Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1977, Qupperneq 27

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1977, Qupperneq 27
um perluna I aldaraðir hafa sögusagnir um perluna verið eins margar og ostrurnar í sjónum, um uppruna þeirra og eiginleika. Að vísu hefur lengi verið vitað að perlurnar komu úr ostrum og þá aðeins í einstökum tilfellum, en það var líka allt og sumt. Á hvern hátt þær urðu til og úr hvaða efni, var ekki vitað með neinni vissu, þar til ungur Japani, Kokichi Mikimoto, sonur bláfátæks og ómenntaðs umferðarbrauðsala, fékk þá hug- mynd að reyna að rækta þessa dýrmætu, skrautlegu „steina“ og framleiða í svo miklu magni að aðgengilegt yrði, verðsins vegna, fyrir hverja konu að skreyta sig með. Þessi ungi japani áleit að hægt væri að rækta perlur, alveg eins og hrísgrjón á ökrum og ann- an jarðargróður. í fornöld voru perlur kallaðar „Tár guðanna“ og verð þeirra svo hátt að aðeisn rík- ustu menn gátu keypt. Perlufestar úr gallalausum „ekta perlum“ urðu vart metnar til fjár. Frá ómuna tíð hafa menn stundað ostruveiðar í leit að perlum og milljónir ostruskeljar verið opn- aðar í von um árangur, en aðeins í örfáum tilfellum hefur heppnin verið með. Þetta tókst Mikimoto og nú hefur þetta fyrirtæki blómgast og dafnað svo, að hinar upprunalegu ræktunarstöðvar hafa birgða- skemmur í svo að segja hverri einustu stórborg í heiminum og ekki aðeins það, heldur einnig gert Perlueyjuna Mie Prefecture í Jap- an að einu af stærstu útflutnings- fyrirtækjum landsins og þangað koma um 6 milljónir ferðamenn árlega. Engin ræktunarstöð í Japan, en þær eru nú orðnar nokkuð marg- ar, þótt smærri séu í sniðum, jafn- ast á við Mie við Iseflóa. Þar er náttúrufegurð mikil og margir sögulega athyglisverðir staðii. Allt þetta, auk hinnar frægu ræktun- arstöðvar, hafa gert staðinn heimsfrægan og eftirsóttan af skemmtiferðafólki, enda hótel og öll þjónusta í sér flokki. Á Perlueyjunni eru sýningar- salir þar sem allþ viðkomandi ostrum og perlum er sýnt. Þróun- arferillinn frá upphafi til enda, í þessari atvinnugrein. Ostrurnar, sem framleiða eiga perlur, eru geymdar, eða aldar upp, í víð- áttumiklum afgirtum svæðum í flóanum, en þarna, skammt und- an ströndinni eru, eftir því, sem best er vitað, 158 milljónir ostra, sem framleiða hinar undurfögru perlur, í öllum regnbogans litum. Hvernig ostrunum er safnað, vek- ur sérstaka athygli gestsins, en það verk er unnið af séræfðum stúlk- um, sem geta verið í kafi um eina mínútu í einu. I hinni helgu bók Hindúa, Rig Veta, sem skrifuð var þúsundum ára f. Kr. er getið um Krishna“ —- „Tár guðanna“ og telja fræði- menn að um perlur hafi verið að ræða. í aldaraðir hafa menn kafað

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.