Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1975, Blaðsíða 15
ingasjóði kr. 1.525.275.00 en ið-
gjöldin væru samtals 1.492.075 kr.
Á reikning eigenda bátsins í Stofn-
fjársjóði ætti því að koma kr.
32.200.00 krónur og samkvæmt því
ættu 303.225.00 kr. að verða eftir.
Þá sagði Hilmar, að samkvæmt
útreikningi fengi Fiskveiðasjóður kr.
571.500.00 af útflutningsgjaldi því,
sem greitt væri af afla bátsins 1975.
— Ef ég nú bæti þessu framlagi
bátsins til Fiskveiðasjóðs þetta ár, við
vextina af þeim lánum, sem bátur-
inn skuldar umræddum sjóði, verður
útkoman ekki 5.5% vextir, heldur
ekki 11%, heldur nálægt 42%. Það
má vel vera að það sé þess virði,
að fá að vera með í keríinu, ekki
kann ég samt að meta það, og það
hlýtur að vera sanngirniskrafa okk-
ar, sem eigum þessa eldri báta, að
Fiskveiðasjóður veiti einhverja fyrir-
greiðslu, þegar þeir eru seldir. En
höfuðmarkmið sjóðsins virðist vera,
að þ\ngja okkur stöðugt róðurinn.
með því að lána stanzlaust út á nv
skip, sem þegar eru orðin of mörg,
bæði fyrir miðin, fiskstofnana og
þann mannafla, sem hægt er að
tæla til þess að stunda fiskveiðar á
íslandi, sagði Hilmar.
Þá sagði hann, að af útflutnings-
gjaldi af afla bátsins þetta ár fengi
Fiskimálasjóður kr. 425.000.00 og
bætti við: Ekki veit ég til að sá
sjóður láni til útgerðar, en þar sem
hann mun að einhverju leyti að-
stoða fiskvinnsluna með lánum, læt
ég þennan póst liggja á milli hiuta,
enda ekki afgerandi.
Hilmar Rósmundsson sagði, að
25.500 krónur af útflutningsgjald-
inu færi tii byggingar Hafrann-
VÍKINGUR
sóknaskips, en sér reiknaðist til að
í þennan póst færu samtals rúmar
18 millj. króna á árinu. Það væri að
vísu ekki stórt framlag til kaupa á
rannsóknaskipi, en safnaðist þegar
saman kæmi, og þar sem þetta á-
kvæði hefði verið í gildi í nokkur ár
þá væri fróðlegt að fá upplýst hve
mikið fé væri í þeim sjóði og hvern-
ig það væri ávaxtað. Smá framlög
væru til bvgginga rannsóknarað-
stöou í siávarútvegi, svo og til sam-
taka sjómanna og útvegsmanna, en
þau væri það lítil að tæpast skipti
það máli, hvoru megin þessar fjár-
hæðir væru látnar liggja.
— í Aflatryggingasjóð fara
646.000.00 af útflutningsgjaldinu,
sagði Hilmar, en til baka kemur
ekkert. I áhafnadeild Aflatrygginga-
sjóðs fara 777.500.00 kr., upp í fæð-
iskostnað skipverja kr. 568.000.00
og þar yrðu því eftir 209.500 kr.
Hilmar kvað 74.800.00 krónur
vera greiddar í svonefnd ferskfisk-
matsgjald, sem þýddi að um 50
millj. kr. af heildarútflutningsgjöld-
unum færu í þann sjóð. Trúlega ætti
ferskfiskmatið rétt á sér. En flestum
fvndist nóg um kostnaðinn.
— Og þá erum við komnir að
stóra málinu, sem er Olíusjóður
fiskiskipa, sagði Hilmar. í þann
mikla sjóð þarf Sæbjörgin að greiða
rúman helming alls útflutnings-
gjaldsins, eða kr. 4.403.850.00. Olíu-
eyðsla bátsins hefði hins vegar verið
á árinu alls 95.695 lítrar. Eigin olíu-
kaup útgerðarinnar hefðu hins vegar
verið umgetinn lítrafjöldi sinnum
5.80 kr., sem væri alls kr.
555.031.00. Samtals hefði útgerðin
því þurft að greiða á árinu kr.
4.958.881.00 til olíukaupa. Ef olíu-
notkuninni væri síðan deilt í þessa
tölu, kæmi í ljós að raunverulegt
olíuverð pr. líter væri kr. 51.82.
— Hefði olíusjóðurinn ekki verið
til og útgerðin greitt fyrir olíuna
það sem hún kostar í raun eða kr.
20.20 pr. lítra liti dæmið þannig út
að olía bátsins hefði kostað kr.
1.933.039.00. Þannig hefði útgerðin
og áhöfnin um leið tapað alls kr.
3.025.84200 í sjóðinn.
En hver er svo útkoman úr heild-
ardæminu, sagði Hilmar. Trygginga-
sjóður fiskiskipa, eftirstöðvar, þegar
iðgjöld eru greidd, nema alls kr.
30.3.225.00, beint framlag til Fisk-
veiðasjóðs Islands er 671.500 krónur,
heint framlag til Aflatrvggingasjóðs
er 646.000 þús. kr. f áhafnadeild
Aflatryggingasjóðs, þ.e. eftirstöðvar
þegar fæðisframlag er greitt, 209.500
krónur, og í Olíusjóð fiskiskipa, þ.e.
mismunur á framlagi bátsins og fullu
olíuverði, 3.025.842.00 kr. — Við
höfum tapað 4.856.067 krónum
á sjóðakerfinu á þessu ári,“ sagði
Hilmar að lokum
— Svo vikið sé aftur að sjó-
mennskunni. Hvað er framundan?
— Ja, eins og ég gat um áðan,
þá erum við að reyna að selja bát-
inn. Það þýðir þó ekki að ég sé
hættur til sjós. Ég vil þó aðeins
draga í land núna, draga saman
seglin.
Ég mun þó halda eitthvað áfram
að róa á vertíðum, það er stór hluti
af mér sjálfum, en hvort það verð-
ur á eigin skipum, eða annarra, verð-
ur framtíðin að skcra úr, sagði Hilm-
ar Rósmundsson, skipstjóri og afla-
kóngur að lokum. —■ JG
401