Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1977, Page 10
Næsta morgun byrjuðum við að
draga línuna og drógum austur
með landinu, einsog lína lá. Þetta
var erfitt og hann var stífur. Það
var flatskellu vindur, en lítill sjór.
Ég man að það var hart að
standa við gogginn, einsog þá var
siður. Stýrimaður stóð með gogg-
inn og goggaði hvern einasta fisk
sem uþp úr sjónum kom. Þetta var
hans aðalstarf, þegar línan var
dregin.
Ég átti þarna fremur illa vist, en
grunaði ekki þá að ég átti eftir að
komast í hann krappari og það
fyrr en varði.
Þegar við vorum að enda við að
draga línuna um kvöldið höfðum
við dregið okkur dálítið austur
með berginu.
Vorum við komnir austur undir
Herdísarvík. Þá var komið brjálað
norðanveður og togararnir voru
komnir uppundir og voru flestir
lagstir við akkeri, skammt frá
landi. Þeir höfðu verið á Bankan-
um, sem er þarna utar.
Upp við landið var skjól, en
ekki veiðiveður úti.
Síðustu tímana, sem við vorum
að draga línuna, hafði verið beitt
úr haug, sem svo var nefnt. í stað
þess að gera að aflanum, þá byrj-
uðu menn að beita línuna sem inn
kom, en báturinn var á útilegu.
Það var síðdegis, sem Björn
kallaði á mig og spurði hvort ég
treysti mér til þess að leggja (lín-
una). Ástæðan var sú, að við
þessar aðstæður hafði það oft skeð
að fiskur hafði hlaupið upp á vík-
ina. Taldi Björn að þarna væri því
talsverð veiðivon.
Björn fór nú að segja mér ýmsar
sögur af þessu, en hafði langa og
mikla reynslu sem formaður og
vissi alla hluti, sem veiðum og
vetrarvertíðum kom við.
Sagðist hann nú vilja leggja
nokkur bjóð á víkina.
Ég taldi það vera, að unnt væri
með aðgæslu að leggja línuna,
þrátt fyrir vondar aðstæður og við
byrjuðum að undirbúa okkur og
héldum við svo grunnt upp á vík-
ina, upp á átta faðma dýpi ef ég
man rétt og þar fórum við að
leggja línuna.
Línan lögð innanum
togarana
Við lögðum línuna nú inn og út
með víkinni og innanum togar-
ana, þvers og kruss, eftir því sem
aðstæður leyfðu.
Ég frétti síðar þegar ég kom í
land, eftir mönnum, sem sáu til
okkar, að þeir hafi haldið að
þarna færu nú bandvitlausir
menn, að leggja línu upp í harða
landi innanum togaraflotann.
Þetta var ekkert smávegis veð-
ur. Sjóinn skóf í kófinu, en hann
náði auðvitað ekki upp sjó, því
vindurinn stóð af landi. Allt var á
kafi í sjó, en báturinn, sem var 90
tonn var orðinn nokkuð þungur.
Við lögðum þarna alla línuna,
sem beitt var.
Þegar því var lokið héldum við
inn á Herdísarvík og lögðumst þar
við akkeri á sex faðma dýpi.
Við lágum grynnst, utar lá tog-
araflotinn og til að sjá var hann
æði nornalegur í kófinu.
Við gengum nú frá öllu ofan-
þilja og síðan lögðu menn sig til
svefns, enda orðnir hvíldarþurfi
eftir erfiðan dag.
Um fimmleytið næsta morgun
var ræst út, um borð í Pétursey. Þá
var hann farinn að ganga niður
með veðrið, og togararnir voru að
byrja að létta akkerum.
Hann byrjaði nú að lygna og
brátt var komið besta veður. Björn
hafði reyndar spáð því, að hann
myndi ganga í SA átt þegar liði á
daginn, sem síðan reyndist rétt
vera.
Við fórum nú að tygja okkur af
stað og sáum þá að línan hafði
komið upp á akkerinu hjá einum
togaranum og menn voru að virða
hana fyrir sér, því hún var krök af
fiski. Mér leist nú ekki á blikuna.
Svo var nú byrjað að draga og
til þess að gera langa sögu stutta,
þá var þetta einn eftirminnilegasti
dagur sem ég hafði lifað á sjó, sem
framundan var.
Það var byrjað að draga
skammt frá þar sem við lágum og
dýpst fór línan á 20—30 faðma
dýpi og það var fiskur á hverjum
krók. Þessi líka ríga þorskur.
Björn var vanur að telja, það
sem fékkst, og reyndust flest vera
90 fiskar á 100 öngla lóð. Þá var nú
eins gott að vera iðinn við gogginn
og þetta var raunar ofviða einum
manni, því inn á skipið komu 70
lestir af þorski, bara í þessari litlu
lögn.
Að draga þetta á svona grunnu
vatni er í rauninni ólýsanlegt.
Fiskurinn var yfirleitt lifandi og
braust um þegar goggurinn var
settur í hann svona bráðlifandi.
Þegar steinar komu upp, þá
flutu bara upp heilar línur seilað-
ar af fiski.
Við kepptumst við að draga. í
fyrstu hafði Björn látið fara að
beita í haug, en nú urðu allir auð-
vitað að fara í aðgerð.
Það var hvítalogn, þegar við
byrjuðum að draga um morgun-
inn, en um 10 leytið um morgun-
inn byrjaði hann að kula af austri.
Við héldum áfram að draga og
nú byrjaði hann að vinda.
Þegar við vorum búnir að draga
klukkan fjögur um daginn var
kominn austan stormur, með byl.
Þeir lögðu því ekki í Húllið (fyrir
Reykjanes) og var nú slóvað þarna
grunnt með landinu og ekkert sást
fyrir byl.
Við urðum að hrúga miklu af
fiskinum ofan í lest, óaðgerðum
einsog hann kom fyrir, því eftir að
hann var skollinn á, var ekki unnt
að vinna að fiskaðgerð á þilfarinu,
sem von var.
Heimleiðis
Það olli okkur nokkrum von-
brigðum að komast ekki í landvar
VÍKINGUR
298