Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1975, Page 31

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1975, Page 31
hygg að við höfum ekki verið und- ir þrem tugum. Þetta gekk allt vel og Guðbrand- ur lauk sínu starfi og voru menn ánægðir þá er komið var yfir brim- garðinn og um borð í varðskipið Þór. Fengum við svo besta leiði til Vestmannaeyja, hæga austangolu og sjólítið. Til Eyja komum við svo eftir þrjá tíma og hrósuðu menn happi að vera þangað komnir svo fljótt og vel. Vestmannaeyjunum var ég ó- kunnugur, hafði þangað aldrei kom- ið áður. Ég átti þar föðurbróður, Matthías Finnbogason á Litlu-Hól- um. Lagði ég leið mína til hans heimilis og bað hann um að lofa mér að vera þar til skipsferð yrði til Reykjavíkur. Var það mál auðsótt og ég boðinn velkominn. Dvaldi ég þar svo hjá frændfólki mínu þar til næsta ferð varð til Reykjavíkur, varð það ekki fyrr en um að hálfum mánuði liðnum þá var Lyra frá Bergenskipafélaginu norska með áætlunarferð. Þarna urðum við, sem tíl Reykjavíkur ætluðum, að bíða svona lengi en enginn fann neitt að þessu þá, þetta var svona og við það urðu vermenn að sætta sig og bíða. Vestmannaeyingar stóðu í róðr- um því vertíð var þar hafin. Vorum við Mýrdælingarnir tíðir gestir niðri um bryggjur og duldist okkur ekki að Eyjamenn voru harðduglegir sjó- menn. Þessi hálfi mánuður í Eyjum var fljótur að líða, mér leið vel hjá Matthíasi frænda, hann var mjög ræðinn og skemmtilegur, sagði sér- staklega vel frá því er til umræðu var hverju sinni. Ég kom oft upp á netaloft á ,,Tanganum“ þar vann nábúi minn úr Reynishverfi Þorsteinn Olafsson frá Lækjarbakka. Var hann neta- maður hjá Gunnar Ólafsson og Co. Lyra kom svo á áætlunardegi og tók- um við Mýrdælingar fari með henni á öðru farrými. Þennan dag sem Lyra kom til Eyja var austan stormur, vorum við fluttir á mótorbát um borð í Lyru þar sem hún lá fyrir Eiðinu. Mér fannst Faxarsund ekki á- rennilegt í austan stormi og sjó- gangi og það var farið á bátnum hjá ,,Lát“ og rétt skriðið fram hjá Heimakletti, sá ég að heimamenn voru þessari siglingu og leið vanir og létu sem ekkert væri. Lyra hélt svo til Reykjavíkur, hrepptum við vont veður á leiðinni og voru farþegar margir sjóveikir. Man ég það enn að þá er menn voru að kasta upp hve skipsjómfrúin var fasmikil og virtist ekki vera neitt hrifin af svona sjómönnum sem ekki þoldu svona hreyfingar sem Lyra lét í té. En til Reykjavíkur skilaði Lyra okkur heilu og höldnu á sínum tíma. Vorum við vermenn úr Mýr- dal alls hugar fegnir að vera loks komnir á endastað leiðarinnar. Það var orðið stutt þar til togar- arnir færu út, um miðjan febrúar að vanda og hægt að láta sér ekki leiðast þar til að þeirri stund kæmi. Það gekk oft í brösum í þessum verferðum og er þessi ferð eitt dæm- ið þar um hversu samgöngumálum var háttað þá er þetta var að ske. En áfram hefir þokast um árin og nú þykir það ekkert tiltökumál að fara á milli Mýrdals og Reykjavíkur á þrem til fjórum klukkustundum. VÍKINGUR 417

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.