Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1977, Page 37

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1977, Page 37
Casco var byggð í San Fran- cisco árið 1885, fyrir sérvitran milljónamæring í Kaliforníu, sem ætlaði að nota hana til skemmti- siglinga á suðurhöfum. Ekkert var til sparað til þess að gera skipið hið glæsilegasta. Efniviður tekk og mahogni, handrið gljáfægður kopar og salir klæddir silki. Snjó- hvít segl prýddu hin háu siglutré og skrokklagið hið rennilegasta, enda kom það á daginn síðar,.að í góðum byr, náðist 15 mílna hraði. Fagurt fley, sem vakti aðdáun manna, þegar því var siglt út um Gullnahliðið, í San Francisco, í sína fyrstu ferð. Hinn 8. september 1919 strand- aði hin hásiglda, 72 lesta skúta Casco, við hina einangruðu strönd við eyjuna King Island í Berings- sundi, 40 mílur frá þorpinu Nome. Hún hafði slegið öll hraðamet á leiðinni frá San Francisco til Nome, farið þessa vegalengd á 42 dögum í hörku lensi. Um borð var 28 manna áhöfn og skipstjóri var C.L. Oliver. Ferðinni var heitið til Kolyma fljóts í Síberíu, en sögur gengu um að þar væri að finna ógrynni auðæfa í gullsandi. Skipverjum tókst að komast í land á ströndinni og náðu með sér nokkru af birgðum skipsins og komu sér upp bækistöð. Nokkrum dögum síðar höfðu þeir samband við Eskimóa, sem áttu leið þarna um og keyptu af þeim skinnbát. Sex reyndustu sjómannanna reru svo bátskel þessari aftur til Nome, en eftirlitsskip stjórnarinnar var fljótlega sent á strandstað til þess að bjarga þeim, sem eftir urðu. En eftir á strandstað lá hið rómantíska, litla skip, sem brátt varð að flaki einu, um það sáu ís- hafsstormarnir og nýtnir Eskimó- ar. Þannig endaði ferill þessa skips, sem í 33 ár hafði siglt um víðáttur hafsins, við eyðilega strönd King Islands. Öll skip eiga sína sögu, en saga þessa skips er VlKINGUR 325

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.