Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1977, Síða 33
Aðalfundur
Slysa-
varnafélags
fslands
Hatdinn í Nesjaskóla í Hornafirði 25.
og 26. júní 1977
l ræðu sinni við setningu fund-
arins komst forseti SVFÍ Gunnar
Friðriksson, m.a. þannig að orði:
„Slysavarnafélag íslands hefur
nú, eins og ykkur er öllum kunn-
ugt, starfað í nær hálfa öld.
Margur mætti ætla, að nú væri
tími athafna að baki, það væri
búið að framkvæma svo mikið að
við gætum tekið okkur hvíld, en
svo er ekki. Við stöndum miklu
frekar á tímamótum nýrra fram-
kvæmda. Ég sagði einhverju sinni
að það væri einkennandi fyrir
slysavarnastarfið að eftir því sem
eldri verkefni leystust þá kæmu
upp ný verkefni, sem krefðust úr-
lausnar. Þetta er jafnmikil stað-
reynd í dag, eins og það var fyrir
nokkrum árum.
Afkomendur dreifbýlisfólksins,
sem stofnaði S.V.F.Í. fyrir nær 50
árum, hefur nú að mestu fært sig
saman og myndað fjölbýliskjarna.
Það hefur vissulega haft mikið að
VÍKINGUR
gera við að byggja sér ný heim-
kynni, en það hefur ekki gleymt
hugsjónum mæðra sinna og feðra.
Þær hugsjónir, sem urðu kveikjan
að stofnun S.V.F.f. Lifa enn með
þessu fólki í nýju umhverfi og við
breyttar aðstæður. Nærtækast er
að taka dæmi héðan. Hér hafa
safnast saman á örfáum áratugum
dugmikið fólk, sem hefur haft
meira en nóg að gera við að koma
sér fyrir, en það hefur í önn dags-
ins ekki gleymt að gæta bróður
síns.
Á meðan heimilisfeðurnir hafa
sótt sjóinn af kappi og tekið
brotalaust án undantekninga þátt
í því nýja öryggiskerfi, sem er Til-
kynningaskyldan, hafa konurnar
tekið sér múrskeið í hönd og í önn
dagsins byggt björgunarstöð.
Sjálfar hlaðið veggina og síðan
með bændum sínum og öðrum
góðum, hjálplegum mönnum
innréttað þetta hús, hús mannúð-
Gunnar Friðriksson og Þórður Jóns-
son, kempan frá Látrum takast í hend-
ur þegar Þórður var kjörinn heiðursfé-
lagi. Hann var í stjórn SVFÍ í 22 ár og
form. Slysavarnadeildarinnar
„Bræðrabandið" frá stofnun hennar.
Bergur Arnbjörnsson frá Akranesi var í
fjöldamörg ár forustumaður í slysa-
vörnum á Akranesi og sat í stjórn SVFÍ,
sem fulltrúi fyrir Sunnlendingafjórð-
ung. Hann var einnig kjörinn heiðurs-
félagi á aðalfundinum.
Fundarmenn SVFÍ sitja hóf í boði
Hafnarhrepps.
arinnar, en þetta er aðeins fyrsti
áfangi. Áður en björgunarstöðin
er afhent hefur þessi dugmikli
hópur kvenna og karla sent stjórn
SVFÍ teikningar að viðbótar-
byggingu við björgunarstöðina,
sem ætlað er að hýsi öll þau nýju
tæki, sem björgunarsveitin hefur
eignast og aðkallandi er að séu
geymd innanhúss svo þau séu
alltaf tiltæk og í góðu standi þegar
á þeim þarf að halda.
321