Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1977, Side 46

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1977, Side 46
daginn kryddaðar súpur og kássu. Húsið var óskemmt. Inni í því var þungt myglað loft og hann opnaði alla glugga, til þess að láta blása gegnum það, áður en hann settist þar að. Nágranninn hafði séð um það, litið eftir því. Hann fór síðan niður í bát, sem hann fann á sínum stað. Hann var vélarlaus. Aðeins skrúfan var á sínum stað. Hann hafði látið vél- ina í viðgerð áður en hann fór norður. Nú hlaut hún að vera til- búin og hún myndi ilma svo þekkilega af smurningi og efnum. Þetta var góð vél, ekki of stór, en samt of lítil fyrir rækjutrollið. Það blessaðist allt og hann hlakk- aði til að byrja á nýjan ieik. Framundan blámaði í ströndina við Maryland. Enn utar sigldu stórskipin norður og suður, grunnt fyrir landinu. Hann andaði djúpt að sér sjávarloftinu og hann fann brjóst sitt fyllast nýjum þrótti. Hann fann að hann myndi keppast við og nú var beygurinn horfinn, og hann gekk hægt heim í rökkrinu með eldflugunum. Hann svaf draumlaust. Það var orðið albjart þegar hann vaknaði um morguninn. Samt var myrkur í herberginu, en með gisnum gluggahlerunum reyndi sólin að troða sér inn. Hann leit á úrið og snaraði sér framúr og í fötin. Hann kepptist við. Hann fékk sér ekkert í svang- inn, ekkert kaffi, það fengi hann niður við bryggjurnar og svo ætl- aði hann að taka til óspilltra mál- anna. Honum lá allt í einu svo mikið á. Það varð að koma bátnum á flot, sökkva honum einn eða tvo daga til þess að þétta hann, síðan að ausa hann aftur á flot. Draga hann á land og lát hann þorna fyrir málninguna — og svo var það auðvitað vélin. Það yrði auðvelt. Fjórar skrúf- ur, svo að tengja kælivatnið, lensidæluna og rafmagnið. Sían, allt klárt. Hann var feginn að enginn var kominn á kaffistofuna, sem var allt í senn pósthús, sjoppa, kaffi- stofa og veiðarfæraverslun. Fyrst og fremst var Joe þó fréttastofa. Þar sögðu menn frá veikindum sínum — svona í smáatriðum og menn gátu fylgst með því hvernig sjúkdómarnir grófu fólkið í sund- ur og eltu það svo ofan í votar grafirnar í Yorktown og Anna- polis. Líka var sagt frá nýjum fjöl- skyldum, sem sest höfðu að í mýrunum og frá aflabrögðum. Sífellt voru nýjar sögur á kreiki um fjárvon. Það borgaði sig í ár, sem tap var á í fyrra og þegar allt þraut, fisk hvað þá annað, var ávallt hægt að ráða sig í virkið og vinna þar fáeina daga til þess að komast á atvinnuleysisstyrkinn aftur. I raun og veru átti enginn neitt, nema vonina sem ef til vill var meiri hugarburður en nokkuð annað. Kaffið var gott og það hressti hann, og hann fékk sér disk af krabbasúpu á eftir, svona til þess að fá nánara samband við landið, fljótið og hið flatneskjulega haf. Krabbasúpan var góð hjá Joe. til lands og sjávar ★ ^llélasalam Garðastræti 6 Slmar: 16401 16341. Aldrei hafði potturinn verið þveginn. Bara bætt í hann salti, vatni og kröbbum og soðið af sterkum kjálkunum var rautt og bragðmikið. Joe spurði margs. Jú þeir höfðu logið þessu með vinnuna fyrir norðan. — Þetta land er búið að vera, sagði Joe. — Öll vinna annað- hvort fyrir norðan eða sunnan. Aldrei nein tækifæri þar sem maður var, og nú voru Rússarnir komnir í fiskinn og hafið var einsog krabbasúpa, rammt, daun- illt og dautt. — Þingmaðurinn er aumingi. Það hef ég alltaf sagt, sagði Joe. Allir þingmenn voru aumingjar, sagði hann, og þessvegna var ekk- ert gert. SPARISJÓÐUR V ÉLSTJÓRA Hátúni 4a (á homi Laugavegs og Nóa- túns) Afgreiðslutími kl. 09,30—15,30 og 16,30—18,00 Við bjóðum viðskiptavinum vor- um upp á alla almenna þjónustu og næg bflastæði m28577 334 VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.