Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1975, Side 41
er samaöngutskí Jaróarinnar
Hið stórkostlega samspil stormsins og frjómagnsins
lífi náttúrunnar.
Margir munu þeir eflaust vera,
sem hugsa fyrst og fremst um hræði-
leg tjón á fólki og mannvirkjum,
sem stormar og fellibyljir valda, þeg-
ar menn tala um vindinn.
En það er svipað með vindinn og
með eldinn — og kvenfólkið. Hann
getur verið hættulegur herra, en
einnig þarfur þjónn.
Já, vindurinn er svo mikils virði
fyrir okkur, að jarðarbúar gætu alls
ekki án hans verið.
Án plöntulífs gætu manneskjurn-
ar ekki fengið sitt lífsviðurværi og
það er vindurinn, sem sér um fræv-
un meginhluta plantnanna og fyrir
þær sakir verður frjófgun þeirra og
myndun möguleg.
Að vísu sjá hin iðnu skordýr, eins
og býflugur, vespur, hunangsflugur
og fiðrildi, og þá einnig minstu fugl-
arnir, Kolibrífuglinn um frjófgun
blómanna, en fjöldi grastegunda þar
á meðal korntegundir búa að ,,vind-
frævun.“
Það eru hin örsmáu rykkorn sem
mynda stóra skýjafláka, sem vindur-
inn tekur með sér og flytur að fræn-
um í öðrum plöntum í styttri eða
lengri fjarlægð.
Hér eru þessi rykkorn þurr og
létt og náttúran er í þessum tilfell-
um, sem og fleirum, þegar um
frjófgun er að ræða, yfirmáta eyðslu-
söm, þar sem frjókornin verða til í
ótölulegum fjölda og enda þótt fræ-
Enda þótt siglingaþjóðirnar hafi frá
upphafi vega notfært sér vindinn sem
orkugjafa, hafa járnbrautirnar á sínum
tfma gert slíkt hið sama.
Teikningin sýnir seglvagn, sem not-
aður var á Kansas-
Kyrrahafsjárnbrautinni í N-Ameríku í
lok síðustu aldar.
in standi stór og þrungin á blóma-
stilkunum berast trúlega yfir 99 af
hundraði rykkomanna framhjá.
Ef þú t.d. hristir reklana á björk,
eða heslitré, þá þyrlast blómrykið út
eins og gult ský.
Á grastegundum sjáum við
hvernig rykhnapparnir hanga á blá-
þráðum, sem hrista rykið út í blá-
inn þar sem vindurinn nær því.
Ekki er ofmælt, að vindurinn sé
mikilvægasta flutningatækið fyrir
lifandi og dauðar verur.
Það eru ekki aðeins ógrynni af lif-
andi korni í blómsturrykinu sem
vindurinn ljær ókeypis flutning.
Um miljóna áraskeið í jarðsög-
unni hefur vindur flutt gró af lægri
plöntutegundum til fjarlægustu
heimshorna, yfir heimshöfin og á
þann hátt rutt braut nýju plöntulífi
yfir gjörvallan hnöttinn.
Ávaxtafræ frá æðri plöntum
dreifast einnig með vindum.
Við sjáum fræin hangandi í hár-
fínum þráðum eða einskonar sól-
hlífum með ýmiskonar lystilegri
lögun, eins og ljónslapparfræ og
baðmullarfræ, sem koma svífandi
gegnum loftið, eða fræ sem eru
með velformaða vængi — vængja-
ávextir, sem eru fyrirmynd svifflugs-
ins.
Þá er einnig ótölulegt magn af
lægri dýrum feykt langar leiðir af
sterkum vindsveipum.
Skordýr berast langt út á haf.
í Afríku formykva engisprettu-
skýin sólina og þær leggja í auðn
margra fermílna flæmi af ræktuð-
um ökrum og graslendi.
Eitt sinn greip fellibylur slíkt
,,ský“ og flutti til hafs. Við strönd
Atlantshafsins lágu herskarar af
þeim í hrúgum, sem mynduðu met-
ersháan og átta mílna langan þétt-
an múrvegg. Hann rotnaði þarna og
óþefurinn fannst í 20 mílna fjar-
lægð!
VÍKINGUR
427