Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1975, Qupperneq 43

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1975, Qupperneq 43
Vindurinn á heiðurinn af að þyrla rykkornunum á loft og dreifa þeim um himinhvolfið og það er okkar jarðarbúum ákaflega þýðingarmikið. Það er vindur og ryk, sem veitir okkur úrkomuna og hún er harla nauðsynleg. Rykkornin í loftinu eru þeir kjarnar, sem vatnsgufan, eða rakinn þéttist um og myndar léttar svíf- andi vatnsbólur, og þessar öreindir sameinast áfram í stóra þétta vatns- dropa. Rykið er því nauðsynlegt til að framleiða þoku, ský og úrfelli. Hin alræmda Lundúnaþoka kem- ur af öllu verksmiðjurykinu. En ef vindurinn sæi loftinu ekki fyrir hinu kærkomna ryki myndi vatnsgufan þéttast á hlutum á jörð- inni þannig, að allt sem við snert- um á, gengjum og stæðum í yrði rakt og blautt — og okkur væri fyr- irmunað að njóta sólríkra sumardaga á grasflötum og engjum. Við að auka rykuppstreymið tæknilega hefir „regnframleiðend- um“ tekist að framleiða úrkomu á þurrum landsvæðim. Einhverntíma í framtíðinni getum við kannski pantað regn. Náttúran býr yfir sínum vísdómi og hennar leiðir eru margvíslegar. Hvað gera ekki bakteríurnar? Þessar öreindir nota rykkornin sem flugtæki og farþegafjöldinn skiptir miljónum — sérstaklega í borgun- um — á einu úrgangsrykkorni. Þvo- ið hendurna! Gerjunar- og rotnunarbakteríurn- ar þrengja sér, fyrir tilstuðlan vinds og ryks, áfram og yfir allt og um- mynda með efnabreytingu hinu líf- ræna efni í ólífræn, eins og þeim hentar hverju sinni til þess að byggja á ný upp lífræn efni. Á þennan hátt lýkur náttúran sinni voldugu hringrás, þar sem vindurinn og rykið þjóna, hvert um sig, sínu mikilvæga hlutverki. Þá megum við einnig þakka ryk- inu fyrir, að himinninn er blár. VÍKINGUR Rykið orsakar nefnilega hið jafna dagsljós með því, að dreifa sólarljós- inu í allar áttir sem kemur til af hinu hrjúfa og ójafna yfirborði smáeind- anna. Hinar löngu ljósu og hugljúfu nætur, sem við njótum hér á norð- lægum slóðum ásamt fögrum kvöld- roða við sólsetur eigum við vindi og ryki að þakka. Rykkornin og að einhverju leyti aðrir eiginleikar loftsins endurvarpa ljósinu niður til okkar, löngu eftir að sjálf sólin hefir boðið góðar næt- ur og það eru rauðu geislarnir, sem léttast finna leiðina án utanaðkom- andi áhrifa og framleiða purpura- ljómann, eða hina svokölluðu „alpa- glóð." í einu mesta eldgosi veraldarsög- unnar á Krakatá í Súndasundi 1883 þeyttist askan þrjár mílur í loft upp. Smágert eldfjalladuftið fluttist með uppstreymi vindsins upp í há- loftin og barst með honum hringinn í kring um jörðina! Þetta orsakaði, að við hér á norð- lægari slóðum verðum aðnjótandi margra sólsetra með dýrlegum lit- brigðum. Eldfjöllin eru stærstu reykháfar jarðarinnar, spúa ódæma magni af ösku og vindurinn sér um dreifing- una. Árið 1875 varð feikna eldgos í Oskju og barst askan úr henni alla leið til Stokkhólms og víðar. Frá hæsta eldfjalli heims, Coto- paxi í Andesfjöllum, um 600 m. yfir sjávarflöt, fylgir reykurinn í neðstu loftlögunum staðvindinum, en í há- loftunum er hann gripinn af vindi, sem blæs honum í gagnstæða átt. Þegar nú rykið, eða duftið er svona nytsamlegt, nálgast það synd gegn máttarvöldunum, að kvarta undan rykplágunni, enda þótt verk- smiðjueimurinn og göturykið geti verið nógu hvimleitt. Auk dufts frá steinefnum einsog kalki, kísil, salti, kolefni, grjóti, gleri og ýmsum málmum, er ótrúlegt magn af „lifandi“ dufti, sem vind- blærinn veltist með. Það eru ósýnileg dýr, hár, sýklar, sporar, fræni o.s.frv. Og svo höfum við eyðimerkurrykið og sandinn, sem vindurinn ber lengra en langt. Jafnvel áhafnir á skipum úti á heimshöfunum, í órafjarlægð geta orðið fyrir rykplágu þannig að skip- ið verði allt undirlagt og mönnum súrni sjáaldur. Já, hið heilnæma sjó- loft getur fyrirvaralaust orðið ógegn- sætt. Rauði eyðimerkursandurinn, eða „rauðjörðin“, sem vindurinn ber á loft ,getur á stundum blandast regn- inu og fólk fær, sér til mikillar undr- unar, „bló8regn“ eða „bló8mjór.“ f mars 1901 dreifði vindurinn slíku ryki frá Sahara yfir stóran hluta Evrópu og vakti það víða mikla forundran. Þykk rauðgul rykský svifu yfir Túnis og Ítalíu. íbúar Alpanna voru einnig náðarsamlegast aSnjótandi, og það náði síðar til suðlægra eyja við strendur Danmerkur. Hér var snjórinn ekki einvörð- ungu stráður fínu rauðu dufti. Það féll einnig á húsaþökin, glugga og trén, furðulegt fyrirbrigði! Og fjarlægðin frá Sahara til Lá- lands einar litlar þrjúhundruð míl- ur í loftinu! Það hefur verið æði spennandi fyrir börnin að vakna upp við rauða garða og engi. Rauður og brúnn snjór. í einstaka tilfellum var talið að þessi litur stafaði af alginefnum (efni framleitt úr þörungum) og vísindamenn hafa einnig hallast að þeirri skoðun að slík efni mundu koma utan úr geimnum — „geim- ryk.“ Á eyðimerkursvæðum geta storm- ar og fellibyljir hrætt lifandi verur með „steinregni“ og ofviðri getur feykt grjóthnullungum fleiri kíló að þyngd langar leiðir. Á íslandi drapst eitt sinn kvikfén- aður af sterkum sviptivindum með sandi og grjóti. 429

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.