Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1975, Page 37
Þafí gekk vel að taka sveiginn og
óðar en varði hafði stýrimanni tekist
að ná öllum af skonnortunni í bát-
inn og lá nú hlémegin við flakið og
beið eftir merki frá mér. Hann fékk
það fljótiega og kom tafarlaust í hlé
af ,Idaho“. Miklu af köðlum og
kaðalstigum var rennt niður.
Ef satt skal segja fannst mér að
nú tæki mesta þrautin í þessu björg-
unarstarfi. Oldugangurinn og velta
skipsins var svo mikil, að allt ætlaði
um koll að keyra. Báturinn var aðra
stundina uppi við borðstokk, en hina
langl fyrir neðan aila kaðalstiga.
Það var eingöngu vegna snilli yfir-
manna og skipverja minna að það
tókst að vinna þessa torveldu raun.
En allt gekk þetta giftusamlega og
allri skipshöfn skonnortunnar „Evu“
var bjargað upp á þilfar ,,Idahos“.
Bátnum var snarað upp í skyndi
eins og veifu á orrustuskipi og hon-
um komið fyrir örugglega á sínum
stað. „Idaho“ var síðan sett á fulla
ferð og beint í rétt horf.
Það var kalt í veðri þennan morg-
un en þó voru allir löðursveittir eftir
mörg hraustmannleg handtök og
drengileg.
En fögnuður minn var mikill. Svo
sæll að ég kom ekki orðum að.
Eitt er mér algerlega ógleyman-
legt. Jafnskjótt og þessir sárþjáðu
menn af „Evu“ fundu öruggar þilj-
ur .,Idahos“ undir fótum, hnigu þeir
niður algerlega máttvana. Þeir lágu
allir í hnapp á þilfarinu. Ég stökk
óðara niður til þeirra og spurði:
„Hver er skipstjórinn?“ Einn lyfti
hendi ,en gat engu orði upp komið.
Á andliti hans voru hvítir taumar af
þornuðu salti. Hann var blóðugur á
hálsi, þvi hlífðarfötin höfðu núið
flatsæri á hann svo blæddi úr. Hann
var öldungis örmagna. Það var
hlynnt að þeim öllum eftir því sem
hægt var. Þeir fengu volgt að
drekka, heitt bað, þurr föt og lagðir
í rekkju.
Einn skipverja var illa meiddur á
hendi. Hann hafði rifið lófann á
nagla, en varð þó að dæla af öllum
VÍKINGUR
mætti, því enginn mátti hlífa sér,
allir urðu að hamast á dælunum. Ég
símaði tafarlaust til New York, St.
John’s á Nýfundnalandi, Loyds og
skipseigcnda.
Enginn skipbrotsmanna gat sofn-
að fyrst , stað, eftir alla þessa hrakn-
inga, en þeir náðu sér þó að lokum
og hvíldust og gátu þá sagt farir
sínar.
Skip þetta hét „Eva“, skonnorta
frá Marstal í Danmörku. Hún hafði
látið úr höfn frá Bay Bulls á Ný-
fundnalandi 24. október, hlaðinn
fiski til Sevilla. Auðvitað hafði hún
lent í sama veðurhamnum og við.
Skipstjórinn sagði hafa verið í þess-
um förum í átta ár og margt ofveður
hlotið á þessari leið, en þetta síðasta
fárviðri hefði loks orðið þessu góða
skipi ofraun. Tvö síðustu dægur
hefðu svo miklir skaflar, hver af
öðrum rioið yfir skipið að öllu hefði
skolað útbyrðis ofan þilja. Fyrst öðr-
um bátnum og skömmu síðar hin-
um ,stjórnskýlinu og miklum hluta
af skjólborði og öldustokki. í ofaná-
lag kom svo óstöðvandi leki að skip-
inu og allir urðu að dæla eins og
hver hafði orku til, en dælurnar
höfðu ekki undan. Lekinn óx stöð-
ugt. Stýrimaður hafði reynt að bæta
úr lekanum með segldúk og negla
fjalir yfir, liggjandi flatur á magan-
um á þilfarinu bundinn með kaðli,
sem festur var váð siglutréð. Einnig
var reynt að fella smjörlíki í rifur,
en allt var gagnslaust.
Skipstjóri var þess fullviss, að þeir
væru langt fjarri öllum venjulegum
siglingaleiðum, þar sem vænta mátti
hjálpar. Bæði hann og stýrimaður
voru vissir um að svo væri högum
þeirra komið að vonlítið var um
björgun. Ástæður allar voru því
mjög ískyggilegar. En þeir vildu ekki
láta skipshöfn sína vita neitt um
það og létu engan bilbug á sér finna.
Það var svo þennan morgun, sem
þeim var bjargað, að skipstjóri þótt-
ist sjá reyk frá skipi, yst út við sjón-
deildarhring, í útnorður. Var þetta
missýning . . . ?
Aðeins hugarburður? Gat þetta
verið?
Það leið löng stund áður en hann
kynokaði sér við að líta í vesturátt
aftur af ótta við, að þetta væri ein-
ungis missýning. En að síðustu leit
hann þó upp. Jú! Það var reykur
ng hann evgði fjóra siglutoppa.
Hann loorði varla að trúa sínum
eigin augum. En það var sem hugur
hans fylltist nýjum þrótti við sýn
þessa. Orvæntingin snerist í von.
Hann gat ekki dulið gleði sína og
kallaði þessar nýju fréttir til manna
sinna, jafnvel af meiri hrifningu cn
honum var lagið. Og þessum ör-
magna mönnum óx ásmegin við
fregn þessa og hömuðust meira á
dælunum en áður. En á sama auga-
bragði braust aftur upp fyrir hon-
um kaldur veruleikinn. Skip þetta
var mjög fjarri, og óvíst um að
stefna þess liggi það nálægt „Evu“,
að það sjái neyðarmerki hennar.
Flugeldarnir höfðu blotnað og einn
flugeldur vart sjáanlegur svo langt
í burtu — og það í þessu veðri. Hann
starði því milli vonar og ótta á þetta
ókunna skip, vonandi og biðjandi,
um að þessi hjálp kæmi.
Skýrist það ekki nú, hversu mjög
það hefði skipt sköpum, ef „Idaho“
hefði verið látin halda því horfi, er
því var ætlað í upphafi ferðar og
verið nú komið langt landnorður í
haf víðs fjarri þessum slóðum?
Þjáningum þessara stríðandi
manna hefði sjálft hafið bundið enda
á innan skamms. En gæfa og mildi
undu hér saman þátt, svo að örlög
urðu betri, en á horfðist. Ég man
lengstum þennan atburð sem mér
fannst alltaf að hafi ekki verið mér
sjálfráður að öllu.
Með hjartað berjandi í brjósti, sá
skipstjórinn að þetta stóra skip
breytti stefnu og lét horfa beint á
„Evu“. Hann hrópaði til manna
sinna: „Hamingjunni sé lof! Hjálpin
er nærri. Skömmu síðar sá hann
svar merki vort og bresku litina
dregna upp á „Idaho“ og báti snar-
að út. Getið þér nú ekki gert yður
423