Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1975, Blaðsíða 3
enda og samkomusalurinn var ófull-
gerður og var það reyndar tvo fyrstu
áratugina, sem skólinn starfaði. Lóð
ófrágengin í tvo áratugi eða meir.
Húsið var byggt á vondum tím-
um. Stríðstímum, þegar vont var að
fá gott efni til húsagerðar. Húsið var
því um margt vanbúið að mæta rysj-
óttu veðurfari, en vert er að vekja
athygli á því að það stendur á hæsta
stað í Reykjavík, undir vatnsgeymi
þeim er sér miklum hluta borgarinn-
ar fyrir sjálfrennandi vatni. Húsið
stóð eitt sér í storminum og á ber-
svæði. Veðrun var því meiri en á
öðrum stöðum í borginni, því þar
voru engin skjól.
Síðan húsið var byggt hafa orðið
miklar framfarir í smíði húsa. Þetta
á ekki síst við um stórbyggingar.
Tvöfalt gler var óþekkt og hús með
stórum gluggum slöguðu í vissu hita-
stigi. Gluggarnir í Sjómannaskólan-
um urðu aldrei þéttir og hefur húsið
alla tíð lekið með gluggum.
I sunnanveðrum, rigningu og roki
verður húsvarðarfólkið oft að standa
uppi heilu næturnar og ausa „skip-
ið“ til þess að reyna að varna
skemmdum. Það sama verður að
gera á daginn.
Þegar við komum var stór pollur
í einni stofunni.
Þakið á skólahúsinu er úr kopar.
að var gott þak þar til í fyrra að
það byrjaði að losna, en þá var
gengið í að bjarga því frá að slást
í för með vindinum.
Þetta með einfalda glerið og glugg-
ana hefur verið aðal vandamálið.
Reynt hefur verið í þrjátíu ár að
þétta gluggana, með litlum árangri
og bak við þunnt glerið hefur verið
reynt að halda námskeið í stillingum
kynditækja og útskrifa menn sem
Við komum snemma morguns, en þá var að mestu búið að „ausa skipið“. Þó
má enn sjá poll á gólfinu í kennslustofu vélskólans.
Jónas Sigurðsson, skólastjóri Stýrimannaskólans og Andrés Guðjónsson,
skólastjóri Vélskólans skýra mál skólans fyrir greinarhöf.
stjóra er við þessa stofnun starfa,
til yfirvaldanna.
Fé áætlað til viðhalds Sjómanna-
skólans á framlögðum f járlögum eru
7,6 milljónir króna.
Meðal mála sem komu til um-
ræðu á nýafstöðnu þingi Farmanna-
og Fiskimannasambands Islands í
síðasta mánuði var Sjómannaskól-
inn. í framhaldi af ömurlegum tíð-
indum af skólahúsinu sjálfu, fóru
ritstjórar Sjómannsblaðsins Víkings
á stúfana, minnugir þess að á sínum
tíma var það FFSÍ og Víkingurinn,
sem börðust harðast fyrir byggingu
Sjómannaskólans, sem bjó við afleit
skilyrði í gömlum úr sér gengnum
húsum. Við hittum að máli þá Jónas
Sigurðsson, skólastjóra Stýrimanna-
skólans og Andrés Guðjónsson,
skólastjóra Vélskólans og spurðum
tíðinda; ræddum þau vandamál
skólans, er snúa að veðurfari, vatni
og vindum.
Eftir þeim er þetta ritað, sett sam-
an í eitt, en þeir eru sammála um
útlitið að mestu.
Sjómannaskólinn var tekinn í
notkun árið 1945. Þá var margt eftir
ógert og fengu skólarnir í rauninni
aðeins hluta af húsinu til umráða.
Veðurstofan fékk húsrými í austur-
VÍKINGUR
389