Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1977, Side 5

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1977, Side 5
Uppáhaldsfengur tollþjónanna Botany Bay lá á fljótinu og New York virtist svo óendanlega langt í burtu. Mest bar á þrem háhýsum, þau minntu í myrkrinu á nornirn- ar í Makbeð Shakespears og þrumurnar undirstrikuðu hina ógnvekjandi mynd. Við höfðum legið óvenju lengi. Bandaríkin voru gott land og íbú- arnir kusu sér að sitja einir að gæðum þess; vildu a.m.k. ekki deila kostum þess með öðrum, — nema að vel yfirveguðu ráði. Innflytjendur áttu að vera lögleg- ir, og þvi tók þetta svona langan tíma. — Þetta er alltaf svona, þegar komið er frá Ítalíu, sagði skip- stjórinn og strauk ennið. — Þeir vilja ekki ítali. Já og við vorum með farþega, tæknimenn frá Pirelli og nú voru þeir að þjarma að Marchulii yfir- verkfræðingi hjá Pirelli, sem þrátt fyrir góðan haus, gat ómögulega skilið að nokkrar tunnur af rauð- víni skiptu máli. — Þetta er ekki áfengi, þetta er vin, ræktað í hlíðum Aversa dals- ins. Sérstakt vín, aðeins fyrir mig. Það er ekki áfengi. En tollurinn VlKINGUR setti honum tvo kosti, hella víninu í svart fljótið, eða setja það undir innsigli og hann varð að láta sig, þrátt fyrir annars ágætar rök- semdir. — Þeir eru ekkert betri en páf- inn og kirkjan, sagði hann mæðu- lega. — Leitið á mér, kæra fröken. — Enginn rök bíta á þá. Marchulii hélt áfram að útskýra sín sjónarmið fyrir öllum sem heyra vildu og að lokum fengum við að halda áfram og leggjast við bryggju á Staten Island. Þetta litla atvik er mér ljóst í minni og rifjar upp löng og merkileg kynni af tollvörðum víða um heim. Tollverðir eru ágætir, en þeir sjá rautt, ef ákveðnar vörur eru í far- angri sjómanna, eða ferðalanga. íslenskir tollverðir eru mest á móti áfengi, sígarettum og tóbaki og ef þau mál eru nokkurnveginn í lagi hjá fólki, fær það að vera í friði. Flest ríki setja einfaldar reglur um tollfrjálsan innflutning ferða- manna og sjómanna og er það auðveldasti hlutur í heimi að fylgja þeim reglum, en samt getur mönnum orðið á alvarleg skyssa, sem kostað getur mikil vandræði. Það leyfum við okkur að kalla hér Uppáhaldsfeng tollvarðarins. Hann sér rautt, ef hann finnur það í fórum þínum. Áfengi, vasahnífar og leikföng Ef þú kemur til Bandaríkjanna, annaðhvort á skipi eða með flug- vél, þá skaltu ekki hafa meðferðis rauðvín á tunnum. Jafnvel ekki þótt það sé ræktað í hlíðum Aversa. Það vissum við fyrir. Þó ertu ekki í neinni sérstakri hættu, nema ef þú skyldir vera með konfektkassa með „vínflösk- 293

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.