Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1975, Síða 5

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1975, Síða 5
Bekkur í vélskólanum, þar sem við sáum poll á gólfinu. fara út meðal lýðsins til þess að kenna sparsemi og það hvernig menn spara fé með tvöföldu gleri. Þeii hafa á reiðum höndum í skólan- um, að tvöfalt gler og Danfos rofar á ofna myndi lækka hitakostnaðinn um 1/3 til helming og fjárfestingin myndi skila sér aftur á 2—3 árum. Það segir okkur að búið sé að eyða í umframhita, sem jafngilti því að skipta um gler í húsinu og setja tvö- falt tíu sinnum. Samt hefur ekkert verið gert. að er því ekki að undra þótt nemendur í hitastillingu séu oft dálítið daufir í dálkinn í tímum í Sjómannaskólanum. Auk þeirra beinu óþæginda sem því er samfara, að þurfa að standa í vatnsaustri inni i kennslustofunum, og þurfa að hlusta daglangt á dap- urlegt flautið og súginn í vindinum, því að þetta stóra hús er orðið að vindhörpu með árunum og vælir ámátlega í stormi, þá tapa fræðin vissri virðingu líka. Því veldur ekki aðeins sá tvískinnungur, sem í því er fólginn að kenna öðrum það sem maður gerir ekki sjálfur, einsog þetta með hitastillinguna. Á dapurlegu loftinu húkir heimavistin niður dröbbuð með vondum húsgögnum og slaga. Enginn fiskibátur er svona illa búinn í stakk og nemendur hlaupa burt í vistlegri staði eins oft og þeir geta og loka augunum á kvöldin með hrolli þess manns, er sofnar út af uppi á heiði. Hinn þurri friður heimilanna er ekki til hér og rakastigið er þar sem sálin byrjar að finna til. Við þessar aðstæður verður yndi vísinda minna og trúin á lífsstarfið lætur undan. Nemendur eru líka verr settir en aðrir. Hér er engin sundlaug til sundkennslu og sundiðkunar, og á maður þó von á að sjómenn kunni að þurfa að grípa til sundsins sér til bjargar. Ekkert leikfimihús sem svarað getur íþróttaáhuga þessarar stæltu æsku, sem húsið situr. Þeir fá aðeins að skreppa í leikfimihöll kennaraskólans sem þarna er á næstu grösum, en það verður þó oft að vera um helgar, þegar kennarar og kennaranemar eiga fri. Þarna er því öfugur skrúfgangur líka á hlutunum. Næst gluggunum er húsið sjálft að utan. Múrpússning er víða sprung- in og það eru sumir veggir líka. Steinrennur eru byrjaðar að falla til jarðar, stór skörð eru víða. Ef húsið er litið í fjarlægð er það reisulegt og vel búið. Annað mál er það þegar upp að því sjálfu er kom- ið, því þá blasa sprungurnar við svo einna helst virðist útlit fyrir að það hafi sloppið nauðlega úr stríði. Steypan er lin og veðrin eru hörð, því „legsteinninn springur og letur hans máist í vindinum" eins og skáldið sagði. Jafnvel hafnarmannvirki slyppu ekki ósködduð við 30 ára veðraham uppi á Vatnsholti hugsar maður með sér og minnist þess, þegar við bárum Þessi mynd er ekki vel tekin, en samt má greina skemmdir á sólbekkjum og gluggum, sem eru nánast sagt morknir af vatnsaga þriggja áratuga. VÍKINGUR 391

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.