Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1975, Qupperneq 47

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1975, Qupperneq 47
Ninnrins t Bödvar Sterinþórsson Hinn 13. jan. s.l. var gerð útför Böðvars Steinþórssonar bryta frá Fossvogskapellu í Reykjavík. Böðvar lést hinn 6. janúar eftir langa og harða baráttu við sjúkdóm sem læknavísindin ráða ekki við enn þann dag í dag. Hann var fæddur hinn 20. febr- úar 1922 á Akureyri og var sonur hjónanna Steinþórs Guðmundsson- ar kennara og Ingibjargar Benedikts- dóttur skáldkonu, sem bæði tóku virkan þátt í félags- og stjórnmál- um og ekki er að efa að það hafði áhrif á líf og starf Böðvars eftir að hann komst til vits og ára. Böðvari kynntist ég fyrst er ég réðist til hans sem vikadrengur á m.s. Esju árið 1968 en áður hafði hann tekið vinfengi við foreldra mína og þá sérstaklega föður minn, sem hann starfaði mikið með í sam- bandi við félagsmál. Á Esju gömlu hafði Böðvar margt manna undir sinni stjórn og sást þar best hve stjórnsamur og áhugasamur hann var um að allt, sem að vinnu laut yrði sem beinast og best leyst af hendi. Snemma byrjaði Böðvar að vinna fyrir sér og þá með blaðasölu og oft er við áttum samleið upp Torfu- nesbryggjuna á Akureyri benti hann mér á ákveðið götuhorn þar og sagði: „Þarna seldi ég blöð“, síðar sögðu mér menn á Akureyri að hann hefði verið alduglegasti blaðasölu- strákurinn þar í þá tíð. Böðvar var bryti af lífi og sál ,en oft sagði hann mér það, að þegar hann var ungur VÍKINGUR bryti að árum hafi hugur hans stefnt í aðra átt eða til stýrimannsnáms, en á unglingsárum varð hann fyrir því slysi að missa heyrn á öðru eyranu og þar með möguleika á Stýri- mannaskólanum. Þá ákvað hann að gera matreiðslu að ævistarfi sínu og var hann í hópi þeirra fyrstu sem luku prófi í þeirri iðn árið 1945. Eftir það vinnur hann um nokkurt skeið í landi að iðn sinni en í júlí 1955 ræðst hann sem matsveinn til Skipaútgerðar Ríkisins og frá 1959 sem bryti hjá sömu útgerð til dauða- dags. Böðvar var vinur vina sinna í orðsins fyllstu merkingu og sýndi vinarhug sinn eins oft og hann mögulega gat. Stríðinn og glettinn var hann, en eins og títt er með stríðna menn, þoldi hann illa stríðni sjálfur. Mér tók Böðvar alltaf sem hálfgerðan son sinn og ef eitt- hvert vandamál bjátaði á hjá mér var hann alltaf tilbúinn að leysa það á farsælan hátt. Böðvar var sérvitur maður á sinn máta og hafði alltaf sína ákveðnu skoðun á hverju máli fyrir sig og lét þá skoðun sína í ljós berlega, hversu fjarstæðukennd sem öðrum fannst hún vera. Hann var viðkvæmur maður og ekkert bágt mátti hann sjá þá var hann ávalt kominn með útréttan faðminn reiðubúinn að aðstoða ef hægt var. Hann var mikill áhugamaður um ýmiskonar félagsmál. Nefndir og nefndarstörf voru stór hluti af lífi hans og voru frístundir hans því ekki margar. Hann þekkti völund- arhús félagsmálanna betur en nokk- ur annar og í full 30 ár starfaði bann að félagsmálum af mikilli hörku og kom hann víða við. Hann var m.a. fulltrúi í sjó- mannadagsráði í 20 ár og fram- kvæmdastjóri ráðsins 1950—52. í stjórn Félags bryta frá 1960 og formaður þess 1961 og til dauða- dags. í forstöðunefnd Námsflokka Reykjavíkur frá 1950—54. Fulltrúi á þingum A.S.Í. 1946—52. Einnig vann hann ómetanleg störf fyrir félög matsveina og veitinga- þjóna. Auk þess ritstýrði hann ýms- um félagsmálablöðum og var í rit- stjórn Víkings um skeið. Hann skrif- aði óteljanlegan fjölda minninga og afmælisgreina auk greina um félags- mál í hin ýmsu blöð landsins. Þegar á það er litið, að Böðvar var mestan hluta starfsævi sinnar til sjós er hreint óskiljanlegt hvernig hann hefur áorkað eins og raun ber vitni öllu þessu, en enginn skildi halda að þar hafi verið slegið slöku við. Það er sjónarsviptir af manni sem Böðvari og skilur hann stórt skarð eftir sig í hinum ýmsu félög- um ,er hann starfaði í. Ég vil að lokum þakka Böðvari Steinþórssyni þá ómældu vináttu sem hann sýndi mér á liðnum árum og óska honum góðrar ferðar til lands hins eilífa lífs. Systkinum hans og öðru skyldfólki færi ég mínar innilegustu samúðarkveðjur. Sigurjón Símonarson stýrimaður. 433

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.