Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1975, Qupperneq 9
Hilmars í útgerðinni, þá kemur Snorri Ólafsson,
Istjóri. Þá Ingisteinn Ólafsson. Þá er það
týrimaður, Már Guðmundsson, Jens Jensson
t og Marinó Sigurbjörnsson.
stjóra á Sæbjörgu og annan á Gjaf-
ar, en við fórum til lands með hin-
um síðarnefnda, ásamt 400 öðrum
Vestmannaeyingum. Afganginn af
þessari sögu þekkja svo allir.
— Hvað tók þó við?
— Þá fengum við inni í Hvera-
gerði, siðan upp í Hraunbæ og víðar,
en að lokum keyptum við hérna á
Álfhólsvegi í Kópavogi og verðum
hér a.m.k. að óbreyttu. Við seldum
húsið okkar í Eyjum, en það varð
fyrir litlum skemmdum í eldgosinu,
eitt af fáum húsum. Það stendur upp
af Friðarhöfninni.
— Þetta hefur verið röskun á
högum.
— Já. Eina nóttina, rétt eftir að
við vorum flutt upp í Hraunbæ, var
lamið harkalega á dymar. Við opn-
uðum ekki strax, héldum að þetta
væru einhver drykkjulæti ,en þegar
VÍKINGUR
barsmíðunum linnti ekki, fór ég til
dyra og þá var það lögreglan, komin
til þess að tilkynna mér að Gjafar
hefði strandað í innsiglingunni í
Grindavík, svo það var ekki ein bár-
an stök. Hann náðist ekki út, heldur
er þarna í fjörunni enn. Þetta var
gott skip og frægt fyrir mannflutn-
ingana frá Vestmannaeyjum.
— En vertíðin. Hvernig fór hún?
— Fyrstu dagarnir fóru í að
bjarga lausafé Vestmannaeyinga.
Við vorum viku eða 10 daga að
flytja innbú og önnur verðmæti til
lands, síðan var að koma sér upp út-
gerðaraðstöðu á meginlandinu. Gjaf-
ar fór á loðnu og mestur tíminn fór
í það að útvega skipinu loðnufryst-
ingu. Ég ætlaði sjálfur að fara á
loðnuna til þess að læra þessar veið-
ar, en til þess kom ekki, vegna
strandsins. Ég fór aftur um borð í
Sæbjörgu, og hefi róið síðan, með
þorsknet á vetrum en troll á sumrin.
II.
Þetta var einn af þessum fögru
haustdögum er við lögðum leið okk-
ar suður í Kópavog til þess að hitta
að máli Hilmar Rósmundsson á Sæ-
björgu frá Vestmannaeyjum. Bátur
hans SÆBJÖRG VE 56 hefur marg-
ar vertíðir orðið aflahæst Eyja báta.
Hilmar hefur róið meira en 30 ver-
tíðir frá Vestmannaeyjum og okkur
langaði til þess að leggja fyrir hann
fáeinar spurningar. Fyrst spurðum
við um ætt og uppruna og fyrstu
árin á sjónum. Honum sagðist svo
frá:
— Ég byrjaði ungur þarna fyrir
norðan að róa á trillu með honum
pabba. Hann hét Rósmundur
Guðnason og við áttum heima á
Siglufirði. Svo fór maður að fara á
sild á sumrin, einsog þá var siður.
Vinna var lítil á Siglufirði á vetrum
aðallega við að ganga frá og skipa
út síldinni og síldarafurðunum.
Menn fóru því annað í atvinnuleit
á vetrin, flestir á vertíð á Suður-
landi.
— Ég byrjaði með því að vinna í
frystihúsi í Njarðvíkunum hjá
Eggert á Nautabúi. Þar var ég þrjá
vetur. Eftir það fór ég á vertíð til
Vestmannaeyja, en það mun hafa
verið árið 1945, og því hefi ég
haldið áfram síðan.
— Fyrstu árin var ég þó aðeins
í Vestmannaeyjum á vetrarvertíð,
en fór norður á sumrin. Þetta var
svipað og hjá öðrum norðlenskum
sjómönnum, þeir fóru milli lands-
hluta eftir árstíðum í atvinnuleit.
Svo var það, að Siglfirðingar
eignuðust togara, Elliða. Þá fór ég
þangað. Með þetta skip var Vigfús
Sigurjónsson og svo faðir hans Sig-
urjón Einarsson frá Hafnarfirði, sem
síðar varð forstjóri Hrafnistu.
Árið 1948 fór ég svo í Stýri-
mannaskólann og var þar einn vet-
ur, 1948—1949. Þar lauk ég prófi
um vorið 1949.
— Var mikið af aflamönnum í
bekknum?
— Já það voru þarna aflamenn
einsog líklega er alltaf. Ég er nú samt
búinn að gleyma hvað við vorum
margir, en þarna kynntist ég fyrst
mörgum ágætum sjómönnum, sem
ég átti við ýms samskipti síðar á
æfinni. Þeir voru þarna Guðmund-
ur Kjærnested, Pétur sjómaður Sig-
urðsson, alþingismaður Eggert Gísla-
son, og fleiri. Ekki allir í mínum
bekk, en um sama leyti. Líka Bjarki
Elíasson, yfirlögregluþjónn.
— Um þetta leyti varð nokkur
breyting á högum mínum. Um vet-
urinn hafði ég trúlofað mig ungri
stúlku úr Vestmannaeyjum, Rósu
Snorradóttur og við byrjuðum að
búa um vorið. Fyrst á Siglufirði, þar
sem við vorum eitt ár, en fluttum
svo alfarin til Eyja. Það var 1950.
Þá var ekki lengur nein ástæða til
þess að vera að hlaupa á milli lands-
hluta og bjuggum við í Vestmanna-
eyjum þar til jarðeldurinn kom upp,
eða rúmlega tvo áratugi. Næg at-
vinna var í Vestmannaeyjum, svo
það var ekki nauðsynlegt að leita út-
íyrir byggðina eftir atvinnu.
395