Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1977, Page 40

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1977, Page 40
þrátt fyrir þetta sá skipstjórinn. sér til mikillar undrunar, að varð- skipið nálgaðist. Strandgæslan hafði nefnilega útbúið skip sín með hjálparvélum. Nú voru góð ráð dýr. Þegar varðskipið var komið að hlið Casco og nokkrir yfirmenn þess komnir um borð, spurði skipstjórinn, með undrunar- og sakleysissvip, hvert erindi þeirra væri. Nákvæm leit var gerð í skipinu. Leitað var hátt og lágt, en ekkert fannst, hvorki Kínverjar né ópíum. varðskipsmönnum til mikilla vonbrigða, en þá grunaði að hér hefði eitthvað viðbjóðslegt átt sér stað. En hvað hafði eigin- lega átt sér stað? Höfundur þessarar greinar telur sig hafa fundið svarið í óþverra- legri vínkrá, niður við höfnina í Victoriu, þar sem hann átti tal við gamlan, rotnandi drykkjuræfil, fyrrverandi skipverja á Casco, sem þrátt fyrir hryllilegt ástand, mundi vel eftir þessum atburði. „Það var um líf þeirra eða fangelsi fyrir okkur að ræða,“ sagði hinn gamli þrjótur, hörðum og hásum rómi. „Þeir voru í lest- inni,— þessi síkjaftandi hópur,— en fargjaldið í okkar vösum. Á meðan enn var langt á milli skip- anna, tókum við einn í einu uppá þilfar, rotuðum þá, bundum síðan við þá kolamola og fleygðum þeim fyrir borð, þótt það kostaði allar kolabirgðir í eldhúsinu,“ en það þótti honum minnisstæðast. „Þegar okkur varð ljóst að varð- skipið var vélknúið, höfðum við snör handbrögð við þetta. Þeir voru 31 að tölu og foringi þeirra hét Li-un, en hver þeirra um sig 20 punda virði og svo allt ópíumið maður! Hið besta í heimi, — jafnvirði sömu þyngdar í gulli!“ Og gátan var að lokum leyst, um hina horfnu Kínverja, fyrir mörg- um árum, þegar vindinn lægði og hraðsiglarinn Casco varð að láta í minni pokann fyrir vélknúnu varðskipi. Eftir þessa naumlegu undan- komu, seldi eigandinn skipið, en kaupendur notuðu það til vöru- flutninga milli Victoríu og Van- couver. Flutningar voru litlir á árunum rétt fyrir fyrri heimsstyrj- öldina og svo kom að leggja varð skipinu vegna verkefnaskorts. Því VÍKINGUR Drifkeðjur og keðjuhjól Flestar stœrðir ávallt fyrirliggjandi. Veröiö mjög hagstætt. LANDSSMIÐJAN SÍMI 20680 328

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.