Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1975, Side 39
í hugarlund geðblæ þessara örhrjáðu
manna, er þeir voru komnir heilir á
húfi í bátinn og ennþá öruggari, er
þeii fundu traustar þiljur „Idaho“
undir fótum.
Skipverjar af ,,Evu“ voru tíu daga
um borð í ,,Idaho“ og menn mínir
lögðu sig fram um að láta þeim líða
svo vel sem unnt var.
Skipshöfn minni fæ ég aldrei full-
þakkað allar þeirra dáðir og þrek,
sem þeir sýndu við þessa björgun og
þá karlmannlegu ró sem hvergi bif-
aðist. Það var vissulega illt í sjó-
inn þennan óveðursmorgun.
Danska stjórnin sæmdi mig fögr-
um minjagrip, með áletrun og hver
og einn skipverja minna fékk end-
urgjald fyrir þessa miklu dáð sína,
sem þeir áttu sannarlega skilið.
Ég held ég þurfi ekki að geta þess
að á milli mín og skipstjórans af
„Evu“ knýttust vináttubönd, sem
aldrei munu bresta.
Þá er að síðustu að geta eins af
þeim, sem á ,,Evu“ var. Það var
„matsnáðinn,“ svokallaður, hundur
skipstjórans, en hét víst að réttu
Bobbie.
Veslingsgreyið! Hann virtist í
fyrstu hálfdauður, er hann kom úr
þessum hrakningum, en hjarnaði
brátt við. Við urðum fljótt bestu
kunningjar. Ég klakaði upp á hvutta
og hann hændist að mér. Þegar skip-
stjórinn af „Evu“ sá það, bað hann
mig að eiga hundinn. Það var hlýtt
vinarbragð og gladdi mig mjög.
Mér var farið að þykja vænt um
seppa og hét því með sjálfum mér,
að farga honum ekki og það hef ég
efnt. Hann var svo hjá mér árlangt
á ,,Idaho“ og.þegar ég lét af skip-
stjórn þar, var hann sendur í ein-
angrun í 6 mánuði og kom svo loks
heim til mín og nýtur nú hér ell-
innar. Ég hef margsinnis getað selt
hann, bæði hér heima og erlendis.
Glæstur Vesturheimsmaður bauð
mér 250 dali fyrir hann. En það
kom ekki til mála. Ég hrek hann
aldrei frá mér. Þetta er rammíslensk-
ur fjárhundur og nú fyrir skömmu
— þrátt fyrir aldur sinn — hlaut
hann fyrstu verðlaun á hundasýn-
ingu í Hull.
Það líður nú að lokum frásagnar
minnar.
Þessar minningar fyrnast ekki.
Þetta safn einkennilegra atvika og
sérstæðra og sem mér finnst, að hafi
ekki verið mér sjálfráð, en urðu til
líknar þeim er í nauðum voru stadd-
ir. Var þetta aðeins tilviljun? Eða
hulin hönd guðlegrar forsjónar, sem
öllu réð? — Og þó! — er það svo,
að ég þykist fullviss um, að einmitt
svo hafi verið.
C. E. MöllerC
(sign.)
Eftir „Vikingen“ 1. tbl. 1936, bls.
10—12. — D. þýddi.
0/11 I [Crikl FJÓRGENGIS
LA%LLColllll BÁTA- & SKIPAVÉLAR
M.s. Kristján Guðmundsson - IS
Tegund: 422 2-4 cyl. 90—280 hö.
Tegund: 427 2-6 cyl. 160—690 hö.
Kristján
Guðmundss.
ÍS er búinn
CALLESEN
vél
Teg.: 427 FOT
690 hö.
GÆÐI ÖRYGGI
ÞJÓNUSTA
ÞÆGILEG LÉTT
ENDIN G ARMIKIL
ÓDÝR
HAGKVÆM
FYRIRFERÐALÍTIL
ALLAR NÁNARI UPPLÝSINGAR
Avnm h i öidugotuio
BJ n A XI. X. sími 23956
VÍKINGUR
425