Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1975, Síða 19
þetta séu nothæf skip á þessar
veiðar. Svona hefur þróunin
verið.
Trillubátar vcr«Va áfram
gcrðir út —
Tugarastillinn a«V brcytast
— Ég er ekki svo mikill bylt-
ingamaður, að ég vilji leggja
hömlur á trillubáta, línu- og
netabáta í gamla stílnum. 1
lieimabæ mínum eru tugir af
trillubátum, sem ganga til
veiða á sumrum og fólkið
er hamingjusamt. Meginstefn-
una í hráefnisöflun verður hins-
vegar að móta af stjórnvöldum,
þótt nauðsynlegt sé líka að við-
fangsefni almennings í útgerð
fái að þróast, sem verið hefur.
Við sitjum uppi með allskonar
báta, sem í raun og veru hafa
ekki verðug viðfangsefni nema
um blá vertíðina. Þetta eru gaml-
jr bátar, mestan part. Hin opin-
bera stefna á að vera fólgin í því
að tryggja skip, sem geta aflað
hráefnis allt árið og veitt sjó-
mönnum okkar þau bestu skil-
yrði, sem unnt er að veita.
Togarastíllinn er að breytast.
Við heima þekkjum þetta orðið
vel, því við höfum áratuga-
reynslu af togurum og nokkurra
ára reynslu í útgerð skuttogara.
Þegar skipin koma að landi,
stendur skipshöfnin upp á búin
og fer í land, þegar búið er að
binda. Þá taka gamlir sjóarar og
kafteinar við og sjá um allt um
borð og þegar skipið siglir á
veiðar eftir sólarhring, eða svo,
er allt klárt og búið að sjóbúa og
jafnvel búa um rúmin og elda
mat.
Túrinn tekur aðeins viku, eða
svo. Það heyrir til liðnum tíma
að togarar séu á veiðum 15—20
daga eins og víða tíðkast enn og
svo er gumað af því á eftir í
blöðunum, að þessi og hinn hafi
landað svo og svo miklum afla
og svo fer mikið af þessu í 2. og
3. flokk, segir Lúðvík Jósepsson,
alþingismaður, að lokum.
Skoðun og viðgerðir
gúmmíbáta allt árið.
Kókosdreglar og ódýr
teppi fyrirliggjandi.
GÚMMÍBÁTAÞJÓNUSTAN
Grandagarði 13 - Simi 14010
Skipamálning - Utanborðsmálning Botn-
málning - Lestalakk - Lestaborðlakk
Skipalakk - HARPA HF.
VÍKINGUR
139