Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1975, Side 7
allan þennan vind í fanginu upp í
skóla, heilu veturna. Veðrun þessa
húss er því skiljanlegri; meðfæddur
lekinn.
Við lifum á erfiðum tímum og
fiskur okkar er smár og vondur.
Þetta eru ekki kröfugerðartímar
segja stjórnmálamennirnir og menn
biðja almennt ekki um neitt um-
fram það nauðsynlegasta. Sumir fá
ekki einu sinni það nauðsynlegasta
og það er dýr stefna, því miðað við
verðlagið í sumar hefði það kostað
um 46 milljónir króna að koma
skólahúsi Sjómannaskólans í viðun-
andi horf.
Þaö, sem betur fer.
Það væri ósanngjarnt að geta þess
ekki sem betur hefur tekist við skóla-
húsið. Nýlega var gengið frá sam-
komusalnum, sem er ágætur. Þar
var um tíma messað yfir Vatnshylt-
ingum, eða Háteigssókn, en svo
fengu þeir kirkju og þá fékk hver
sitt, guð almáttugur og Sjómanna-
skólinn. Þá var gengið frá lóð á ó-
dýran, en viðunandi hátt.
Tekist hefur að koma snyrtiher-
bergjum skólans í gott horf, en áð-
ur var migið milli veggja í skól-
anum, því skálar héldu naumast
þvagi. Eru snyrtiherbergin til mik-
illar fyrirmyndar nú. Matsalur hef-
ur verið lagfærður.
Um þetta þykir skylt að geta. En
hvernig er skólanum tekið af fjár-
veitingavaldinu að öðru leyti.
í skólunum þrem eru rúmlega
600 nemendur. 350 í vélskólanum,
tæpir 200 i stýrimannaskólanum og
afgangurinn er svo í Hótel- og veit-
iugaskólanum, sem hefur hluta af
húsrými sínu hér. Loftskeytaskólinn
hefur flutt annað, þó menn séu ekki
allir jafn ásáttir með það.
Kennarar við skólana skipta tug-
um.
Skólastjóri Stýrimannaskólans tel-
ur að slakar fjárveitingar hafi ekki
skaðað sjálfa kennsluna. Þeir fá
nægilega marga kennara og þann
nauðsynlega tækjakost sem þarf til
þess að skólinn sé hliðstæður sam-
bærilegum stofnunum erlendis.
Um vélskólann gegnir öðru máli.
Hann er landsskóli með 400 nem-
endur (fljótlega). Honum eru á-
ætlaðar 63 milljónir króna á fjár-
lögum og 3.6 milljónir til tækja-
kaupa.
Bændaskólinn á Hvanneyri fær 67
milljónir til sinna þarfa.
Sem dæmi um vanbúnaðinn er
það t.d. að vélskólinn hefur að-
eins umráð yfir 5 rennibekkjum en
þyrfti helmingi fleiri ef vel ætti að
vera.
Vélasalir skólans eru fullir af úr-
eltu vélarusli, sem ætti fremur heima
á söfnum en í húsnæði sem ætlað er
undir nútíma vélfræði. 3.6 milljónir
hrökkva ekki fyrir smumingi og
varahlutum. Vélasalirnir eiga ekki
einu sinni algengustu vélar og tækja-
búnað sem komið er fyrir í nýlegum
vélbátum á íslandi.
Við klvkkjum svo út með bréfi
Sjómannaskólans til stjórnarráðsins
dags. 27.10. 1975 um ástand skól-
ans og nauðsynlegar fjárveitingar til
þess að sinna því brýnasta:
,.Undirritaðir skólastjórar leyfa
sér að fara þess á leit við hið háa
ráðuneyti að það beiti sér fyrir því
að fjárveiting til viðhalds sjómanna-
skólahússins verði hækkuð verulega
frá því sem er í fjárlagafrumvarpi
fyrir árið 1976.
í frumvarpinu er gert ráð fyrir
7,6 millj. kr. fyrir þennan lið. Með
þessari fjárhæð sjáum við ekki fram
á að hægt sé að gera neitt verulegt
átak að því er snertir mjög aðkall-
andi viðgerðir á skólahúsinu, en eins
og áður hefur komið fram þarf að
skipta um alla glugga vegna leka og
setja tvöfalt gler, gera við þakrenn-
ur sem eru að falli komnar og taka
heimavistina til gagngerðrar lagfær-
ingar (smíða skápa, endurbæta lýs-
ingu og mála) þannig að ekki þurfi
að fyrirverða sig fyrir búnað nem-
enda þar.
Við leyfum okkur því að fara
fram á að fé til viðhalds Sjómanna-
skólans fyrir árið 1976 verði hækkað
úr 7,6 millj. í 25 millj. kr.
Samkvæmt fylgiskjali er áætlað-
ur kostnaður við að skipta um glugga
í suður- og vesturhlið Sjómanna-
skólans kr. 16.178.000. Auk þess til
lagfæringar heimavistar 4 millj. kr.
og annað viðhald 3.4 millj. kr. eða
samtals 25 millj. kr. Þess skal getið
að þessi áætlun er miðuð við verðlag
sl. vor. Að öðru leyti vísast til fjár-
lagatillagna okkar fyrir 1976.
Virðingarfyllst".
Viðgerð á þakrennum kostar sbr.
áætlun kr. 1.422.000 kr. og þótt
ekki sé það tekið fram í bréfinu til
ráðuneytisins, þá hefur sú tala kom-
ið fyrir fjárveitinganefnd.
Fjárveitinganefnd hefur skoðað
skólann og gefið ádrátt um úrbætur.
Sjómenn og samtök FFSI munu
ekki láta sér nægja ádráttinn einan.
Þetta er til skammar fyrir þjóðina
og sjómannastéttina. — JG.