Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1977, Page 45
fellur. Hús og bátar þurfa fólk,
annars er voðinn vís.
Mannlaus bátur fúnar á nokkr-
um vikum af söknuði og húsin
byrja strax að síga, eða lyftast á
grunninum af djúpri sorg, ef þau
eru skilin eftir ein.
Hann vissi ekki af hverju hann
sagði þetta og gamli ítalinn horfði
einkennilega á hann stutta stund.
Gamla góða merkið
flg^TRETORN
Merki stígvélanna sem sjó-
menn þekkja vegna gæð-
anna.
Fáanleg:
Með eða án trésóla.
Með eða án karfahlífar
Stígvélin sem sérstaklega
eru framleidd með þarfir
sjómanna fyrir augum.
EINKAUMBOÐ
JÓN BERGSSON
H/F
LANGHOLTSVEGI 82
REYKJAVÍK
SÍMI36579
— Já, þú verður að fara, sagði
hann hugsandi. — Ég myndi líka
fara, ef hún væri ekki komin í
jörðina hér.
— Ég treysti þeim ekki til þess
að sjá gröfina í friði. Þeir væru
vísir til þess að byggja hótel eða
banka í kirkjugarðinum, en eng-
inn væri til varnar. Það gerðu þeir
í Preston. Drógu bara upp pappíra
og grófu svo allt klabbið upp og
byggðu sér hús og fólkið þóttist
-heppið að finna legsteinana í
ruðningunum eftir ýturnar.
— Heldurðu það, sagði hann til
þess að segja eitthvað.
— Heldurðu það.
ítalinn leit upp.
— Já, menn hafa nú leikið
annað eins og það hér í Ameríku
að reka kirkjugarða á leigulandi.
Þeir segja engum frá því — og
hinir dauðu spyrja einskis og svo
þegar tímar líða eru allir dauðir og
þá er enginn til þess að borga
leiguna og þá koma þeir með ýt-
urnar og byggja banka á öllu
klabbinu.
— Ég, sagði hann hróðugur, —
heimtaði að sjá afsalið áður en ég
keypti grafirnar og við mér geta
þeir ekki hróflað.
— Betra að hafa sitt á hreinu,
sagði hann hróðugur og leit í
kringum sig, greinilega svolítið
stoltur af útsjónarseminni.
— Heima í gamla landinu fá
hinir dauðu að vera í friði, nema
þegar eldfjallið blandar sér í hlut-
ina og þá grefur það lifandi og
dauða, alveg einsog borgin er far-
in að gera núna, sagði hann og
varð dapur í augunum.
— Líklega sé ég Napoli aldrei
aftur og það er líklega best.
Stundum finnst mér ég geta fund-
ið hin smáriðnu form í steinlögð-
um strætunum og í tröppunum
með iljunum. Ég myndi rata þetta
blindur, aðeins með því að lesa
formin með iljunum og tánum,
einsog þegar ég var barn. Hver
arða er ennþá í þessum löppum,
sagði hann, — en nú getur alveg
eins verið að búið sé að rífa þetta
allt. Þessi gamla borg hefur breyst,
en hérna er hún óbreytt. í kollin-
um á Alberto og hann benti á grátt
höfuð sitt. — Allt óbreytt í kollin-
um hér — og það er best að hafa
það svoleiðis áfram.
III
Landið við James River var
lágt. Það var vatnsósa og fnykur af
fúnum jurtum og rotnandi laufi
barst að vitum hans og blandaðist
römmum reyknum af blautum
brennandi viði frá eldavélunum
negranna. Þeir mölluðu sér allan
Skoðun og viðgerðir
gúmmíbáta allt árið.
Kókosdreglar og ódýr
teppi fyrirliggjandi.
GÚMMlBATAÞJÓNUSTAN
Grandagarði 13 - Simi 14010
VlKINGUR
333