Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1975, Blaðsíða 33
Gamall sjómaður og velunnari blaðsins, sem ekki vill láta nafns síns
getið kom með þýðingu á frásögn um þessa athyglisverðu björgun.
— Æðri máttarvöld standa ekki alltaf í fjarlægð.
Undursamleg
björgun
í 1. tbl. (janúarhcfti) danska blaðs-
ins „Vikingen“ 1936, birtist grein með
þessari fyrirsögn. Sjálfsagt skrifuð þá,
skömmu fyrir áramótin, því að atvik
þau, sem sagt er frá, gerast á haust-
dögum 1925 — og eru þvi þá sannheit-
in þessu nafni. Hún segir frá sérstöku
atviki, þegar enska gufuskipið „Idaho“
frá Hull bjargaði allri áhöfn af dönsku
skonnortunni „Evu“ frá Marstal, sem
sökk á miðju Atlantshafi 1. nóvember
1925. (Þetta er nú á þessu ári 50 ára
minning. — Þýð.). Sjómannaprestur
einn í Hull (nú hættur því starfi) C. E.
Möller að nafni (líkl. danskrar ættar)
segir svo frá:
„Björgunarsögu þessa hefir sjálfur
björgunarmaðurinn, G. B. Rown-
tree, skipstjóri í Hull, sem nú hefir
látið af siglingum, sagt mér. Hann
telur hana eitt dásamlegasta atvik
ævi sinnar, og á öllum sjómanns-
ferli sínum.
Er saga þessi sú, að hann hafi eitt
sinn á leið sinni frá New York til
Englands, siglt skipi sínu um 60
smávikur (sjómílur) til suðurs út af
venjulegri siglingaleið, austur um
Atlantshafið til Evrópu. Segist hann
enga skynsamlega ástæðu sé að finna
fyrir þessu atferli sínu og sér sé al-
gjörlega óskiljanlegt hvað olli, að
hann breytti svo. Virðist þetta hafa
verið svo furðuleg samflétta af ósjálf-
ráðum atvikum, hvert fram af öðru
— og þó — ef svo hefði ekki verið,
væri nú algerlega hulið og enginn
kunnað frá að segja örlögum skonn-
ortunnar „Evu“ frá Marstal, sem
þá mundi hafa horfið í hafsins djúp,
með öllu lifandi.
Ætti þessi frásögn skipstjórans að
kenna oss, sem á þurru landi erum,
að meta og virða þá örlögum
þrungnu baráttu, sem sjómenn heyja
á öldum hafsins — og minna oss á,
hversu oft, á þeim votu vegum, er
mjótt bilið á milli lífs og dauða.
Ég bað skipstjórann að skrá þessa
reynslu sína. Hann varð við þeim
tilmælum mínum og fer frásögn
hans hér á eftir í þýðingu.“
Það var á hausti — 1925 — nán-
ar tilgreint 24. dag októbermánaðar,
að „það góða skip“ mitt ,,Idaho“
lét á haf frá New York, og var ferð-
inni heitið til Hull.
Útsynningsstormur var á —
óþverraveður — loftvog hafði alltaf
verið að lækka nokkra daga. Versn-
aði veður eftir því sem á leið, en þó
var ekkert sérstaklegt frásagnarvert,
fyiT en þann 30 .október. Þá var
haugasjór á eftir. Kyngimagnaðir
stórsjóir gnúðu fyrir stafni og geyst-
ust öskrandi fram, beggja megin
skips. Loftvog lækkaði nú ekki meira,
virtist heldur sem færi hækkandi.
En einmitt þá dundu ódæmin á. í
ógurlegum veðraham hljóp nú átt
til útnorðurs og fór að dvnja á oss
með miklum hagléljum og ofsalegu
úrfelli. Og nú kom sjór og stormur
á flata hlið. Kalla sjómenn þetta oft
.,flatskellu“. Gamla skipið reyndist
þó, eins og svo oft áður, fádæma vel,
en þó versnuðu aðstæður allar, eftir
því sem lengur leið. Sjóirnir stækk-
uðu sífellt og skipið hentist af einum
öldufaldi á annan og lá undir áföll-
um frá þessum himinglæfum, sem
keppast við að kaffæra allt. Löngum
stundum tók skipið á sig mikla sjói,
sem allt færðu i kaf. Þilfar og allt
ofanþilja lá þá falið í frevðandi öldu-
löðri.
Árla morguns, þann 31. október.
svndist mér svo að ekki mundi leng-
ur ráð að halda svo fram sem horfði.
Ég vék á stjórnborða, svo að sjóir
skyllu ekki eins á flatt skipið og var
það nú meðal annars einmitt af því,
að svo mikill skafl reið yfir, að ég
taldi það eina ráðið til að halda skip-
inu fljótandi og bjarga oss þannig
úr bráðri hættu. Þetta var þó, samt
sem áður, ekki ætlun mín og ekki
heldur áhættulaust, því að nú reyndi
mjög á stjórntæki öll, en ef þau
C. R. Rowntree skipstjóri er hér meö
danska skipstjóranum og hundi hans.
Vf KINGU R
419