Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1977, Qupperneq 29
sinni, að gera slíkar tilraunir fyrir
alvöru, en lengi vel mistókust
þessar tilraunir. Ostrurnar dráp-
ust, mynduðu ekkert lag utan um
sandkornið og margt fleira kom til
sögunnar, eins og að aðskota-
hlutnum var ekki komið fyrir á
réttum stað í skelinni, enda um
algera nýjung að ræða og allt ó-
lært í þessum efnum. En hjónin
gáfust ekki upp og héldu tilraun-
um sínum áfram, árum saman
þrátt fyrir stöðug vonbrigði og
háðsyrði almennings, sem álitu
þau vitfirringa. Þá tók einnig að
þrengjast um fjárhaginn, því að
allt þetta umstang kostaði talsvert
fé. En loks tók að birta í álinn.
Það var hinn 1E júní 1893,
þegar hjónin voru, að venju að
opna ostruskeljar, sem þau höfðu
ræktað, að í einni skelinni birtist
glansandi og falleg perla, að vísu
ekki fullkomlega hnöttótt og
þannig ekki alveg eins góður
árangur og vonir stóðu til, en samt
sem áður sönnun þess að hægt var
að framleiða perlur á þennan hátt
og árangurinn af margra ára til-
raunum, þrautseigju og vonbrigð-
um að koma í ljós. Gleðin var
mikil hjá hjónunum og háðsyrði
almennings sljákkuðu. Þau
ákváðu nú að gera þetta að ævi-
starfi og fluttu bækistöðvar sínar
til eyjunnar Tatokajima, þar sem
aðstæður voru betri og komu sér
þar upp nýrri tilraunastöð, með
þeim útbúnaði, sem reynslan
hafði kennt þeim að var nauðsyn-
legur, en í dag myndi þykja mjög
frumstæður. Og tilraunirnar
héldu áfram af mikilli elju og
dugnaði. Oft voru vonbrigðin sár,
en gleðin mikil þegar vel tókst til.
Enn liðu fjögur ár þar til þeim
tókst að framleiða perlur, sem í
engu voru frábrugðnar þeim, sem
af tilviljun fundust í ostrum,
hvorki að lögun, styrkleika eða
áferðarfegurð, en það tók langan
tíma að sanna það fyrir heimin-
um, að þessar perlur væru eins
VÍKINGUR
Perlurnar flokkaðar, eftir stærð og gæðum.
mikils virði og hinar. Þetta tókst
þó að lokum og fyrirtækið óx og
dafnaði, jafnt og þétt, þannig að
þegar Mikimoto lést hinn 21.
september 1954, 96 ára gamall í
„Perluhöll“ sinni á Tatoku-eyju,
var það orðið að traustu stórfyrir-
tæki.
Ólíkt hinum mörgu, eða flest-
um iðnfyrirtækjum í Japan og
víða um heim, naut Mikimoto og
kona hans einskis styrks eða ann-
arrar fyrirgreiðslu við hinar ára-
tuga löngu tilraunir, hvorki frá
opinberum aðilum eða einstakl-
ingum. Þetta þótti því hið mesta
þrekvirki, sem vakti verðskuldaða
athygli og aðdáun víðsvegar um
heim allan, sem kom ekki síst í ljós
af tugþúsundum samúðarskeyta
frá öllum heimshornum, sem
fyrirtækinu barst við fráfall hans.
Að sjálfsögðu eru fleiri perlu-
ræktarstöðvar starfræktar í Japan,
317