Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1975, Qupperneq 13

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1975, Qupperneq 13
Hilmar Rósmundsson og kona hans Rósa Snorradóttir með yngri dóttur sinni, Sædísi Maríu. Þau hjón eiga aðra dóttur, Hafdfsi Björgu, sem er gift og býr í Vestmannaeyjum með manni sfnum. Myndin er tekin fyrir framan heimili þeirra í Kópavogi. ur hjá sjón. í vetur fengum við 670 tonn, vertíðina 1974 850 tonn. 1973 var ekki nein vertíð út af gosinu, en við fengum þó 500 tonn í netin á einum mánuði. — Til samanburðar má nefna að árið 1969 fengum við 1654 tonn og við fengum 1200 tonn árið 1968 og 1000 tonn árið 1967. — Nú færð þú 1654 tonn ó vertíð 1969. Hvað ber báturinn? — Þetta er auðvitað mikil afli á ekki stærri bát. Við komum fjórum sinnum með 67 tonn í ferð. Það er síldarhleðsla. Gera má ráð fyrir að þessi afli sé hliðstæður því að fylla bátinn af fiski a.m.k. 40 sinnum, og þá er hann vel hlaðinn, sem kalla má. IV. — Nú ertu fluttur frá Eyjum. Er ekki meiningin að flytjast þangað út aftur? — Það er nú ekki fyrirhugað. Annars verð ég líklega að róa þaðan áfram, ef ekki tekst að selja bátinn. Það er ekki um annað að gera ,eða gefa þetta bara alveg frá sér. — Muntu þá róa frá Eyjum, eða t.d. frá Grindavík? — Ekki litist mér á það að róa frá Grindavík. Það er annað. Þekk- ing á vertíðarfiskiríi er staðbundin. Þótt mið Vestmannaeyinga og Grindvíkinga liggi saman, þá róa bátarnir ekki á sömu mið. að er miklu fremur að það sé sambærilegt að róa frá Þorlákshöfn og Vest- mannaeyjum. — En framtíðin er semsagt nokk- uð óráðin hjá okkur núna. — Nú eru blikur á löfti í útgerð og fiskveiðum. Skipin hafa siglt í land til þess að mótmæla fiskverði og sjóðakerfi sjávarútvegsins? — Við á Sæbjörgu höfum stór- tapað fé á sjóðakerfinu, höfum orð- ið að greiða 51 krónu fyrir olíulíter- inn, í stað þess að raunverulegt olíuverð er kr. 20.00 pr. lítra, eða olían er skattlögð um rúmar 30 krón- VÍKINGUR ur literinn vegna sjóðakerfisins og sumir hafa orðið að greiða á annað hundrað krónur fyrir olíulítrann, eins og ég veit dæmi um. Það gerði bátur sem veiddi eingöngu í þorska- net, og var allur aflinn saltaður. — Hvernig kom þetta út síðast. — Þá voru úthaldsdagarnir 203 og aflaverðmæti bátsins upp úr sjó var um 25 milljónir króna, en út- flutningsverðmætið um 50 milljónir króna. í viðtali sem ég átti við Morgunblaðið segir frá þessu sem hér greinir, hvað okkur varðar: „Hilmar Rósmundsson sagði, að útflutningsgjaldið væri að meðaltali um 17% eða 8.5 millj. kr. Út- flutningsgjaldinu væri ráðstafað á margvíslegan hátt. 21.5% fer í tryggingasjóð fiskiskipa eða 1.827.500.00 kr., 7.9% fara til Fisk- veiðasjóðs íslands eða 671.500.00 kr., 7.6% fara til Aflatrygginga- sjóðs eða 646.000.00 kr., 9.15% fara til Aflatryggingasjóðs, áhafna- deild eða 777.750.00 kr. og 51.81% fara til olíusjóðs fiskiskipa eða alls kr. 4.403.850.00. Báturinn er tryggður hjá Báta- ábyrgðarfél. Vestm. fyrir kr. 21.840.000.00. Iðgjald 8.5% eða kr. 1.856.400.00. Bátafúatryggingin væri 9.850.000.00, iðgjaldið 1.95% eða 192.075 krónur. Samkvæmt út- reikningi fengi Tryggingasjóður af afla bátsins kr. 1.827.500.00. En þar sem úthaldstíminn væri aðeins 203 dagar og því miklar hafnarlegur væri raunverulegt iðgjald til Báta- ábyrgðarfélags Vestmannaeyja um 1.3 millj. kr. og iðgjald til Bráðafúa- sjóðs 192 þús. kr. Úr Trygginga- sjóði greiddust 70.5% af iðgjaldi í 203 daga eða 984 þús. kr. og úr sama sjóði 57.75% af fúagjaldi eða 83.400 kr. Á sérreikning færu 25% af 1827 þús. kr. eða 456.875 krónur. Samtals yrðu því greiðslur úr Trygg- 399

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.