Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1975, Síða 30

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1975, Síða 30
Hekla með bílum um þjóðvegi (hrað- brautir) landsins og hugðist með því einkum vinna þrennt: a. Létta stórlega umferð um þjóðvegina, því að engir bílar töfðu umferðina til jafns við vörubíla eða gerðu framúrakstur eins hættulegan. b. Vernda þjóðvegina gegn skemmdum, því að engir bílar skemma vegina til jafns við hina þyngstu vörubíla. c. Beina vöruflutningunum í vaxandi mæli yfir til ríkisjárn- brautanna, sem reknar hafa ver- ið með verulegum rekstrarhalla í V estur-Þýzkalandi, sem víðast eða alls staðar annars staðar, meðfram vegna skorts jafnra verkefna. En járnbrautasamgöng- ur munu yfirleitt í 'grannlöndum þykja ekki síður nauðsynlegar en skipulagðar strandsiglingar hér og gegna líku hlutverki. 10. Nú er það vitað, að margt fólk, einkum á Austur- og Vest- urlandi, er óánægt með ferðatíðni strandferðaskipa, sem minnkað hefur með fækkun strandferða- skipa í farþega-, póst- og stykkja- vöruflutningum frá því sem var, t.d. á árunum 1948—1966, þegar Skipaútgerðin hafði 4—5 skip (Esju II, Heklu I, Herðubreið, Skjaldbreið og að nokkru leyti Herjólf frá 1959) í hinum lengri strandferðum, en hefur nú aðeins tvö skip, Esju III og Heklu II, sem eru ekki eins hraðskreið og nöfnur þeirra voru, farþegaskipin — með samtals 300 svefnrúmum. Núverandi strandferðaskip geta í sínum hér um bil hálfsmán- aðarlegu ferðum flutt meira vörumagn yfir árið en öll hin fyrri skip, þannig að hver við- koma hinna nýrri skipa er í raun og veru verðmætari, einhliða í sambandi við vöruflutning, en fólki, sem nota þarf strandferða- skipin, er þetta ekki nægjanlegt. Tíðni ferða til vöruflutninga og möguleikar til farþegaflutnings hafa einnig sína þýðingu. Samkvæmt framangreindu verður að álíta, að þróun mála í opinberum fjárfestingum og margþættu fyrirkomulagi, hafi á undanförnum árum kreppt mjög að strandsiglingaþjónustunni um- fram það, sem hyggilegt og hag- stætt megi telja fyrir þjóðarbúið, og sé nauðsynlegt að bæta úr þessu, en það sem næst liggur virðist: a. Að bæta afgreiðsluaðstöðu strandferðaskipanna til hraðari afgreiðslu, öruggari og betri með- ferðar varnings og til minni tafa ökutækja viðskiptamanna. Auka þarf vélræna út- og uppskipun í stöðluðum einingum og þar með fjárfestingu í lyftitækjum, vöru- pöllum og gámum. b. Fjölga þarf strandferðaskip- um til aukinnar tíðni og nauðsyn- legs öryggis, því að eins og nú er háttað, skapast strax meira eða minna vandræðaástand í flutn- ingamálunum, ef eitthvert af nú- verandi strandferðaskipum for- fallast. Um er að ræða þjóðfélagslegt öryggi, sem óhyggilegt virðist að láta standa svo tæpt sem gert er, enda blasa við ýmsar fjárfesting- ar með fyrirgreiðslu ríkis og banka, sem sýnast miður þarfar. 11. Að gerðum framangreind- um ráðstöfunum, má gera ráð fyrir, að hinir mestu langleiða- flutningar bíla með þungavarn- ing gætu að verulegu leyti lagzt niður, og ætti það að valda mikl- um sparnaði á vegakostnaði og í rekstri og fjárfestingu í sam- bandi við bíla. Allir munu samt skilja að góð- ar samgöngur í hvaða mynd sem er, kosta verulega fjármuni, líkt og áburður til gróðurs jarðar, en góðar samgöngur munu skila arði með svipuðum hætti, ef rétt og hyggilega er á haldið. Samgöngur á landi, sjó og 1 lofti eru allar mikilvægar lands- búum, en í yfirstjórn er aðalat- riðið að finna hvaða blanda þess- ara samgöngugreina er heppileg- ust á hverjum stað og tíma. VÍKINGUR 150

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.