Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1975, Síða 23
bendir sögumaður á, að jörðin
Reykjavík var komin á tvist og
bast eftir 200 ár. Getur lesand-
inn vart varist þeirri hugsun, að
stefna beri að því nú að færa
landnám Ingólfs í upprunalegt
liorf, með einhverju móti, þótt
» ekki séu aðferðir Bessastaða-
manna þær einu réttu til þess að
komast yfir land.
Fróðlegt er líka að lesa um
embættismenn og hvernig sjálf-
stæði Reykjavíkur fylgir sjálf-
stæði íslensku þjóðarinnar. Borg-
inni var stjórnað með tilskipun-
um og geðþótta embættismanna
til ársins 1836 að stiftamtmaður-
inn Krieger gefur út erindis-
bréf fyrir bæjarfulltrúa, sem þó
voru valdalitlir. Þessum kafla
lýkur höfundur árið 1972, er
Geir Hallgrímsson lætur af starfi
borgarstjóra í Reykjavík, en þá
er mikið vatn runnið til sjávar
frá borgarstjóraárum Ingólfs
og þeirra feðga.
Við þetta síðasttalda er því við
að bæta, að bókin er ekki í kon-
ungasögustíl, þar sem valdatími
konunga (borgarstjóra) er talið
sérstakt sögulegt tímabil, einsog
oft er til siðs í sagnfræðiritum.
Snöfurlegasti borgarstjóri
Reykjavíkur hefur verið Jörund-
ur hundadagakonungur, en hann
bjó í Hafnarstræti 4, þar sem nú
er bókabúð Snæbjarnar, en borg-
arstjóraskrifstofan var í Karna-
bæ.
Þessi kafli bókarinnar er list-
ræn og skemmtileg lesning.
Það gefur auga leið, að ekki
er unnt að rekja efni þessarar
bókar ítarlega í blaðagrein. Saga
er rakin, sagt frá hitaveitu,
byggingum, brunavörnum, stræt-
isvögnum, sjávarútvegi, iðnaði,
verslun, kirkjumálum, fjármál-
um, líka listum og vísindum og
frá félagsmálum og fjölmörgu
öðru. Það er afrek útaffyrir sig,
hversu víða er komið við, án þess
að endurtekningar séu bagalegar.
Sér í lagi er kaflinn um mynd-
listir góður og reyndar um allar
listir. Auðvitað er svona bók
konungsveisla, þar þyrfti að
bjóða fleirum, en rými er fyrir
við borðið. Aftast er nafna- og
atriðaskrá, sem gefur bókinni
aukið gildi, sem uppsláttarrit.
Fjöldi mynda gefur bókinni
einnig umtalsvert gildi. Hefur
söguritari víða leitað fanga við
öflun þeirra og annarra stað-
reynda.
Páll Líndal er kunnur fyrir af-
skipti sín af borgarmálefnum og
sveitarstj órnarmálum yf irleitt.
Hann er vel ritfær, hefur auga
fyrir húmör og ritar viðfeldin,
listrænan stíl. Það er mikill
fengur að þessu riti. Margt vant-
ar auðvitað, en það er reynsla af
slíkum ritum, að þau þurfa end-
urskoðunar við og batna í hverri
nýrri útgáfu, sem gerð er. Ég
vildi t.d. benda á að skúta á bls.
111 er REYKJAVÍK, skip Geirs
Zöega. Upphaflega keypt til há-
karlaveiða en gekk á sumarfiski
við Austfirði á sumrum. Um
hana hefur talsvert verið ritað,
m.a. af Sigurði frá Balaskarði,
ef ég man rétt, en skipherra var
Markús Fr. Bjarnason, fyrsti
skólastjóri Stýrimannaskólans í
Reykjavík. Þetta vil ég fá í næstu
útgáfu. Geirs Zoéga er minnst
og má bæta því við kaflann um
hann á bls. 109, eða þar sem rætt
er um Markús. Það er bókaút-
gáfan Askur, sem gefur bókina
út og er hún hin vandaðasta. I
undirtitli stendur þetta: Reykja,-
vík í ellefu aldir.
FISKVERKENDUR
ÚTGERÐARMENN
ALLAR
TEGUNDIR
KLÖRTÆKJA fyrir
VINNSLUSTÖÐVAR,
FISKISKIP og BÁTA
EINNIG: KLÓRMÆLITÆKI,
KLÓRGASGRlMUR.
GASKLÓRTÆKI.
BÁTAKLÓRTÆKI VATNSKLÓRTÆKI
tlMÁRNIÓLAFSSON &CO.SÍMI 40088
VÍKINGUR
143