Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1977, Síða 34
Ég hefi gert sérstaklega að um-
ræðuefni hér dugnað og fram-
kvæmdavilja fólksins hér, en þetta
viðfangsefni blasir víðar við okk-
ur. Nú þurfum við sameiginlega
að leita nýrra ráða — til að hefta
ekki þennan framkvæmdavilja.
Við verðum að fá hina nýju
byggðakjarna í lið með okkur. Hér
er byggt fyrír framtíðina. Þessar
byggingar verða félagsheimili
þess æskufólks, sem temur sér
umhyggju fyrir annarra hag og
finnur lífsfyllingu í að verja frí-
stundum sínum í að gera sig hæf-
ari til að koma öðrum til hjálpar.“
Hér verða birtar nokkrar tillög-
ur, sem samþykktar voru á fundi
SVFÍ.:
Um öryggisbúnað
á skuttogurum:
„Aðalfundur SVFÍ, haldinn í
Hornafirði 25. og 26. júní 1977,
beinir því eindregið til sjómanna
og útgerðarmanna, að þeir sjái til
þess að lögboðinn öryggisbúnaður
þessara skipa sé ætíð til um borð í
þeim, svo sem öryggisbelti með
líflínu, létt björgunarvesti o.fl.,
sbr. reglugerð frá 10. júní 1975.
Jafnframt að sjómenn noti þenn-
an búnað jafnan við vinnu sína
enda hefur reynslan sýnt ótvírætt
að notkun hans getur bjargað
mannslífum.
Þá beinir fundurinn því til Sigl-
ingamálastofnunar ríkisins, að
skoðunarmönnum skipa verði
ákveðið fyrirskipað að gefa ekki
út haffærisskírteini nema hinn
lögboðni öryggisbúnaður sé fyrir
hendi.“
Lög um tilkynn-
ingarskyldu:
„Aðalfundur SVFÍ, lýsir
ánægju sinni með lög þau um til-
kynningarskyldu íslenskra skipa,
sem Alþingi samþykkti í síðasta
mánuði og forseti Islands hefur
síðan staðfest. Með því hefur
miklu baráttumáli SVFÍ verið
náð. En fundurinn bendir jafn-
framt á, að ekki megi dragast, að
reglugerð verði sett samkvæmt
ákvæðum laganna, svo að sem
best takist til um framkvæmd
þeirra.“
Um öryggisloka við
neta- og línuspil:
„Vegna tíðra og alvarlegra
slysa við vindur á neta- og línu-
veiðiskipum skorar aðalfundur
SVFÍ, haldinn í Hornafirði 25. og
26. júní 1977, á samgönguráðu-
neytið að setja reglur um að ör-
yggislokar skuli vera við neta- og
línuspil á öllum skipum, sem eru
með slík spil og stærri eru en 15
rúmlestir brúttó.“
Um öryggismál
rækjuveiðibáta:
„Aðalfundur SVFÍ, skorar á
viðkomandi yfirvöld, svo og sjó-
menn og útgerðarmenn rækju-
veiðibáta að taka öryggismál
þessara báta til rækilegrar endur-
skoðunar. Verði þar einkum hug-
að að togbúnaði bátanna og stað-
setningu hans. Einnig telur fund-
urinn, að leyfi til rækjuveiða eigi
að binda því skilyrði að tveir
menn hið fæsta stundi veiðarnar á
viðkomandi bát.“
Um radarspegla
og lit smábáta:
„Aðalfundur SVFÍ, beinir því
til samgönguráðuneytisins að
settar verði reglur um að radar-
speglar skuli vera á öllum skoð-
unarskyldum smábátum til að
hindra ásiglingar og auðvelda leit
að þeim.
Fundurinn skorar á alla þá, er
sækja sjó á smábátum að útbúa þá
með slíkum radarspeglum, enda
kosta þeir lítið fé.
Æskilegt er að smábátar verði,
a.m.k. að hluta málaðir í skærum
og áberandi litum til að þeir sjáist
sem lengst að.“
Tillaga um
björgunarvesti:
„Aðalfundur SVFÍ, mælist ein-
dregið til þess við alla þá, sem
sigla á smábátum á sjó og vötnum,
að þeir noti björgunarvesti. Bend-
ir fundurinn á, að unnt er að fá létt
og handhæg vesti, sem eru mönn-
um ekki til trafala. Einnig skorar
fundurinn á sjómenn á hvers
konar skipum og bátum að nota
sem oftast slík vesti við vinnu
sína.“
Tillaga um fjar-
skiptabúnað smábáta:
„Aðalfundur SVFÍ beinir því til
stjórnar félagsins, að hún hlutist
til um það við stjórnvöld, að fram
fari endurskoðun á lögum og
reglugerðum um fjarskiptabúnað
báta undir 20 smálestum brúttó að
stærð.“
„Aðalfundurinn beinir því til
stjórnar félagsins, að hún hlutist
til um það við stjórnvöld, að
endurskoðuð verði og breytt
ákvæðum í lögum um atvinnu-
réttindi skipstjórnarmanna sbr. 4.
grein þessara laga um rétt til
skipstjórnar á bátum undir 30
brúttórúmlestir að stærð.“
„Aðalfundur SVFÍ 1977 beinir
enn einu sinni þeim ákveðnu til-
mælum til Vegagerðar ríkisins að
nú þegar verði hafist handaum að
ljúka lagningu Svalvogavegar. í
þessu sambandi skírskotar fund-
urinn til fyrri röksemda sinna fyrir
tilmælum sínum um sama efni.“
322
VÍKINGUR