Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1977, Qupperneq 28
„Perlukóngurinn" Kokichi Mikimoto.
„Ég ætla að skreyta háls allra kvenna
í heiminum, með perlufestum."
niður í sjóinn og leitað ostra, í
þeirri von að finna þessa dýrmætu
skrautmuni og oft lagt lífið að
veði. Vettvangur þessarar iðju var
lengstum eingöngu Miðjarðar-
hafið og Indlandsflói. Einn hinna
áhugamestu þessara ævintýra-
manna, var Mikimoto, sonur
brauðsalans. Hann var elstur tólf
systkina, alinn upp við hina mestu
fátækt og umkomuleysi. Hann
hreifst af hinu áhættusama starfi
perlukafaranna í Mið-Asíu og
Indlandshafi, sem létu ekki ógnir
undirdjúpanna aftra sér í leit að
hinum eftirsóttu perluostrum og
væntanlegum auðæfum við sölu á
perlum, því að eftirspurnin var
mikil og markaðurinn því óþrjót-
andi.
Kokichi Mikimoto var fæddur í
litlum fiskimannabæ árið 1858.
Þegar faðir hans missti heilsuna,
var hann ungur að árum, en tók þá
við brauðsölunni til þess að sjá
hinu barnmarga heimili farborða.
Hann var kjarkmikill unglingur.
með ríkt hugmyndaflug og hið
erfiða brauðstrit og baráttan við
hungrið, hafði eflt hann að þolin-
mæði og þrautseigju. Með ein-
hverjum hætti komst hann yfir
smáverslun, sem gekk vel og síðar
hóf hann kornsölu, sem einnig
dafnaði. Á þeim tímum tíðkaðist
ekki í Japan, að fátæk börn leit-
uðu sér menntunar í skólum, en
Mikimoto lét allar gamlar hefðir
lönd og leið og stofnaði ásamt
nokkrum unglingum til kvöld-
námskeiða, auk þess sem hann
leitaði fræðslu, þar sem hana var
að finna. Síðar varð hann hluthafi
í fyrirtæki, sem seldi sjávarafurðir.
Þetta fyrirtæki stundaði einnig
nokkur viðskipti við sölu á
„náttúru“perlum, þ.e.a.s. perlum,
sem urðu til í ostrum af tilviljun
einni og þannig komst hann á
sporið, sem átti eftir að gjörbreyta
lífi hans og kjörum.
Áður fyrr voru það, eins og áður
var sagt, aðeins örfáar, af þeim
aragrúa af ostrum í sjónum, sem
perlur höfðu myndast í og Miki-
moto fékk þær upplýsingar hjá
japanska prófessornum Mizur-
kuri, að orsökin til perlumyndun-
ar í skeljunum, stafaði af því að
smáaðskotahlutur, eins og sand-
korn, sem komist hafði í skelina,
væri frumorsök perlumyndunar,
þannig að líffæri ostrunnar gæfi
frá sér efni, sem umlyki aðskota-
hlutinn, smátt og smátt, lag eftir
lag, þar til þetta væri orðið að
perlu, en slíkt tæki langan tíma,
jafnvel mörg ár. Þá kom það fyrir
og ekki ósjaldan að skelfiskinum
tókst ekki að einangra aðskota-
hlutinn og varð það honum að
bana. Svo var það, að ostran var
eftirsótt æti stærri fiska og skipti
þá að sjálfsögðu engu máli hvort
skelin hefði að geyma fallega
perlu eða ekki.
Mikimoto var sannfærður um
að skipuleg perlurækt í ostrum
væri möguleg og þegar hann var
um tvítugt tók hann, ásamt konu
Gjöf Mikimotos til framkvæmdanefndar hinnar þjóðlegu blómahátíðar í Japan.
Kóróna úr gulli og perlum til krýningar hinnar kjörnu blómadrottningar.
316
VÍKINGUR