Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1977, Page 43

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1977, Page 43
I New York. Það var tekið að rökkva og portin voru djúp og svolgruðu í sig myrkrið, græðgislega. Hann flýtti sér eftir götunni, eftir fólkinu, sem hvarf í stórum flokkum niður um göt á gangstéttinni niður í neðan- jarðarbrautina. Þessi jörð undir fótum hans var öll sundur grafin. Neðanjarðar- lestir þutu um slagaða ganga, hol- ræsin, sem flutu full af skolpi og smokkum, og símaleiðslur og raf- línur mynduðu þéttofið net. Hon- um fannst hann ganga á holdi risavaxins sjúklings með bilað æðakerfi. Þetta var New York, eitruð, rík og full af sorpi. Hann sá rafsuðuglampana frá Brooklyn Shipyard skella einsog löðrunga á himninum og á þykk- um búk á stóru herskipi er þarna stóð á þurru. Á skiltunum við hliðin voru aðvörunarorð, þar sem menn voru beðnir um að fara gætilega. Þeir óttuðust vinnuslys. Já það varð að fara varlega, líka við að smíða flugvélaskip. Þau máttu ekki limlesta fólk upp á sitt eindæmi. Byssurnar máttu ekki skjóta sjálfar. Leið hans lá framhjá stóru kvikmyndahúsi, þar var enginn á ferli. Bíóin voru ekki lengur sótt, nema seint á kvöldin og þá komu þangað ung pör til þess að kyssast. Allt kvöldið sugu þau hvort ann- að, því kvikmyndin skipti ekki máli. Hann hataði þessa borg. Allt var ljótt og þrúgandi. Samt var heiminum stjórnað hér, miklum hluta hans að minnsta kosti og hann flýtti sér niður tröppurnar í neðanjarðar- brautina. Mesta ösin var liðin hjá. Samt var lestin full og menn þögðu. Þeir voru sveittir og þreyttir eftir daginn og dauf glóð- in í augum þeirra minnti hann aðeins á vonleysið. VÍKINGUR í vinnuna og heim aftur, dag eftir dag, ár eftir ár og þeir fundu að ekkert hafði breyst, þeir höfðu aðeins sokkið dýpra. Hann virti fyrir sér fólkið. Það hlaut að vera að minnsta kosti hundrað manns í þessum vagni. Hundrað volgar sögur um mis- heppnaða ævi og lestin æddi um þarma og vélindu hinnar sótugu borgar. Hann virti fyrir sér ítalina, Negrana, Pólakkana og Kínverj- ana, sem flust höfðu hingað i sorgina. Þeir höfðu flestir flosnað upp heima og höfðu lagt á hafið með vonina eina í farangrinum. Oft minntu þeir hann á fugla, sem höfðu gefist upp á fluginu og hímdu á skeri, því þeir náðu aldrei þangað, sem vorið var að vakna og baða sig í morgundögginni. Það setti að honum hroll og hann fann að hann var orðinn svangur. Hann fann ósjálfrátt til skyld- leika við þetta fólk. Það átti þó aðeins það sameiginlegt, að það hafði ekki komist áfram, en það var í rauninni eina markmiðið. Komast áfram í heiminum. í raun og veru var það þó allt fánýtt. Ekki hafði gamli ítalinn komist áfram. Samt hafði hann losað fegurstu skip þjóðanna og lestað þau aftur margsinnis, því hann vann við höfnina. Nú var konan dáin og þá hafði hann fengið sér íbúð við kirkjugarðinn til þess að geta mætt augum hennar á kvöldin, áður en hann slökkti á sjónvarpinu og lagðist til svefns og hann hafði fengið sér starf á ferjunni við að selja kaffi. Ekki hafði systir gamla ítalans heldur komist áfram, þótt hún hafi verið fengin til þess að elda mat ofan í þrjá biskupa, sem héldu fund. Já og líka marga presta. Þetta land var ekki lengur það sama. Ekki það sama og þegar hann gekk blautur í fæturna dag eftir dag í leit að vinnu. Ekki sama land og þegar mamma ítalans rak strákahópinn úr bælunum til þess að þurrka spaghetti til vikunnar á rúmunum. Hún hafði breitt göm- ul dagblöð á rúmin og þar þurrk- aði hún hvítt deigið allan daginn og þeir emjuðu í sólinni. Þá höfðu menn átt von. Nú var engin von lengur, því landið gat ekki meir, og hann gekk hljóðlega upp tröppurnar á Manhattan til þess að ná í ferjuna, sem kom eftir hálftíma. II Honum varð tíðhugsað um bátinn. Hann var söðulbakaður og gaflinn minnti hann á rúmgafl á 331

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.