Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1975, Blaðsíða 17

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1975, Blaðsíða 17
Trausti Eiríksson vélaverkfræðingur Rannsókna stofnun fiskiðnaðarins: Söf nun og vrinnsla loónuhrogna Við dælingu á loðnu við löndun kreistast hrogn úr loðnunni og fara saman við dæluvatn, sem blandað er í loðnuna 1 löndun .í byrjun vertíðar er þetta ekki mikið magn, en er líða tekur á vertíðina er magnið orðið töluvert. Hingað til hafa þessi hrogn að mestu farið í hafnir landsins og víða orðið til verulegra óþæginda vegna þeirrar mengunar, sem af þessu hlýst. Full ástæða er til að reyna að koma í veg fyrir þessa mengun. Þess utan er ástæða til að nýta hrognin og gera úr þeim þau verð- mæti, sem mögulegt er. Ljóst er að magnið er það mikið að ekki er mögulegt að svo stöddu að nýta það allt til manneldis. Liggur því fyrir að bræða það sem umfram er og ekki hægt að nýta á annan hátt. Nokkru af loðnuhrognum hefur ver- ið safnað undanfarin ár. Víða hefur verið komið upp miðflóttaaflsskilj- um til að skilja loðnuhrognin úr dæluvatni við loðnulöndun. Þessar skiljur hafa flestar verið smíðaðar fyrir milligöngu Sölumiðstöðvar hraðfrysti húsanna. Á loðnuvertíð 1975, athugaði Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins miðflóttaaflsskiljur (cyclon) af þremur gerðum og einnig setker til hrognasöfnunar. Niðurstöður þeirra tilrauna eru birtar í Tæknitíðindum Rannsóknastofnunar fiskiðnaðarins, nr. 58 og verða ekki raktar hér í VÍKINGUR smáatriðum, en segja má, að heild- arniðurstaða varðandi söfnun loðnu- hrogna sé sú, að hægt er að safna og nýta svo til öll hrogn, sem losna úr við dælingu. Þetta má gera á tvennan hátt, með miðflóttaaflsskilja og með setkeri. Hvor aðferðin hentar betur fer eftir kostnaði svo og að- stæðum á hverjum stað. Af þeim þremur skiljum, sem reyndar voru reyndist best sú sem smíðuð var fyrir Rannsóknastofnun fiskiðnaðar- ins með málum, sem talin voru henta 3” dælu. Skilja af Bauer gerð skildi hrognin mjög vel úr, en of mikið vatnsmagn kom með hrognun- um niður úr skiljunni. Skilja af sömu gerð og Sölumiðstöð hraðfrystihús- anna hefur notað, reyndist síst. Setker má nota með góðum árangri. Með réttum skiljum er hægt að skilja svo til öll hrogn úr dæluvatninu. Samkvæmt niðurstöðum þeirra mæl- inga ,sem framkvæmdar voru í sam- bandi við tilraunirnar veturinn 1975 þá virðist vera ca. 4% þurrefni í dæluvatni að meðaltali frá fyrstu mælingu 19. febrúar til vertíðarloka. Virðist magnið aukast þegar á líður vertíðina. Búast má við að salt sé ca. 1.0% að meðaltali. Ekki virðist fjarri lagi að áætla að ca. 3% þurr- efni að frádregnu salti sé að meðal- tali í dæluvatni. Þetta samsvarar ca. 15% af bræðsluhráefni í dæluvatn- inu að meðaltali. Erfitt er að segja til um hversu mikið magn af dælu- vatni rennur í hafnir landsins sam- tals, en við dælingu á loðnu eru hlut- föll vatns og loðnu yfirleitt svipuð. Ekki er gott að segja til um úr hve stórum hluta heildarafla hægt er að safna hrognum, en sé verð miðað \áð árið 1974 fást niðurstöður sam- kvæmt töflunni. Hér er áætlað að 3% af lönduðum afla fari í dælu- vatnið og hægt sé að skilja það úr jafnóðum. Mælingar hafa þó sýnt, að þegar að nálgast hrygningu er hrognamagn í dæluvatni enn meira eða 12—15%. Áætlað magn og verðmæti Ioðnuhrogna miðað við verðlag 1974 Aflamagn Hrogn þús. tonn 3% af afla þús. tonn 100 3 200 6 300 9 400 12 Aflaverðmæti Vflaverðmæti í bræðslu í frystingu 3 kr./kg. 27 kr./kg. 9 millj. kr. 81 millj. kr. 18 millj. kr. 162 millj. kr. 27 millj. kr. 243 mill. kr. 36 millj. kr. 324 millj. kr. Ef vinna á öll hrogn úr dæluvatn- inu þarf allur löndunarbúnaður að vera samræmdur. Sem mestu vatni úr sjóskiljunni verður að ná í hrognaskilju. Löndun þarf að byrja með því að blanda ferskvatni í lest- ina þannig að dæling komist vel af 403

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.