Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1975, Síða 12

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1975, Síða 12
★ Sá fulli: „Hikk, segðu mér, lög- regluþjónn, hvar er ég?“ Lögregluþjónn: „Þú er á horni Laugavegs og Frakkastígs." Sá fulli: „Slepptu nú smáatrið- um. í hvaða borg er ég?“ ★ Skothræddur „Þér segið að þér hafið verið 30 m frá staðnum, sem fyrra skotinu var hleypt af. Hve langt voruð þér frá honum, þegar þér heyrðuð annað skotið?“ „500 metra.“ ★ Presturinn hafði lagst veikur og kvöldið fyrir messudaginn bað hann meðhjálparann að lesa sína venjulegu bæn úr kórnum, áður en hann tilkynnti messufall. Meðhjálparanum fannst nokk- uð til um þetta hlutverk sitt og byrjaði þannig: „Nú geri ég á gólfinu það sem presturinn okkar gerir í stóln- um.“ ★ Tveir gamlir vinir hittust eftir mörg ár og höfðu margt að spjalla um. „Á föstudaginn kemur,“ sagði annar, „hefi ég unnið hjá sama forstjóranum í 25 ár og þá fæ ég veislu og hefi von um að fá kaup- hækkun.“ „Og ég,“ andvarpaði hinn, „ég á bráðum silfurbrúðkaup og það verður veisla, — og útgjöldin fæ ég, en enga stöðuhækkun." rHeimilislegt , „Ég er eitthvað svo slappur,“ sagði eiginmaðurinn eftir kvöld- verðinn. „Já, elskan mín, vertu ekkert að hugsa um uppþvottinn í kvöld,“ sagði konan. „Þú getur gert það áður en þú ferð í vinn- una í fyrramálið.“ ★ „Hvaða helv. hávaði er þetta við miðasöluna," spurði bíóstjór- inn. „Það eru tveir Skotar, sem eru að reyna að komast inn á sama miðanum. Þeir segja að þeir séu hálfbræður.“ ★ Presturinn og meðhjálparinn sátu og spjölluðu saman eftir messuna. „Ojá, gott eigum við að vera lausir við allt þetta stríð og eymdina úti í heiminum," sagði djákninn. „Já, það er nokkuð til í því, — en ég hefi nú alltaf söfnuðinn að stríða við,“ andvarpaði prestur- inn. ★ Það þykir nokkuð öruggt fyrir- brigði í hjónaböndum eldri manna og ungra eiginkvenna, að þolinmæði og umburðarlyndi þeirra þverr í réttu hlutfalli við bankainnstæðuna. Óþekktur heimspekingur. ★ Kæri vinur, manstu þegar þú misstir niður um þig buxurnar? Þú stóðst við töfluna í barnaskól- anum. Drykkjumenn — Timburmenn í ölvímu yrki ég kvæði, Brosandi birtast mér meyjar eignast flest heimsins gæði. blasa við Suðurhafseyjar. Mér Mammon í lotningu lýtur og líf þar til mjöðinn þrýtur. Ég heilmörgum gáfum er gæddur til giftu og afreka fæddur. Hleyp stoltur á stökkbrautum andans er stallbróðir Drottins og fjandans. Stíg listdans á lífsvelli hálum svo lengi sem vín er í skálum. Ég er hetja sem heimurinn dáir því hinir þeir eru svo smáir. Ég daðra við dnottningar einar dvelst ei við torfærur neinar. Æsku til eilífðar kaupi aðeins ef vín er í staupi. Máttvana brölti á beði búin er þessi gleði. Gýs hinum gulltæru veigum er gómsætar reyndust í teigum. Fjör gerist lamað og lúið loksins er áfengið búið. Víst er það vilji og kraftur að vakna til lífsins aftur Ömurlegt allt er í heimi iðnaðarmenn á sveimi. Burtu er frægðin og framinn nú fer ég í hversdags haminn. Bjami Runólfss. frá Hornafirði: VÍKINGUR 132

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.