Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1975, Qupperneq 29

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1975, Qupperneq 29
„Vestmannaeyja" Þór, sem flutti þá félaga tll lands, eins og skýrt er frá í greininni. Gunnar Nagnússon: í Ife6 hlunnbrögóum í verrid Veturinn 1931 var ég ráðinn á botnvörpunginn „Ólaf“ frá Reykja- vík. Veturinn áður 1930 var ég þar háseti, og hlaut oft blautan bjór þann vetur, því Ólafur var sérstak- lega vont sjóskip, og blautur, sem svo var nefnt. Eftir áramótin 1931 var farið að hugsa um að komast í verið. Úr Mýrdal fóru margir til vers, sumir til Vestmannaeyja, og suður með sjó en aðrir á línuveiðar og togara frá Reykjavlk og Hafnar- firði. En að komast til vers austan úr Skaftafellssýslu var ávallt nokkuð erfitt og ýmsum annmörkum háð. Landleiðin torsótt og erfið, því þá var margt óbrúað af ám og vötnum VÍKINGUR á þeirri leið. Var þá oftast farið af stað á hestum, og voru menn reiddir áleiðis þar til hægt var að notfæra sér hinar nýju samgöngur, sem þá voru að breiðast um byggðirnar, bifreiðarnar. En þá voru snjóalög oft til trafala og engin ruðningstæki komin til sögunnar, svo að oftast urðu menn að ganga einhvern hluta leiðarinnar og bera föggur sínar, venjulega var ekki reitt lengra en að Ægisíðu, eða Garðsauka í Hvol- hrepp. Svo var það sjóleiðin, hana var stundum hægt að notfæra sér, ef það mikla lægð gerði á sjó að hægt væri að skjótast út í bát frá Vest- mannaeynum eða varðskip, sem stundum voru hjálpleg í því að sækja vermenn austur í Mýrdal. Þennan vetur, strax eftir áramót- in, fóru menn að tala sig saman um verferð og sýndist mörgum, að reyn- andi væri að komast sjóleiðina til Vestmannaeyja og svo þaðan með skipi til Reykjavíkur, þeir sem þang- að ætluðu. Varðskipið ,,Þór“ var þá nýkeypt- ur og var við Eyjar við gæslu og björgunarstörf. Var það ákveðið meðal okkar vermanna að tryggja okkur að fá varðskipið austur að Dyrhólaey ef útskot gerði. Höfðum við samband við Gísla Sveinsson sýslumann um að útvega okkur loforð fyrir Þór hjá Stjórn- arráði íslands. Varð sýslumaður fúslega við þess- um tilmælum okkar vermanna og fékk leyfi fyrir skipinu. Var nú beðið eftir hentugu veðri og sjó, sem enginn vissi fyrir fram um hvernig myndi verða, því veður eru oft óstöðug um þetta leyti árs, og brimasamt við ströndina. En í kringum 20. janúar gekk vindur úr suðvestri, til austurs og er þá oft svo að slær á sjó og kalla Mýrdælingar að sjórinn skelli sér út. Var nú ákveðið að reyna hversu til tækist. Þór sent skeyti um að vera kominn austur að Dyrhólaey næsta morgun. Guðbrandur á Loftsölum átti Svaninn sinn í hrófi frammi á kambnum við Dyrhólahöfn, og var það ákveðið að Guðbrandur sæi um að flytja vermennina út í Þór. Stóð þetta allt heima. Um morg- uninn lágu leiðir margra til Dyr- hólahafnar því margir vildu nota sér ferðina. Þór var kominn og Svanurinn al- mannaður hjá Guðbrandi, en sjór stórvondur en sæmilega lagagóður og var Guðbrandur hinn öruggasti að koma mannskapnum um borð í Þór. Ekki man ég nú hversu við vorum margir sem út. vorum fluttir, en ég 415

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.