Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1975, Qupperneq 24

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1975, Qupperneq 24
lenska landhelgi eftir 13. nóvember, ef við gerum tilraun til þess að verja okkar landhelgi. Ef svo fer, skora ég ó fulltrúa þessa þings að taka strax einarða afstöðu gegn slíku ofríki og gæti svo farið að rétt vaeri að skora ó ríkisstjórn ís- lands að slíta þegar stjórnmólasambandi við Bret- land, um leið og fyrsta breska freigótan birtist innan íslenskrar fiskveiðilandhelgi og um leið tilkynna sam- starfsmönnum okkar í NATO, að okkar land sé lok- að allri umferð þeirra ríkja, sem í bandalaginu eru, svo lengi sem breski flotinn hafi afskifti af okkar innanríkismólum. Við skulum gera þessum vinum okkar það Ijóst þegar í stað, að við munum ekki þegjandi þola þeim yfirgang hér ó landi. Þetta er okkar sterkasta vopn í þessari lífsbaróttu okkar og við eigum skilyrðislaust að beita því. Næst landhelgismólinu eru kjaramólin efst ó baugi,, en þau eru eilífðarmól, sem aldrei mó líta af. Það gerðist nú í siðasta mónuði, að allur fiski- skipaflotinn sigldi í land, vegna óónægju með nýtt fiskverð, er var ókveðið af þar til kjörnum fulltrú- um, einnig kröfðust þeir, að sjóðakerfi útvegsins yrði endurskoðað. Sjómenn eru yfirleitt seinir til vand- ræða og þegar það skeður að allur fiskiskipaflot- inn siglir í höfn, þó er alvara ó ferðum. Um þessi mól hefur mikið verið skrifað og deilt ó sambönd og félög sjómanna, fyrir að þau hafi ekki stutt þess- ar aðgerðir. Ég ætla ekki að fella dóm í því móli né afsaka okkar samband ó neinn hótt, vegna að- gerðaleysis, né önnur félög sjómanna. Þessir menn, sem stóðu að þessum aðgerðum vissu vel hvað þeir voru að gera og einnig að félögin geta ekki stutt svona aðgerðir, því þar er ekki farið að lögum. Um tildrög að þessari vinnustöðvun mó margt um segja, en ekki trúi ég því að fiskverð hafi verið þar aðalorsökin, sem mikið hefur verið haldið ó lofti, því sjómenn hætta ekki vinnu vegna 2-3 þús- und króna skerðingu ó kaupi ó mónuði, það er ekki sú stærðareining, sem þeir hugsa í, þegar um svo alvarlega hluti er að ræða. Heldur er það sjóða- kerfið, sem ríkir hjó sjóvarútveginum hér ó landi, það er só bölvaldur, sem menn geta ekki sætt sig við, enda er það æði langt gengið þegar um 50% af aflaverðmæti er tekið undan skiptaverði. Hvað um það, þessi deila leystist farsællega og að mínu mati það ónægjulegast við þetta var, að sjómenn vísuðu úrlausn deilunnar tii sinna félagssamtaka og er það því okkar að fylgja þessu móli eftir við ríkis- stjórnin og bregðast ekki trausti þeirra um fram- vindu þessara móla. Vona ég að það takist góð og Frá 27. þingi FFSI nóin samvinna við Sjómannasambandið til lausnar þessum vanda, enda er það mín skoðun, að F.F.S.Í. og Sjómannasambandið eigi að vinna meira saman, að sameiginlegum hagsmunum, en þau hafa gert hingað til, því hagsmunir þessara samtaka eru það nótengd ó öllum sviðum, að þau eyða bara kröftum sínum í óþarfa oft og tíðum, með því að standa ekki meira saman, en þau gera og ó þetta spila svo út- gerðarmenn, sér til framdróttar. Skipastóll landsmanna hefur nú verið endurnýj- aður ó mjög skömmum tíma, svo sumum finnst nóg um og hefur þó ekki ætíð verið gætt fyllstu hag- sýni um kaup ó skipum og er nú svo komið að það eru ekki næg verkefni fyrir skipin hér heima, en vonandi heldur ófram uppbygging ó flotanum þó hægara sé í farið. En það hafa ekki haldist i hendur menntunarmól sjómanna og aukning flotans. Er nú svo komið, að flest fiskiskip sigla með réttindalausa yfirmenn sem hafa ekki fullmönnuð skip og er algengt að það vanti 1/3 af óhöfn neta- og línubóta og einnig tog- bóta. Þetta er mikið alvörumól bæði með tilliti til nýtingar þessara skipa og einnig vegna öryggis þeirra manna, sem ó þeim eru. Jafnframt mó búast við að enn fleiri hætti ó þessum bótum vegna of mikillar vinnu, sem hlýfur að fylgja í kjölfar þessa óstands. Þennan vanda þarf að leysa sem fyrst, það er ekki nóg að hafa lögbundin vinnutíma ó togurum yfir 500 tonn, þegr ótakmörkuð þrælkun er lótin viðgangast ó stórum hlufa bótaflotans. Af þessu VÍKINGUR 410

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.