Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1975, Qupperneq 45

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1975, Qupperneq 45
Flugsandur er reyndar þekkt fyrir- brigði víða um heim. Hann saman- stendur mestmegnis af ávölum eða köntuðum kvartskornum og vindur- inn getur þjappað honum saman í gríðarstórar leirur eða sandhóla og eru þeir okkur einna þekktastir á vesturströnd Jótlands, en þar er einn þeirra stærstur, Raabjerg Mile og er hann um 30 metra hár, einn km á lengd og hálfur km á breidd. Hann hreyfist árlega um tíu metra í austurátt. Dæmi eru til, að í ofviðrum hafi miðhlutinn þokast fram allt að 50 metrum. Til að fyrirbyggja eyðileggingu ræktaðs lands af þessum flugsandi hafa danir gróðursett mikið af sand- rúgi, marhálmi og öðrum sandplönt- um sem binda sandinn. Á hinni stormasömu eyju, Anholt í Kattegat, sem er alræmd fyrir skipströnd, eru um 90 prósent af flugsandinum korn, yfir 2 m/m í þvermál. En vindurinn orsakar fleiri fvrir- brigði í landslagi en drepið hefir ver- ið á hér að framan og er nóg að minnast á hið síbreytilega kínverska landslag við stórárnar Gulá og Bláá sem stormar og flóð umbylta því frá einum tíma til annars. Allir vitum við, að hafið, skip og lifandi verur getur vindurinn svo að segja leikið sér með. Vindhraðinn í hinum ofsalegu hvirfilvindum og fellibyljum sem gevsast yfir lönd og höf getur komist vfir 50 metra á sekúndu og í miðju hvirfilsins er uppstreymi með ótrú- legum sogkrafti sem getur lyft stór- um byggingum af grunni og flutt þær drjúgan spöl. Öflugasti sogkrafturinn er hinn svokallaði skvstrokkur eða „torna- do“, sem má teljast hitabeltisfyrir- brigði. Því er haldið fram að þá geti vindhraðinn aukist upp í 250 mílur á sekúndu! Skýin nálgast jörðina dimm og ógnandi og mynda trekt eða stunda- VÍKINGUR glas, og eru jafnvel í slönguformi og loftuppstreymið nær því ógnvekjandi afli að þar sem þetta náttúruundur fer yfir sópar það sjó og vatni yfir 100 metra í loft upp, flytur hús og rífur tré upp með rótum. Þessu óhugnanlega fyrirbæri fylg- ir oftast skýfall, þrumuveður og haglél. Árið 1883 sveif heljarmikill ský- strokkur yfir mynni Gangesfljóts- ins og, a.m.k. 215 þúsund manns týndu lífi á þessu þéttbýla land- svæði. Hin síðustu ár hafa tjónin af hvirfilstormunúm minnkað að veru- legum mun. Hinir svonefndu „fellibylja flug- menn“ geta nú með nokkurri vissu sagt fyrir um hegðun þeirra allt að því sólarhring fram í tímann. Þeir eru sérstaklega þjálfaðir og fljúga beint á þessi svæði og fram- kvæma mælingar á vindhraða, loft- þrýstingi, úrfelli o.s.frv. Hinir voldugu hafstraumar eru að meginhluta tilorðnir fyrir áhrif vindanna. Suðvestlægir vindar At- lantshafsins hafa um aldaskeið ráðið stefnu Golfstraumsins og honum fylgja hlýjar kveðjur alla vega að okkar norðlægu ströndum — og yfir þvi megum við vera hjartanlega ánægðir því að öðrum kosti hefðu ísbirnir labbað um okkar slóðir. Hættulegt er, þegar vindurinn nær tökum á eldinum. I flestum sögulegum stórbrunum og þá sérstaklega í borgum á storm- urinn sök á þeim miklu eyðilegging- um sem orðið hafa. Það var hvassviðri, sem olli þvi mikla tjóni, sem varð í Álasundi 23. janúar 1904 og í Björgvin 15. jan- úar 1916. í miðhluta Álasunds brunnu yfir 800 hús og í Björgvin 350 hús og gamla Osló brann til grunna á þrem dögum árið 1624. En í þeirri borg höfðu orðið níu stórbrunar. Kristjáni fjórða hefir víst ekki lík- að staðsetning borgarinnar þvi hann flutti hana nær Akershus, lagði grunninn að hinni nýju Christianiu. Dagana 2. til 7. september 1666 brunnu í Lundúnum 89 kirkjur og 13200 hús í 460 götum borgarinnar. Þá daga var stormur mikill. Beztu flugfuglarnir kunna vel að notfæra sér vindinn og hið minnsta loftstreymi. Það sjáum við bezt með því að fylgjast með stormsvölunum og alba- trosunum o.fl. fuglum, sem halda sig á úthöfunum. Flugfiskurinn er vel þekktur með- al sjómanna, sem sigla á Miðjarðar- hafi. Hann hefur stóra brjóstugga og þegur hann þenur þá út getur hann hafið sig upp og flogið nokkur hundruð metra, til mikillar skemmt- unar fyrir áhorfendur ,en slíkt skeð- ur aðeins í hvassviðri og hann beitir þá upp í vindinn af mikilli list. Og einn aðdáandi flugfiskanna hefir skrifað: „Fátt verður manni minnisstæðara en að sjá í fyrsta sinn þessa litlu fiska hefja sig upp frá sólglitrandi sjávarfleti Atlantshafs- ins og svífa silfurskæra í loftinu langar leiðir. Hvernig maðurinn hefir, frá fyrstu tímum notfært sér vindinn yrði langur kapituli að skrifa. Við skulum aðeins að lokum svona til gamans drepa á það, að menn hafa frá ómuna tíð notað vindinn til siglinga á þurru landi. Engin veit hvenær Kínverjar smíðuðu sinn fyrsta vagn með rá og reiða og létu vinda flytja sig fram og aftur um hinar víðáttumiklu slétt- ur sínar. Á flatlendi Niðurlanda sigldu íbú- amir langar leiðir og náðu allt að 60 km hraða á klst. Og seglavagnar, sem í gamla daga gengu á teinum vfir óendanlegar preríur Ameríku náðu í góðum meðvindi slíkum hraða að bifreiðar nútímans þyrftu að „spýta í.“ Og haft er fvrir satt, að ósjaldan hefðu dömuhattar þeirra tíma, fokið út í veður og VIND. Þýtt. G. Jensson. 431

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.