú ráð- ið nýjan starfsmann, Þórð Svein- björnsson, og hóf hann störf 1. mars sl. Formaður rakti því næst störf félagsins á liðnu ári. Þá var lýst stjórnarkjöri og er hún svo skipuð til næstu tveggja ára: Formaður: Baldvin Þorsteins- son, Kotárgerði 20, Akureyri; ritari: Friðþjófur Gunnlaugsson, Hamarsstíg 33, Akureyri; gjald- keri: Jónas Þorsteinsson, Strand- götu 37, Akureyri; meðstjórn- endur: Björn Baldvinsson, Byggðavegi 138, Akureyri, og Kristján Ásgeirsson, Horn- brekkuvegi 8, Ólafsfirði. — Vara- formaður: Ólafur Aðalbjörnsson, Grænumýri 14, Akureyri, og aðr- ir í varastjórn: ritari: Matthías Jakobsson, Dalvík; gjaldkeri: Árni Ingólfsson, Akureyri; með- stjórnendur: Jóhann Sigur- björnsson, Hrísey, og Ingvar Hólmgeirsson, Húsavík. Margur maðurinn segir við sjálfan sig og jal’nvel aðra: það kemur aldrei neitt fyrir mig Þetta eru staðlausir stafir, því áföllin geta hent hvern sem er.hvar sein er. Það er raunsæi að tryggja. Hikið ekki — Hringið strax ALMENNAR TRYGGINGAR” Pósthússtræti 9, sími 17700 Aðalfundur Skipstjórafélags NorðlendinRa VÍKINGUR 129

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.